Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2025 20:24 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Til stendur að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, boðaði þetta á Alþingi í dag en það gerði hún eftir að Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi fyrirkomulagið harðlega. Diljá vísaði meðal annars til tillögu hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar um að taka „lítil skref til að létta á jafnlaunavottun“. Sagðist hún hafa margsinnis farið yfir það að gögn sem hún hafi „togað úr stjórnvöldum“ sýni svart á hvítu að enginn munur sé á kynbundnum launamun þar sem jafnlaunavottun hefur farið fram annars vegar og þar sem hún hefur ekki farið fram hins vegar. Sjá einnig: „Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Þegar hún steig í pontu sagðist Þorbjörg ekki geta sleppt því að nefna að frumvarpið um jafnlaunavottun hafi verið lagt fram í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns, Sjálfstæðisflokksins. Það hafi verið flaggskip þeirrar ríkisstjórnar og rætt hafi verið mikið um það af stolti og Bjarni hafa stært sig af því á erlendri grundu. „Ég ætla að vera alveg heiðarleg og segja það: Ég deili ekki andúð Sjálfstæðisflokksins á jafnréttismálum. Ég er bara ekki þar,“ sagði Þorbjörg. Hún sagði að aðgerðir sem stuðla að launajafnrétti trufli hana ekki. Umræðuna um jafnlaunavottunina má sjá hér á vef Aþingis. Hún hefst í kringum 1:31:00. Hún sagði flestar þjóðir í kringum Íslands gera kröfur um einhverskonar jafnlaunavottunarkerfi og að kerfið hér á landi hefði borið árangur á undanförnum árum. Atvinnurekendur, stjórnendur og aðrir væru meira meðvitaðir um jafnréttismál og þekking hefði aukist. Hægt væri að draga þá ályktun að vottunin hefði borið árangur. „En, þetta kerfi hefur verið gagnrýnt og ég hef lagt við hlustir, því mér finnst skipta máli að stjórnvöld hlusti eftir gagnrýni og bregðist við henni þegar gagnrýnin er rökstudd.“ Því sagðist Þorbjörg vera að leggja fram drög að frumvarpi sem hefði það markmið að létta á kerfinu. Draga úr kostnaði atvinnulífsins og opinbera geirans. Hún sagðist þó ekki tilbúin til að lýsa því yfir að hætta ætti baráttunni fyrir jafnrétti. Sú barátta væri stöðug. Meðal annars sagðist Þorbjörg vilja að vottunin fari sjaldnar fram og stefnt sé að því að hverfa frá lagaskyldu um jafnlaunavottun í núverandi mynd. Vinnan sé hafin. „Ég er stolt af því að geta sagt: Ég hef heyrt gagnrýnina, ég hef meðtekið hana, ég ætla að bregðast við henni og mun leggja fram frumvarp í samráðsgátt.“ Þá sagðist Þorbjörg vita að Diljá væri áhugakona um að jafnlaunavottun yrði alfarið afnumin en það hefði þá kannski getað gerst í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þá hafi þó engin skref verið stigin í þá átt. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Kjaramál Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Diljá Mist Einarsdóttir lögfræðingur og Alþingismaður segist orðin vön því að vera kölluð nasisti og fasisti og hún sé byrjuð að undirbúa börnin sín undir að sjá umræðu um sig á netinu. 22. apríl 2025 08:48 Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Starfshópur ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri skilaði inn tillögum á dögunum. Meðal þeirra er að finna tillögu um að „létt [verði] á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð“. Í tillögum starfshópsins segir að lög um jafnlaunavottun hafi verið „mikið framfaraskref þegar þau voru sett“, en hins vegar hafi fjölmargar ábendingar borist um að kerfið sé „meira íþyngjandi en tilefni er til“. 18. mars 2025 09:01 Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. 4. mars 2025 15:27 „Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Diljá Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, notaði tækifærið á alþjóðlega jafnlaunadeginum, sem er í dag, til að fara hinum háðulegustu orðum um hina séríslensku jafnlaunavottun. Hún sagði jafnlaunavottunina kostnaðarsama og vitagagnslausa. 18. september 2024 16:47 Vilja leggja jafnlaunavottunina niður Miðflokkurinn, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem gert er ráð fyrir því að jafnlaunavottunin verði lögð niður. 16. nóvember 2023 12:03 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Diljá vísaði meðal annars til tillögu hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar um að taka „lítil skref til að létta á jafnlaunavottun“. Sagðist hún hafa margsinnis farið yfir það að gögn sem hún hafi „togað úr stjórnvöldum“ sýni svart á hvítu að enginn munur sé á kynbundnum launamun þar sem jafnlaunavottun hefur farið fram annars vegar og þar sem hún hefur ekki farið fram hins vegar. Sjá einnig: „Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Þegar hún steig í pontu sagðist Þorbjörg ekki geta sleppt því að nefna að frumvarpið um jafnlaunavottun hafi verið lagt fram í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns, Sjálfstæðisflokksins. Það hafi verið flaggskip þeirrar ríkisstjórnar og rætt hafi verið mikið um það af stolti og Bjarni hafa stært sig af því á erlendri grundu. „Ég ætla að vera alveg heiðarleg og segja það: Ég deili ekki andúð Sjálfstæðisflokksins á jafnréttismálum. Ég er bara ekki þar,“ sagði Þorbjörg. Hún sagði að aðgerðir sem stuðla að launajafnrétti trufli hana ekki. Umræðuna um jafnlaunavottunina má sjá hér á vef Aþingis. Hún hefst í kringum 1:31:00. Hún sagði flestar þjóðir í kringum Íslands gera kröfur um einhverskonar jafnlaunavottunarkerfi og að kerfið hér á landi hefði borið árangur á undanförnum árum. Atvinnurekendur, stjórnendur og aðrir væru meira meðvitaðir um jafnréttismál og þekking hefði aukist. Hægt væri að draga þá ályktun að vottunin hefði borið árangur. „En, þetta kerfi hefur verið gagnrýnt og ég hef lagt við hlustir, því mér finnst skipta máli að stjórnvöld hlusti eftir gagnrýni og bregðist við henni þegar gagnrýnin er rökstudd.“ Því sagðist Þorbjörg vera að leggja fram drög að frumvarpi sem hefði það markmið að létta á kerfinu. Draga úr kostnaði atvinnulífsins og opinbera geirans. Hún sagðist þó ekki tilbúin til að lýsa því yfir að hætta ætti baráttunni fyrir jafnrétti. Sú barátta væri stöðug. Meðal annars sagðist Þorbjörg vilja að vottunin fari sjaldnar fram og stefnt sé að því að hverfa frá lagaskyldu um jafnlaunavottun í núverandi mynd. Vinnan sé hafin. „Ég er stolt af því að geta sagt: Ég hef heyrt gagnrýnina, ég hef meðtekið hana, ég ætla að bregðast við henni og mun leggja fram frumvarp í samráðsgátt.“ Þá sagðist Þorbjörg vita að Diljá væri áhugakona um að jafnlaunavottun yrði alfarið afnumin en það hefði þá kannski getað gerst í tíð síðustu ríkisstjórnar. Þá hafi þó engin skref verið stigin í þá átt.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jafnréttismál Kjaramál Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Diljá Mist Einarsdóttir lögfræðingur og Alþingismaður segist orðin vön því að vera kölluð nasisti og fasisti og hún sé byrjuð að undirbúa börnin sín undir að sjá umræðu um sig á netinu. 22. apríl 2025 08:48 Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Starfshópur ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri skilaði inn tillögum á dögunum. Meðal þeirra er að finna tillögu um að „létt [verði] á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð“. Í tillögum starfshópsins segir að lög um jafnlaunavottun hafi verið „mikið framfaraskref þegar þau voru sett“, en hins vegar hafi fjölmargar ábendingar borist um að kerfið sé „meira íþyngjandi en tilefni er til“. 18. mars 2025 09:01 Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. 4. mars 2025 15:27 „Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Diljá Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, notaði tækifærið á alþjóðlega jafnlaunadeginum, sem er í dag, til að fara hinum háðulegustu orðum um hina séríslensku jafnlaunavottun. Hún sagði jafnlaunavottunina kostnaðarsama og vitagagnslausa. 18. september 2024 16:47 Vilja leggja jafnlaunavottunina niður Miðflokkurinn, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem gert er ráð fyrir því að jafnlaunavottunin verði lögð niður. 16. nóvember 2023 12:03 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Diljá Mist Einarsdóttir lögfræðingur og Alþingismaður segist orðin vön því að vera kölluð nasisti og fasisti og hún sé byrjuð að undirbúa börnin sín undir að sjá umræðu um sig á netinu. 22. apríl 2025 08:48
Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Starfshópur ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri skilaði inn tillögum á dögunum. Meðal þeirra er að finna tillögu um að „létt [verði] á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð“. Í tillögum starfshópsins segir að lög um jafnlaunavottun hafi verið „mikið framfaraskref þegar þau voru sett“, en hins vegar hafi fjölmargar ábendingar borist um að kerfið sé „meira íþyngjandi en tilefni er til“. 18. mars 2025 09:01
Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. 4. mars 2025 15:27
„Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Diljá Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, notaði tækifærið á alþjóðlega jafnlaunadeginum, sem er í dag, til að fara hinum háðulegustu orðum um hina séríslensku jafnlaunavottun. Hún sagði jafnlaunavottunina kostnaðarsama og vitagagnslausa. 18. september 2024 16:47
Vilja leggja jafnlaunavottunina niður Miðflokkurinn, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem gert er ráð fyrir því að jafnlaunavottunin verði lögð niður. 16. nóvember 2023 12:03