Hársbreidd frá hitameti í borginni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. maí 2025 11:57 Rjómablíða og sólstrandarstemning var í Nauthólsvíkinni í gær og einstaklega margt um manninn. Vísir/Lýður Valberg Minnstu munaði að hitamet fyrir maímánuð í Reykjavík hefði verið slegið í blíðviðrinu í gær, nánar tiltekið munaði það aðeins hálfri gráðu. Áfram verður hlýtt, þurrt og tiltölulega bjart í dag og á morgun en það dregur síðan til tíðinda á fimmtudag. Veðrið hefur hreinlega leikið við landsmenn alla síðustu daga með einstakri veðursæld. Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á von á svipuðu veðri í dag. „Áfram víða þurrt og bjart á landinu og hlýtt en það er helst við vesturströndina sem það eru einhverjir þokubakkar á sveimi þar sem skyggni versnar og hiti er lægri þar sem þeir láta á sér kræla.“ Hvernig lítur framhaldið síðan út? „Morgundagurinn er afskaplega svipaður, virðist vera, nema það gæti líka orðið vart við þokubakka við suður- og norðurströndina en veðrið er að mörgu leyti svipað og svo á ég von á því að veðrið verði áfram í rólegt og í svipuðum dúr.“ Það er helst að þokubakkar skyggi á annars sólríkt og stillt veður. Það er ekki fyrr en á fimmtudag sem dregur til tíðinda og landsmenn þurfa að dusta rykið af regnhlífunum. „Þá kemur úrkomusvæði inn á vesturhluta landsins með kærkominni rigningu. Síðan líklegt að það rigni í flestum landshlutum í framhaldinu, það er kannski ágætt eftir þurrkinn.“ Birgir hefur eftir traustum kollega sínum, Trausta Jónssyni, að leita þurfi aftur til ársins 1987 til að finna viðlíka veðurblíðu í maímánuði og verið hefur á landinu nú. Í gær munaði minnstu að met yrði slegið í Reykjavík. „Landshitametið var slegið fyrir maí núna á fimmtudaginn á Egilstöðum. Reykjavíkurmetið var nú ekki langt frá því að falla en það féll ekki. hversu miklu munaði? „Það var nálægt hálfri gráðu sem munaði um.“ Veður Tengdar fréttir Getur víða farið yfir tuttugu stig Hæð yfir landinu stýrir veðrinu í dag og verður áfram hlýtt í veðri. Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt eða hafgolu og víða björtu veðri, en við ströndina eru líkur á þokulofti, einkum sunnan- og vestanlands. 19. maí 2025 07:20 Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veðurfræðingur segir frávik í loftstraumum valda hlýjunni sem hefur verið undanfarna daga. Næstu þrjá daga verður áfram gott veður áður en væta tekur við. Honum þykir líklegt að maímet hafi fallið á þónokkrum stöðum í dag. 18. maí 2025 23:35 Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Það hefur ekki farið framhjá neinum að sól og blíða hefur verið á landinu öllu þessa helgina og hitinn víða yfir tuttugu stig. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur fer yfir veðrið í beinni útsendingu. 18. maí 2025 18:11 Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hæsti hiti í Reykjavík mældist í dag 20,4 stig og vantaði aðeins 0,2 stig til að jafna maí-hitamet frá 14. maí 1960. 18. maí 2025 17:48 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Veðrið hefur hreinlega leikið við landsmenn alla síðustu daga með einstakri veðursæld. Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á von á svipuðu veðri í dag. „Áfram víða þurrt og bjart á landinu og hlýtt en það er helst við vesturströndina sem það eru einhverjir þokubakkar á sveimi þar sem skyggni versnar og hiti er lægri þar sem þeir láta á sér kræla.“ Hvernig lítur framhaldið síðan út? „Morgundagurinn er afskaplega svipaður, virðist vera, nema það gæti líka orðið vart við þokubakka við suður- og norðurströndina en veðrið er að mörgu leyti svipað og svo á ég von á því að veðrið verði áfram í rólegt og í svipuðum dúr.“ Það er helst að þokubakkar skyggi á annars sólríkt og stillt veður. Það er ekki fyrr en á fimmtudag sem dregur til tíðinda og landsmenn þurfa að dusta rykið af regnhlífunum. „Þá kemur úrkomusvæði inn á vesturhluta landsins með kærkominni rigningu. Síðan líklegt að það rigni í flestum landshlutum í framhaldinu, það er kannski ágætt eftir þurrkinn.“ Birgir hefur eftir traustum kollega sínum, Trausta Jónssyni, að leita þurfi aftur til ársins 1987 til að finna viðlíka veðurblíðu í maímánuði og verið hefur á landinu nú. Í gær munaði minnstu að met yrði slegið í Reykjavík. „Landshitametið var slegið fyrir maí núna á fimmtudaginn á Egilstöðum. Reykjavíkurmetið var nú ekki langt frá því að falla en það féll ekki. hversu miklu munaði? „Það var nálægt hálfri gráðu sem munaði um.“
Veður Tengdar fréttir Getur víða farið yfir tuttugu stig Hæð yfir landinu stýrir veðrinu í dag og verður áfram hlýtt í veðri. Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt eða hafgolu og víða björtu veðri, en við ströndina eru líkur á þokulofti, einkum sunnan- og vestanlands. 19. maí 2025 07:20 Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veðurfræðingur segir frávik í loftstraumum valda hlýjunni sem hefur verið undanfarna daga. Næstu þrjá daga verður áfram gott veður áður en væta tekur við. Honum þykir líklegt að maímet hafi fallið á þónokkrum stöðum í dag. 18. maí 2025 23:35 Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Það hefur ekki farið framhjá neinum að sól og blíða hefur verið á landinu öllu þessa helgina og hitinn víða yfir tuttugu stig. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur fer yfir veðrið í beinni útsendingu. 18. maí 2025 18:11 Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hæsti hiti í Reykjavík mældist í dag 20,4 stig og vantaði aðeins 0,2 stig til að jafna maí-hitamet frá 14. maí 1960. 18. maí 2025 17:48 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Getur víða farið yfir tuttugu stig Hæð yfir landinu stýrir veðrinu í dag og verður áfram hlýtt í veðri. Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt eða hafgolu og víða björtu veðri, en við ströndina eru líkur á þokulofti, einkum sunnan- og vestanlands. 19. maí 2025 07:20
Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veðurfræðingur segir frávik í loftstraumum valda hlýjunni sem hefur verið undanfarna daga. Næstu þrjá daga verður áfram gott veður áður en væta tekur við. Honum þykir líklegt að maímet hafi fallið á þónokkrum stöðum í dag. 18. maí 2025 23:35
Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Það hefur ekki farið framhjá neinum að sól og blíða hefur verið á landinu öllu þessa helgina og hitinn víða yfir tuttugu stig. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur fer yfir veðrið í beinni útsendingu. 18. maí 2025 18:11
Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hæsti hiti í Reykjavík mældist í dag 20,4 stig og vantaði aðeins 0,2 stig til að jafna maí-hitamet frá 14. maí 1960. 18. maí 2025 17:48