Fótbolti

Stól kastað í höfuð mark­manns Aber­deen

Smári Jökull Jónsson skrifar
MacKenzi fékk læknisaðstoð á vellinum eftir atvikið.
MacKenzi fékk læknisaðstoð á vellinum eftir atvikið. Vísir/Getty

Ótrúlegt atvik átti sér stað eftir leik Dundee og Aberdeen í skoska boltanum í dag. Áhorfendur æddu inn á völlinn í leikslok og var stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen.

Sex lið í skosku deildinni berjast nú um sæti sem gefa þátttökurétt í Evrópukeppnum á næsta ári. Í dag mættust lið Dundee í Aberdeen í hreinum úrslitaleik um sæti í Sambandsdeildinni og vann Dundee 2-1 sigur í spennandi leik.

Að leik loknum þustu ósáttir stuðningsmenn gestaliðsins inn á völlinn og réðu öryggisverðir ekkert við aðstæðurnar. Mitt í óreiðunni var stól kastað í markvörðinn Jack MacKenzie og fékk hann stólinn í höfuðið. Strax byrjaði að blæða og fékk MacKenzie aðhlynningur inni á vellinum.

Jack MacKenzie liggur hér á jörðinni eftir að hafa fengið hluta af stól í höfuðið.Vísir/Getty

„Þetta á ekki að geta gerst. Þetta er óásættanlegt,“ sagði hinn sænski Jimmy Thelin sem er knattspyrnustjóri Aberdeen.

Sauma þurfti til að loka sárinu á höfði MacKenzie.

„Það sem gerðist í dag er skammarlegt,“ bætti Thelin við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×