Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Jakob Bjarnar skrifar 16. maí 2025 14:40 Þorleifur Jón Hreiðarsson, keilari vígalegur með plastkeilukúlu. Hann segist árum saman hafa mátt sæta einelti af hálfu Keilusambandinu og nú er honum, nýbökuðum Íslandsmeistara öldunga, haldið fyrir utan landsliðið sem er að fara á heimsmeistaramót í október. vísir/anton brink Þorleifur Jón Hreiðarsson keilari er afar ósáttur svo vægt sé til orða tekið. Hann vann nýverið Íslandsmót öldunga í keilu, það er í flokki 50+, en fær ekki sæti í öldungalandsliðinu. Hann segir þetta ekkert minna en skandal. „Einvaldurinn tekur bara vini sína með og þeir eru að fara í djammferð á styrkjum,“ segir Þorleifur sem vill fletta ofan af því sem hann kallar djúpstæða spillingu í keiluheiminum. Nú sé mælirinn endanlega fullur. Segir Þorleif hafa álpast til að vinna úrslitaleikinn Framkvæmda- og íþróttastjóri Keilusambandsins segir þetta hins vegar allt úr lausu lofti gripið: „Það er ekki alveg svoleiðis. Þetta er hans saga,“ segir Þórarinn Már Þorbjörnsson. Hann segist reyndar ekki velja í landsliðin en þegar það sé gert sé horft til þess sem menn eru að gera, æfa og spila með deildarliðum sínum. „Það hefur Þorleifur ekki gert. Hann álpaðist til að vinna þetta mót með frekar lágkúrulegum hætti. Hann var með uppsteit, æsti sig við menn og reif kjaft.“ Þórarinn Már segir framgöngu Þorleifs Jóns hafa verið ögrandi og styrk mótastjórn hefði tekið á málum en það hafi hún ekki gert meðal annars af því að þar voru ættingjar hans. Þorleifur segir á móti það fáránlegt að gengið sé fram hjá sér. Hann hafi reyndar alltaf verið lagður í einelti af ráðandi hópi innan Keilusambandsins, hann hafi verið í afrekshópi Keilusambandsins 2016, enda hann þá langbestur og hafði meðal annars unnið það afrek að spila hinn fullkomna leik, fá 300 stig í leik og með tólf fellum í röð. En þá hafi einnig verið gengið fram hjá honum. Segist lengi hafa mátt sæta einelti í keiluheiminum „Þetta er bara einelti. Ég var langefstur á stigalistanum sem alltaf var farið eftir og þá var einfaldlega sagt: Það er enginn stigalisti lengur.“ Þorleifur segist ekki gallalaus og kannski megi hann heita erfiður. En hann eigi ekki að þurfa að gjalda þess þegar landsliðið sé annars vegar. Hann er reiður, segir þetta aðeins eitt dæmi af mörgum og telur tímabært að fletta ofan af því sem hann kallar spillingu í keiluheiminum. Þorleifur Jón segist ekki vera gallalaus en það sé hins vegar fyrir neðan allar hellur, þau brögð sem menn neyta til að halda honum utan hópsins.vísir/Anton Brink Hann telur sig hafa heimildir fyrir því að Keilusambandið sé að fá framlag frá afrekssjóði ÍSÍ um sem nemur 11 milljónum en það virðist bara fara í skemmtireisu fyrir vini og kunningja. „Auðvitað er ég bitur og sár, ég er búinn að henda tugum milljóna í þetta, æft manna mest allra á Íslandi. Þeir vita ekkert hvernig ég æfi. En ég fór í Íslandsmót öldunga og ég vann, af hverju á ég þá ekki að komast á heimsmeistaramótið?“ Þórarinn Már og Þorleifur léku til úrslita Þórarinn Már telur sig hins vegar hafa svör við því. Og það sé ekki þannig að afrekssjóðurinn sé notaður í öldungana, hann fari bara í unglinga og A-liðið. Þórarinn Már lék úrslitaleikinn við Þorleif og tapaði. Hann er í hópnum og segir að ekki sé bara hægt að líta til úrslita í Íslandsmótinu þegar landsliðið er sett saman.Keilusamband Íslands Þeir sextán sem fara auk þjálfara í október til Reno í Bandaríkjunum þurfi að borga það sjálfir. En valið þurfti að fara fram núna vegna þess að það þurfti að tilkynna liðið og kaupa miða með góðum fyrirvara. „Jájá, ég var valinn í landsliðshópinn,“ segir Þórarinn Már sem sjálfur tapaði úrslitaviðureigninni á móti Þorleifi Jóni. „Ég æfi fjórum til fimm sinnum í viku auk þess að keppa með mínu liði. Mér var bara tilkynnt um það eins og öðrum, hvort ég gæfi kost á mér og þá er valið úr þeim hópi, bara þeim sem eru að æfa og stunda íþróttina.“ Þórarinn Már segir hins vegar Þorleif Jón ekki hafa spilað einn einasta deildarleik og menn verði að stunda íþróttina til að eiga möguleika á sæti í landsliðinu. „Ég óska honum alls hins besta, hann er nýorðinn fimmtugur og hann getur alveg haldið áfram á þessari vegferð, ef hann lagar sig.“ Keila ÍSÍ Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
„Einvaldurinn tekur bara vini sína með og þeir eru að fara í djammferð á styrkjum,“ segir Þorleifur sem vill fletta ofan af því sem hann kallar djúpstæða spillingu í keiluheiminum. Nú sé mælirinn endanlega fullur. Segir Þorleif hafa álpast til að vinna úrslitaleikinn Framkvæmda- og íþróttastjóri Keilusambandsins segir þetta hins vegar allt úr lausu lofti gripið: „Það er ekki alveg svoleiðis. Þetta er hans saga,“ segir Þórarinn Már Þorbjörnsson. Hann segist reyndar ekki velja í landsliðin en þegar það sé gert sé horft til þess sem menn eru að gera, æfa og spila með deildarliðum sínum. „Það hefur Þorleifur ekki gert. Hann álpaðist til að vinna þetta mót með frekar lágkúrulegum hætti. Hann var með uppsteit, æsti sig við menn og reif kjaft.“ Þórarinn Már segir framgöngu Þorleifs Jóns hafa verið ögrandi og styrk mótastjórn hefði tekið á málum en það hafi hún ekki gert meðal annars af því að þar voru ættingjar hans. Þorleifur segir á móti það fáránlegt að gengið sé fram hjá sér. Hann hafi reyndar alltaf verið lagður í einelti af ráðandi hópi innan Keilusambandsins, hann hafi verið í afrekshópi Keilusambandsins 2016, enda hann þá langbestur og hafði meðal annars unnið það afrek að spila hinn fullkomna leik, fá 300 stig í leik og með tólf fellum í röð. En þá hafi einnig verið gengið fram hjá honum. Segist lengi hafa mátt sæta einelti í keiluheiminum „Þetta er bara einelti. Ég var langefstur á stigalistanum sem alltaf var farið eftir og þá var einfaldlega sagt: Það er enginn stigalisti lengur.“ Þorleifur segist ekki gallalaus og kannski megi hann heita erfiður. En hann eigi ekki að þurfa að gjalda þess þegar landsliðið sé annars vegar. Hann er reiður, segir þetta aðeins eitt dæmi af mörgum og telur tímabært að fletta ofan af því sem hann kallar spillingu í keiluheiminum. Þorleifur Jón segist ekki vera gallalaus en það sé hins vegar fyrir neðan allar hellur, þau brögð sem menn neyta til að halda honum utan hópsins.vísir/Anton Brink Hann telur sig hafa heimildir fyrir því að Keilusambandið sé að fá framlag frá afrekssjóði ÍSÍ um sem nemur 11 milljónum en það virðist bara fara í skemmtireisu fyrir vini og kunningja. „Auðvitað er ég bitur og sár, ég er búinn að henda tugum milljóna í þetta, æft manna mest allra á Íslandi. Þeir vita ekkert hvernig ég æfi. En ég fór í Íslandsmót öldunga og ég vann, af hverju á ég þá ekki að komast á heimsmeistaramótið?“ Þórarinn Már og Þorleifur léku til úrslita Þórarinn Már telur sig hins vegar hafa svör við því. Og það sé ekki þannig að afrekssjóðurinn sé notaður í öldungana, hann fari bara í unglinga og A-liðið. Þórarinn Már lék úrslitaleikinn við Þorleif og tapaði. Hann er í hópnum og segir að ekki sé bara hægt að líta til úrslita í Íslandsmótinu þegar landsliðið er sett saman.Keilusamband Íslands Þeir sextán sem fara auk þjálfara í október til Reno í Bandaríkjunum þurfi að borga það sjálfir. En valið þurfti að fara fram núna vegna þess að það þurfti að tilkynna liðið og kaupa miða með góðum fyrirvara. „Jájá, ég var valinn í landsliðshópinn,“ segir Þórarinn Már sem sjálfur tapaði úrslitaviðureigninni á móti Þorleifi Jóni. „Ég æfi fjórum til fimm sinnum í viku auk þess að keppa með mínu liði. Mér var bara tilkynnt um það eins og öðrum, hvort ég gæfi kost á mér og þá er valið úr þeim hópi, bara þeim sem eru að æfa og stunda íþróttina.“ Þórarinn Már segir hins vegar Þorleif Jón ekki hafa spilað einn einasta deildarleik og menn verði að stunda íþróttina til að eiga möguleika á sæti í landsliðinu. „Ég óska honum alls hins besta, hann er nýorðinn fimmtugur og hann getur alveg haldið áfram á þessari vegferð, ef hann lagar sig.“
Keila ÍSÍ Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira