Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. maí 2025 14:10 Aron Einar Gunnarsson er mikilvægur hlekkur í landsliðinu að mati Arnars Gunnlaugssonar, sem segir hættu á að leikmenn séu farnir að hugsa um sumarfrí. vísir / getty Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir Aron Einar Gunnarsson hafa spilað vel meirihluta fyrri leiksins gegn Kósovó, þegar Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. Leikformið muni lagast og mikilvægt sé að hafa leiðtogann Aron í hópnum. Hann fær meðal annars það hlutverk að sýna gott fordæmi, annars gætu leikmenn farið að hugsa um ströndina og sumarfrí. Klippa: Arnar útskýrir valið á Aroni Einari „Ég bý yfir þeim lúxus að geta horft á leikina ansi oft og þegar maður lítur á hans frammistöðu heilsteypt var hann flottur fyrstu 60-70 mínúturnar í fyrri leiknum. Dró aðeins af honum þegar leið á, af því hann er ekki í leikformi“ sagði Arnar um frammistöðu Arons í fyrri leiknum. Aron fékk síðan rautt spjald þegar hann kom inn af varamannabekknum í seinni leiknum. Arnar sagði ljóst að leikformið myndi lagast og Aron væri leikmaður sem hann vildi hafa innan hópsins þegar alvaran hefst í haust, í undankeppni HM. „Ekki bara vegna hans hæfileika á vellinum heldur líka utan vallar. Þetta er tricky gluggi líka [vináttulandsleikirnir sem eru framundan gegn Skotlandi og N-Írlandi], þetta er sumargluggi. Þá mæta menn auðvitað fyrir hönd Íslands og vilja gera sitt besta, en margir eru búnir að eiga langt og strangt tímabil, og kannski aðeins farnir að sjá fyrir sér strandarlífið og þess háttar. Ég vænti mikils af Aroni að sýna gott fordæmi og vera sá leiðtogi sem hann er í þessum glugga“ sagði Arnar einnig. Í spilaranum efst í fréttinni má sjá þegar landsliðsþjálfarinn ræðir hlutverk Arons Einars en blaðamannafundinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir „Þú hefur bara visst mikinn tíma til að ákveða hvenær þú hættir í landsliðinu. Á endanum verður það bara ákveðið fyrir þig,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson þegar hann fór yfir frammistöðu Arons Einars Gunnarssonar gegn Kósovó. Hann hvatti Aron og fleiri af gullkynslóðinni til að hætta sjálfir áður en það yrði of seint. 23. mars 2025 22:16 „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Þetta var ekki gott. Við erum undir í flestum atriðum leiksins og Kósovó gerði bara vel. Þeir áttu skilið sigurinn og unnu þetta einvígi nokkuð sanngjarnt,“ segir Aron Einar Gunnarsson eftir að Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildar í kvöld. 23. mars 2025 19:48 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Klippa: Arnar útskýrir valið á Aroni Einari „Ég bý yfir þeim lúxus að geta horft á leikina ansi oft og þegar maður lítur á hans frammistöðu heilsteypt var hann flottur fyrstu 60-70 mínúturnar í fyrri leiknum. Dró aðeins af honum þegar leið á, af því hann er ekki í leikformi“ sagði Arnar um frammistöðu Arons í fyrri leiknum. Aron fékk síðan rautt spjald þegar hann kom inn af varamannabekknum í seinni leiknum. Arnar sagði ljóst að leikformið myndi lagast og Aron væri leikmaður sem hann vildi hafa innan hópsins þegar alvaran hefst í haust, í undankeppni HM. „Ekki bara vegna hans hæfileika á vellinum heldur líka utan vallar. Þetta er tricky gluggi líka [vináttulandsleikirnir sem eru framundan gegn Skotlandi og N-Írlandi], þetta er sumargluggi. Þá mæta menn auðvitað fyrir hönd Íslands og vilja gera sitt besta, en margir eru búnir að eiga langt og strangt tímabil, og kannski aðeins farnir að sjá fyrir sér strandarlífið og þess háttar. Ég vænti mikils af Aroni að sýna gott fordæmi og vera sá leiðtogi sem hann er í þessum glugga“ sagði Arnar einnig. Í spilaranum efst í fréttinni má sjá þegar landsliðsþjálfarinn ræðir hlutverk Arons Einars en blaðamannafundinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir „Þú hefur bara visst mikinn tíma til að ákveða hvenær þú hættir í landsliðinu. Á endanum verður það bara ákveðið fyrir þig,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson þegar hann fór yfir frammistöðu Arons Einars Gunnarssonar gegn Kósovó. Hann hvatti Aron og fleiri af gullkynslóðinni til að hætta sjálfir áður en það yrði of seint. 23. mars 2025 22:16 „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Þetta var ekki gott. Við erum undir í flestum atriðum leiksins og Kósovó gerði bara vel. Þeir áttu skilið sigurinn og unnu þetta einvígi nokkuð sanngjarnt,“ segir Aron Einar Gunnarsson eftir að Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildar í kvöld. 23. mars 2025 19:48 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir „Þú hefur bara visst mikinn tíma til að ákveða hvenær þú hættir í landsliðinu. Á endanum verður það bara ákveðið fyrir þig,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson þegar hann fór yfir frammistöðu Arons Einars Gunnarssonar gegn Kósovó. Hann hvatti Aron og fleiri af gullkynslóðinni til að hætta sjálfir áður en það yrði of seint. 23. mars 2025 22:16
„Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Þetta var ekki gott. Við erum undir í flestum atriðum leiksins og Kósovó gerði bara vel. Þeir áttu skilið sigurinn og unnu þetta einvígi nokkuð sanngjarnt,“ segir Aron Einar Gunnarsson eftir að Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildar í kvöld. 23. mars 2025 19:48