Lífið

Þessi tíu lög komust í úr­slit

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hin færeyska Sissal kom Danmörku í úrslit í fyrsta sinn síðan árið 2019.
Hin færeyska Sissal kom Danmörku í úrslit í fyrsta sinn síðan árið 2019. Getty/Harold Cunningham

Seinna undankvöld Eurovision fór fram í Basel í kvöld. Sextán atriði stigu  á svið og kepptust um tíu laus sæti á úrslitakvöldinu á laugardaginn. Veðbankar voru ekki vissir hvaða atriði kæmust áfram og niðurstaðan olli ekki vonbrigðum hjá hinum hlutlausu. 

Líkt og alþjóð veit komust Væb-strákarnir áfram í úrslitin á þriðjudaginn og verða með á laugardaginn þegar lokakvöldið fer fram.

Í kvöld bættust tíu lög við úrslitin. Þetta eru: 

  • Austurríki
  • Ísrael
  • Finnland
  • Litáen
  • Malta
  • Lúxemborg
  • Grikkland
  • Danmörk
  • Lettland
  • Armenía

Þau sem duttu úr leik voru:

  • Ástralía
  • Tékkland
  • Serbía
  • Írland
  • Georgía
  • Svartfjallaland

Fylgst var með gangi mála allt kvöldið í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki, endilega endurhlaðið síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×