Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Árni Sæberg skrifar 15. maí 2025 17:02 Frá fyrri Miðbæjarreið Landssamband hestamannafélaga. Hildur hefur lagt til að slíkir viðburðir geti farið fram án þess að borgin innheimti afnotaleyfisgjöld. Vísir Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur lagt til að gjaldtaka vegna minni háttar viðburða verði lögð af og gjaldtaka vegna meiri háttar viðburða verði helmingað. Borgin sjái reglulega á eftir viðburðum vegna gjaldtöku. Í morgun var greint frá því að Landssamband hestamannafélaga hefði ákveðið að láta ekki bjóða sér rukkun borgarinnar upp á 477,5 þúsund krónur í aðstöðugjald vegna Miðbæjarreiðarinnar svokölluðu. Að óbreyttu verði ekkert af reiðinni. „Við sjáum mörg dæmi þess að viðburðir séu færðir til annarra sveitarfélaga eða rótgrónum viðburðum aflýst vegna gjaldtöku borgarinnar. Nýjasta dæmið er auðvitað miðbæjarreið Landsambands hestamanna sem nú hefur verið aflýst af þessum sökum. Þetta er verulega óæskileg þróun,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, í samtali við Vísi. Tillögunni vísað til umhverfis- og skipulagssviðs Hildur lagði í dag fram svohljóðandi tillögu á fundi borgarráðs: „Borgarráð samþykkir að gera eftirfarandi breytingar á gjaldskrá Reykjavíkurborgar vegna afnotaleyfa, þar sem gjald vegna afnotaleyfa fyrir minniháttar aðstöðusköpun og verulega aðstöðusköpun verður fellt niður. Gjald vegna meiriháttar aðstöðusköpunar verði helmingað. Breytt gjaldskrá taki gildi eigi síðar en 1. júní 2025. Mikilvægt er að höfuðborgin leggi ekki stein í götu þeirra sem hafa hug á því að sinna viðburðahaldi í borginni en dæmi eru um að viðburðir, bæði nýir og rótgrónir, hafi verið felldir niður eða færðir til annarra sveitarfélaga vegna óhóflegrar gjaldtöku borgarinnar.“ Í greinargerð með tillögunni fylgir taflan hér að neðan, sem sýnir breytingarnar sem lagðar eru til. Í fundargerð fundar borgarráðs segir að tillögunni hafi verið vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. Ætti að vera keppikefli að taka vel á móti þeim sem vilja lífga upp á borgina Hildur segir að það ætti að vera borginni keppikefli að taka vel á móti þeim sem vilja lífga upp á hversdaginn og skapa ánægjulega upplifun fyrir fólkið í borginni. „Ég hef því lagt til við borgarráð að gjaldtöku verði hætt af viðburðum sem skilgreindir eru verulegir eða minniháttar og að gjald vegna meiriháttar viðburða verði helmingað. Höfuðborgin á að vera aðlaðandi staður fyrir viðburðahald og hvers kyns íþyngjandi gjaldtaka og regluverk dregur auðvitað úr möguleikum á því að hér sé hægt að skapa lifandi borg með blómlegu mannlífi og menningarlífi.“ Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Hestar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Landssamband hestamannafélaga hefði ákveðið að láta ekki bjóða sér rukkun borgarinnar upp á 477,5 þúsund krónur í aðstöðugjald vegna Miðbæjarreiðarinnar svokölluðu. Að óbreyttu verði ekkert af reiðinni. „Við sjáum mörg dæmi þess að viðburðir séu færðir til annarra sveitarfélaga eða rótgrónum viðburðum aflýst vegna gjaldtöku borgarinnar. Nýjasta dæmið er auðvitað miðbæjarreið Landsambands hestamanna sem nú hefur verið aflýst af þessum sökum. Þetta er verulega óæskileg þróun,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, í samtali við Vísi. Tillögunni vísað til umhverfis- og skipulagssviðs Hildur lagði í dag fram svohljóðandi tillögu á fundi borgarráðs: „Borgarráð samþykkir að gera eftirfarandi breytingar á gjaldskrá Reykjavíkurborgar vegna afnotaleyfa, þar sem gjald vegna afnotaleyfa fyrir minniháttar aðstöðusköpun og verulega aðstöðusköpun verður fellt niður. Gjald vegna meiriháttar aðstöðusköpunar verði helmingað. Breytt gjaldskrá taki gildi eigi síðar en 1. júní 2025. Mikilvægt er að höfuðborgin leggi ekki stein í götu þeirra sem hafa hug á því að sinna viðburðahaldi í borginni en dæmi eru um að viðburðir, bæði nýir og rótgrónir, hafi verið felldir niður eða færðir til annarra sveitarfélaga vegna óhóflegrar gjaldtöku borgarinnar.“ Í greinargerð með tillögunni fylgir taflan hér að neðan, sem sýnir breytingarnar sem lagðar eru til. Í fundargerð fundar borgarráðs segir að tillögunni hafi verið vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. Ætti að vera keppikefli að taka vel á móti þeim sem vilja lífga upp á borgina Hildur segir að það ætti að vera borginni keppikefli að taka vel á móti þeim sem vilja lífga upp á hversdaginn og skapa ánægjulega upplifun fyrir fólkið í borginni. „Ég hef því lagt til við borgarráð að gjaldtöku verði hætt af viðburðum sem skilgreindir eru verulegir eða minniháttar og að gjald vegna meiriháttar viðburða verði helmingað. Höfuðborgin á að vera aðlaðandi staður fyrir viðburðahald og hvers kyns íþyngjandi gjaldtaka og regluverk dregur auðvitað úr möguleikum á því að hér sé hægt að skapa lifandi borg með blómlegu mannlífi og menningarlífi.“
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Hestar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira