Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. maí 2025 20:03 Mikil ánægja er með stuttmyndaverkefnið í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Lykilinn“ var þema á bíódögum nemenda í níunda og tíunda bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi þegar þau spreyttu sig á kvikmyndagerð og veittu sín eigin óskarsverðlaun á uppskeruhátíð, sem fór fram í Bíóhúsinu á Selfossi. Það var góð stemming hjá nemendum skólans þegar uppskeruhátíð bíódaga fór fram nýlega en bíódagar er þróunarverkefni, sem byrjaði í skólanum 2018 og er hluti af Kviku, sem er námsgrein, sem stuðlar að lykil hæfni nemenda. Um stuttmyndasamkeppni er að ræða þar sem „Lykilinn“ var þemað í ár. „Svo eru þau alveg sjálfstæð og bera bara alveg ábyrgð á sér í heila viku eða þangað til að myndin er tilbúin og þau gera allt sjálf, sem tengist myndinni,“ segir Unnur Björk Hjartardóttir, umsjónarkennari í 9. bekk. „Í þessu verkefni eru þau í rauninni að sýna allt það, sem þau eru búin að læra í Kviku. Þetta er áttunda árið og við erum svo sælar með þetta, þetta er búið að ganga alveg rosalega vel. Krakkarnir eru svo skapandi, þau eru að vinna vel saman og það eru ólíkustu hópar á blandast saman,“ bætir Guðríður Svava Óskarsdóttir, umsjónarkennari í 10. bekk við. Unnur Björk (t.h.) og Guðríður Svava, sem eru umsjónarkennarar í Sunnulækjarskóla eru hér með Marinó Geir Lilliendahl, sem á og rekur Bíóhúsið á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur segja Bíódaga skólans mjög, mjög skemmtilega enda einn af hápunktum skólastarfsins á vorin í 9. og 10.bekk. „Óskarsverðlaun“ eru veitt fyrir bestu myndina og allskonar önnur verðlaun, sem vekja allt mikla lukku hjá nemendum. „Þetta gekk allt mjög vel og var mjög skemmtilegt og það er ótrúlegt hvað þetta verkefni í skólanum hefur stækkað mikið. Sumir tóku sína stuttmynd upp á símann sinn en aðrir voru með alvöru vélar. Svo klipptum við og hljóðsettum“, segja þau Hlynur Helgi, Agnes Ísabella, Freydís Erla og Stefán Karl, sem eru öll nemendur í 10. bekk skólans. Selfossi. Fjórir af nemendunum, sem tóku þátt í stuttmyndaverkefni Sunnulækjarskóla eða þau frá vinstri, Hlynur Helgi, Agnes Ísabella, Freydís Erla og Stefán Kár. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Óskarsverðlaunabikar“ stuttmyndakeppninnar, sem veittur er á hverju ári fyrir bestu stuttmyndina í skólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira
Það var góð stemming hjá nemendum skólans þegar uppskeruhátíð bíódaga fór fram nýlega en bíódagar er þróunarverkefni, sem byrjaði í skólanum 2018 og er hluti af Kviku, sem er námsgrein, sem stuðlar að lykil hæfni nemenda. Um stuttmyndasamkeppni er að ræða þar sem „Lykilinn“ var þemað í ár. „Svo eru þau alveg sjálfstæð og bera bara alveg ábyrgð á sér í heila viku eða þangað til að myndin er tilbúin og þau gera allt sjálf, sem tengist myndinni,“ segir Unnur Björk Hjartardóttir, umsjónarkennari í 9. bekk. „Í þessu verkefni eru þau í rauninni að sýna allt það, sem þau eru búin að læra í Kviku. Þetta er áttunda árið og við erum svo sælar með þetta, þetta er búið að ganga alveg rosalega vel. Krakkarnir eru svo skapandi, þau eru að vinna vel saman og það eru ólíkustu hópar á blandast saman,“ bætir Guðríður Svava Óskarsdóttir, umsjónarkennari í 10. bekk við. Unnur Björk (t.h.) og Guðríður Svava, sem eru umsjónarkennarar í Sunnulækjarskóla eru hér með Marinó Geir Lilliendahl, sem á og rekur Bíóhúsið á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendur segja Bíódaga skólans mjög, mjög skemmtilega enda einn af hápunktum skólastarfsins á vorin í 9. og 10.bekk. „Óskarsverðlaun“ eru veitt fyrir bestu myndina og allskonar önnur verðlaun, sem vekja allt mikla lukku hjá nemendum. „Þetta gekk allt mjög vel og var mjög skemmtilegt og það er ótrúlegt hvað þetta verkefni í skólanum hefur stækkað mikið. Sumir tóku sína stuttmynd upp á símann sinn en aðrir voru með alvöru vélar. Svo klipptum við og hljóðsettum“, segja þau Hlynur Helgi, Agnes Ísabella, Freydís Erla og Stefán Karl, sem eru öll nemendur í 10. bekk skólans. Selfossi. Fjórir af nemendunum, sem tóku þátt í stuttmyndaverkefni Sunnulækjarskóla eða þau frá vinstri, Hlynur Helgi, Agnes Ísabella, Freydís Erla og Stefán Kár. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Óskarsverðlaunabikar“ stuttmyndakeppninnar, sem veittur er á hverju ári fyrir bestu stuttmyndina í skólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Sjá meira