Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar 14. maí 2025 16:02 Við lifum á breyttum tímum. Í dag er húsnæðisskortur, það er orkuskortur og stefnir í jarðefna- og auðlindaskort. Það þarf meiri tækni og vísindi, það þarf að nýta alla þessa grænu orku, helst í gær. Það þarf að kolefnishlutleysa, flokka úrgang og hreinsa veitukerfin, bæta við akreinum, göngum, brúm, flugvöllum, athafnasvæðum, iðnaði. Það þarf að ryðja meira land, rannsaka hafauðlindir, fara út i geim. Aðalatriðið er að gefa í en ekki hægja á. En hvað kostar það og höfum við efni á því? Og fyrir hvern og hvert er ferðinni heitið? Er það til að lifa á eða af jörðinni? Til að lifa með náttúru okkar í jafnvægi, sem þýðir minni neyslu og nægjusemi. Eða einfaldlega til að gefa enn meira í? Staðan í dag Á heimsvísu er 95% af landmassa jarðarinnar undir áhrifum mannskepnunnar. Verulega breyttur landmassi er þar 75%, þar af 85% votlendi. Á jörðinni eru jafnframt 160.000 dýrategundir í hættu. Langstærsta hlutfall orkunotkunar fer í hið byggða umhverfi. Lífsnauðsynjar, eins og byggingarefni (húsaskjól), matvæli, vatn og samfélags- og heilbrigðisþjónusta, verða sífellt kostnaðarsamari. Ofan á það flæða um 10.000.000 nýrra manngerða efna á markaðinn á ári hverju, og hvorki eru innviðir né pláss til að taka við öllu þessu rusli og úrgangi, né veita menguninni frá lífkerfum. Á Íslandi eru í dag 10.000 tómar íbúðir (heimild), við eigum heimsmet í raforkunotkun, vistspor okkar Íslendinga er fjórum sinnum hærra en meðalvistspor jarðarbúa, og ef allir lifðu eins og Íslendingar þyrfti sjö jarðir. Öll umskipti og binding kosta gríðarlega fjármuni og ágang á aðrar auðlindir. Á sama tíma er jörðin og heilbrigði okkar allra einfaldlega að kikna undan álagi... Hvað með? Hvað með að takmarka umsvif byggingarframkvæmda, skilgreina húsnæði sem auðlind og mannréttindi og banna sem fjárfestingarkost, og aðstoða frekar öll að hafa efni og aðgang að heilnæmu og öruggu húsaskjóli? Hvað með að setja skorður á starfsemi bankanna og lækka frekar vexti á íbúðalánum? Hvað með að minnka frekar raforkunotkun í húsnæði með því að læra að umgangast þessa auðlind af sparneytni? Hvað með að stýra betur orkunni, og innheimta raunverð og viðeigandi álag? Hvað með að banna einnota umbúðir, vörur og plast og umbuna þeim sem endurnýta? Hvað með að hafa eftirlit og stjórn með efnaframleiðslu og banna efnanotkun á heimilum, og takmarka hana í landbúnaði og umhverfinu? Hvað með að iðka frekar hæglæti, nægjusemi og takmarka neyslu? Hvað með að hægja frekar á og þurfa ekki að þeysast út um allt? Að láta segja okkur að við þurfum meira og meira eru ekki endilega öll sannindin. Áður en við hlustum á einhvern segja okkur að það sé skortur, þarf að taka til greina hver er að segja okkur það. Að bæta sífellt á og reyna að finna lausnir til að halda áfram viðteknum hætti, lætur okkur missa sjónar af rótinni. Hver græðir á lausnunum og hver kemur til með að græða ef við hægjum á? Það er spurningin. Höfundur er lögfræðingur og umhverfissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Við lifum á breyttum tímum. Í dag er húsnæðisskortur, það er orkuskortur og stefnir í jarðefna- og auðlindaskort. Það þarf meiri tækni og vísindi, það þarf að nýta alla þessa grænu orku, helst í gær. Það þarf að kolefnishlutleysa, flokka úrgang og hreinsa veitukerfin, bæta við akreinum, göngum, brúm, flugvöllum, athafnasvæðum, iðnaði. Það þarf að ryðja meira land, rannsaka hafauðlindir, fara út i geim. Aðalatriðið er að gefa í en ekki hægja á. En hvað kostar það og höfum við efni á því? Og fyrir hvern og hvert er ferðinni heitið? Er það til að lifa á eða af jörðinni? Til að lifa með náttúru okkar í jafnvægi, sem þýðir minni neyslu og nægjusemi. Eða einfaldlega til að gefa enn meira í? Staðan í dag Á heimsvísu er 95% af landmassa jarðarinnar undir áhrifum mannskepnunnar. Verulega breyttur landmassi er þar 75%, þar af 85% votlendi. Á jörðinni eru jafnframt 160.000 dýrategundir í hættu. Langstærsta hlutfall orkunotkunar fer í hið byggða umhverfi. Lífsnauðsynjar, eins og byggingarefni (húsaskjól), matvæli, vatn og samfélags- og heilbrigðisþjónusta, verða sífellt kostnaðarsamari. Ofan á það flæða um 10.000.000 nýrra manngerða efna á markaðinn á ári hverju, og hvorki eru innviðir né pláss til að taka við öllu þessu rusli og úrgangi, né veita menguninni frá lífkerfum. Á Íslandi eru í dag 10.000 tómar íbúðir (heimild), við eigum heimsmet í raforkunotkun, vistspor okkar Íslendinga er fjórum sinnum hærra en meðalvistspor jarðarbúa, og ef allir lifðu eins og Íslendingar þyrfti sjö jarðir. Öll umskipti og binding kosta gríðarlega fjármuni og ágang á aðrar auðlindir. Á sama tíma er jörðin og heilbrigði okkar allra einfaldlega að kikna undan álagi... Hvað með? Hvað með að takmarka umsvif byggingarframkvæmda, skilgreina húsnæði sem auðlind og mannréttindi og banna sem fjárfestingarkost, og aðstoða frekar öll að hafa efni og aðgang að heilnæmu og öruggu húsaskjóli? Hvað með að setja skorður á starfsemi bankanna og lækka frekar vexti á íbúðalánum? Hvað með að minnka frekar raforkunotkun í húsnæði með því að læra að umgangast þessa auðlind af sparneytni? Hvað með að stýra betur orkunni, og innheimta raunverð og viðeigandi álag? Hvað með að banna einnota umbúðir, vörur og plast og umbuna þeim sem endurnýta? Hvað með að hafa eftirlit og stjórn með efnaframleiðslu og banna efnanotkun á heimilum, og takmarka hana í landbúnaði og umhverfinu? Hvað með að iðka frekar hæglæti, nægjusemi og takmarka neyslu? Hvað með að hægja frekar á og þurfa ekki að þeysast út um allt? Að láta segja okkur að við þurfum meira og meira eru ekki endilega öll sannindin. Áður en við hlustum á einhvern segja okkur að það sé skortur, þarf að taka til greina hver er að segja okkur það. Að bæta sífellt á og reyna að finna lausnir til að halda áfram viðteknum hætti, lætur okkur missa sjónar af rótinni. Hver græðir á lausnunum og hver kemur til með að græða ef við hægjum á? Það er spurningin. Höfundur er lögfræðingur og umhverfissinni.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun