Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Jón Þór Stefánsson skrifar 13. maí 2025 12:14 Nú mega foreldrar skíra börn sín Dania eða Deimos, en ekki Hel og Bölmóður. Getty Mannanafnanefnd hefur birt tólf nýja úrskurði á vef sínum. Að þessu sinni samþykkir nefndin tíu ný nöfn en hafnar tveimur. Nefndin samþykkir eru kvenmannsnöfnin Beth, Einsa, Árey, Gúníta, Dawn, Ljósynja, Haukrún, og Dania. Þá samþykkir hún karlmannsnafnið Deimos og kynhlutlausanafnið Frey. Deimos er smærra af tveimur tunglum Mars. Í grískri goðafræði er Deimos holdgervingur óttans, sonur ástargyðjunnar Afródítu og stríðsguðsins Aresar. Nöfnin sem nefndin fellst ekki á eru Hel og Bölmóður. Það er í þriðja skipti sem nefndin hafnar Hel, en það gerðist líka árið 2017 og 2021. Í úrskurði nefndarinnar er vísað til þessara fyrri úrskurða, en í þeim sagði að orðið hel hefði neikvæða merkingu. Þá er bent á í fyrri úrskurðum að nafnið sé tekið sem dæmi um nafn sem geti orðið nafnbera til ama í greinargerð með lögum um mannanöfn Samkvæmt Íslenskri orðabók merki sérnafnið Hel „gyðja dauðaríkisins“ í norrænni goðafræði og samnafnið hel „ríki dauðra, bani, dauði“. „Þess vegna er ljóst að nafnið Hel hefur neikvæða og niðrandi merkingu í málvitund almennings og getur orðið nafnbera til ama,“ segir í úrskurðinum frá 2021. Bölmóður reynir á sama skilyrði og Hel, um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama. Í úrskurði nefndarinnar er bent á að böl merki „óhamingja eða ólán“. Þá merki nafnorðið bölmóður „hugarástand svartsýni og vonleysi“. „Nefndin telur að nafnið Bölmóður hafi mjög neikvæða merkingu,“ segir í úrskurðinum. Mannanöfn Íslensk tunga Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Nefndin samþykkir eru kvenmannsnöfnin Beth, Einsa, Árey, Gúníta, Dawn, Ljósynja, Haukrún, og Dania. Þá samþykkir hún karlmannsnafnið Deimos og kynhlutlausanafnið Frey. Deimos er smærra af tveimur tunglum Mars. Í grískri goðafræði er Deimos holdgervingur óttans, sonur ástargyðjunnar Afródítu og stríðsguðsins Aresar. Nöfnin sem nefndin fellst ekki á eru Hel og Bölmóður. Það er í þriðja skipti sem nefndin hafnar Hel, en það gerðist líka árið 2017 og 2021. Í úrskurði nefndarinnar er vísað til þessara fyrri úrskurða, en í þeim sagði að orðið hel hefði neikvæða merkingu. Þá er bent á í fyrri úrskurðum að nafnið sé tekið sem dæmi um nafn sem geti orðið nafnbera til ama í greinargerð með lögum um mannanöfn Samkvæmt Íslenskri orðabók merki sérnafnið Hel „gyðja dauðaríkisins“ í norrænni goðafræði og samnafnið hel „ríki dauðra, bani, dauði“. „Þess vegna er ljóst að nafnið Hel hefur neikvæða og niðrandi merkingu í málvitund almennings og getur orðið nafnbera til ama,“ segir í úrskurðinum frá 2021. Bölmóður reynir á sama skilyrði og Hel, um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama. Í úrskurði nefndarinnar er bent á að böl merki „óhamingja eða ólán“. Þá merki nafnorðið bölmóður „hugarástand svartsýni og vonleysi“. „Nefndin telur að nafnið Bölmóður hafi mjög neikvæða merkingu,“ segir í úrskurðinum.
Mannanöfn Íslensk tunga Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira