Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 08:32 Íslenskt handboltaáhugafólk þekkir Rasmus Lauge vel eftir framgöngu hans með hinu sigursæla landsliði Dana. Hann glímir nú ásamt fjölskyldu sinni við risavaxið verkefni utan vallar. EPA-EFE/Tibor Illyes Danska handboltastjarnan Rasmus Lauge hefur verið í hléi frá handbolta síðustu þrjá mánuði. Nú hafa þau Sabrina Jepsen, kona hans, greint frá ástæðunni en dóttir þeirra fæddist löngu fyrir settan dag og er enn á sjúkrahúsi. Bjerringbro-Silkeborg, félagslið Lauge sem Guðmundur Bragi Ástþórsson leikur einnig með, tilkynnti í mars að Lauge yrði frá keppni í ótilgreindan tíma af fjölskylduástæðum. Lauge og Jepsen hafa nú sjálf deilt ástæðunni á samfélagsmiðlum en þau áttu von á sínu þriðja barni í júní í sumar. Þau skrifuðu á Instagram: „Seint um kvöld í febrúar urðum við foreldrar í þriðja sinn, þegar Anna litla kom í heiminn. Það gerðist með mjög óvæntum og dramatískum hætti, og allt, allt of snemma! Þetta hafa verið langir mánuðir af endalausum áhyggjum, svo miklum ótta, svefnlausum nóttum og fjölda tára! Það er enn langt í það að við yfirgefum nýburagjörgæsluna en hvern dag erum við skrefi nær því að fara heim. Hún berst og við berjumst með henni.“ View this post on Instagram A post shared by Sabrina Jepsen (@sabrina_jepsen) Með færslunni fylgdi mynd af dótturinni ungu. Fyrir eiga Lauge og Jepsen saman einn son og eina dóttur. Lauge, sem er 33 ára, er þrautreyndur landsliðsmaður og varð Ólympíumeistari með Dönum í fyrra og heimsmeistari í þriðja sinn í janúar síðastliðnum, auk þess að hafa orðið Evrópumeistari árið 2012. Án hans hefur Bjerringbro-Silkeborg ekki gengið vel að undanförnu og er liðið án sigurs í fyrstu þremur leikjunum í sínum riðli í úrslitakeppninni í Danmörku. Danski handboltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Bjerringbro-Silkeborg, félagslið Lauge sem Guðmundur Bragi Ástþórsson leikur einnig með, tilkynnti í mars að Lauge yrði frá keppni í ótilgreindan tíma af fjölskylduástæðum. Lauge og Jepsen hafa nú sjálf deilt ástæðunni á samfélagsmiðlum en þau áttu von á sínu þriðja barni í júní í sumar. Þau skrifuðu á Instagram: „Seint um kvöld í febrúar urðum við foreldrar í þriðja sinn, þegar Anna litla kom í heiminn. Það gerðist með mjög óvæntum og dramatískum hætti, og allt, allt of snemma! Þetta hafa verið langir mánuðir af endalausum áhyggjum, svo miklum ótta, svefnlausum nóttum og fjölda tára! Það er enn langt í það að við yfirgefum nýburagjörgæsluna en hvern dag erum við skrefi nær því að fara heim. Hún berst og við berjumst með henni.“ View this post on Instagram A post shared by Sabrina Jepsen (@sabrina_jepsen) Með færslunni fylgdi mynd af dótturinni ungu. Fyrir eiga Lauge og Jepsen saman einn son og eina dóttur. Lauge, sem er 33 ára, er þrautreyndur landsliðsmaður og varð Ólympíumeistari með Dönum í fyrra og heimsmeistari í þriðja sinn í janúar síðastliðnum, auk þess að hafa orðið Evrópumeistari árið 2012. Án hans hefur Bjerringbro-Silkeborg ekki gengið vel að undanförnu og er liðið án sigurs í fyrstu þremur leikjunum í sínum riðli í úrslitakeppninni í Danmörku.
Danski handboltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira