Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. maí 2025 20:18 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir ríkið munu hlíta niðurstöðum óbyggðanefndar. Vísir/Anton Brink Fjármálaráðherra segist ekki geta lýst því hvers vegna ríkið gerði kröfu um að Heimaklettur og hlíðar Herjólfsdals, ásamt úteyjum og skerjum við Heimaey, yrðu þjóðlendur. Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar, spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvenær stæði til að útkljá deilur ríkis og Vestmannaeyjabæjar um eignarétt á úteyjum og skerjum við Heimaey. Eins og fjallað var um á sínum tíma gerði ríkið kröfu um að eyjar, sker og jafnvel hlutar af Heimaey sjálfri yrðu þjóðlendur. Saga og lifandi samtíð Eyjamanna Í nýrri afstöðu óbyggðanefndar kemur það fram að hluti krafna ríkisins um að eyjar og sker við landið séu þjóðlendur eigi ekki við rök að styðjast. Halla segir ljóst að nefndin líti svo á að eyjar og sker við strendur landsins tilheyri þeirri jörð sem næst þeim er. Upphaflega krafðist ríkið þess að Heimaklettur og hlíðar Herjólfsdals yrðu þjóðlendur ásamt hrauninu sem rann í gosinu. Krafan var svo endurskoðuð á tíma Sigurðar Inga Jóhannssonar í fjármálaráðuneytinu. „Úteyjarnar sem hér um ræðir voru öldum saman matarkista Eyjamanna sem sækja þangað enn þann dag í dag. Úteyjarnar eru því bæði saga og lifandi samtíð heimafólks og órjúfanlegur hluti Vestmannaeyja þar sem hjarta þeirra sannarlega slær eins og segir í þjóðhátíðarlaginu. Ég spyr því hæstvirtan ráðherra: Hvenær er ætlað að útkljá málið nú þegar engin fyrirstaða er fyrir því þar sem óvissunni er eytt með nýlegri afstöðu óbyggðanefndar?“ spurði Halla. Ríkið hverfi frá kröfum sínum Fjármálaráðherra sagði það liggja fyrir að óbyggðanefnd hefði tekið afstöðu í málinu og að ríkið myndi hlíta þeim niðurstöðum. „Ég er ekki í góðri aðstöðu til þess að lýsa því hvers vegna farið var fram með þeim hætti sem háttvirtur þingmaður lýsti hér áðan þar sem ríkið taldi sig eiga rétt á eignum sem hún listaði upp og eru Vestmannaeyingum án efa mjög mikilvægar og hluti af þeirra sjálfsímynd og daglegu náttúruupplifun. Þær kröfur voru endurskoðaðar eins og háttvirtur þingmaður vék að. Nú hefur óbyggðanefnd tekið afstöðu sem ég get sagt að gangi enn lengra í þá átt að ekki sé innstæða fyrir þessum kröfum sem ríkið lagði fram og því verður auðvitað að hlíta,“ sagði hann. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarða- og lóðamál Vestmannaeyjar Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir umfjöllun um dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar, spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvenær stæði til að útkljá deilur ríkis og Vestmannaeyjabæjar um eignarétt á úteyjum og skerjum við Heimaey. Eins og fjallað var um á sínum tíma gerði ríkið kröfu um að eyjar, sker og jafnvel hlutar af Heimaey sjálfri yrðu þjóðlendur. Saga og lifandi samtíð Eyjamanna Í nýrri afstöðu óbyggðanefndar kemur það fram að hluti krafna ríkisins um að eyjar og sker við landið séu þjóðlendur eigi ekki við rök að styðjast. Halla segir ljóst að nefndin líti svo á að eyjar og sker við strendur landsins tilheyri þeirri jörð sem næst þeim er. Upphaflega krafðist ríkið þess að Heimaklettur og hlíðar Herjólfsdals yrðu þjóðlendur ásamt hrauninu sem rann í gosinu. Krafan var svo endurskoðuð á tíma Sigurðar Inga Jóhannssonar í fjármálaráðuneytinu. „Úteyjarnar sem hér um ræðir voru öldum saman matarkista Eyjamanna sem sækja þangað enn þann dag í dag. Úteyjarnar eru því bæði saga og lifandi samtíð heimafólks og órjúfanlegur hluti Vestmannaeyja þar sem hjarta þeirra sannarlega slær eins og segir í þjóðhátíðarlaginu. Ég spyr því hæstvirtan ráðherra: Hvenær er ætlað að útkljá málið nú þegar engin fyrirstaða er fyrir því þar sem óvissunni er eytt með nýlegri afstöðu óbyggðanefndar?“ spurði Halla. Ríkið hverfi frá kröfum sínum Fjármálaráðherra sagði það liggja fyrir að óbyggðanefnd hefði tekið afstöðu í málinu og að ríkið myndi hlíta þeim niðurstöðum. „Ég er ekki í góðri aðstöðu til þess að lýsa því hvers vegna farið var fram með þeim hætti sem háttvirtur þingmaður lýsti hér áðan þar sem ríkið taldi sig eiga rétt á eignum sem hún listaði upp og eru Vestmannaeyingum án efa mjög mikilvægar og hluti af þeirra sjálfsímynd og daglegu náttúruupplifun. Þær kröfur voru endurskoðaðar eins og háttvirtur þingmaður vék að. Nú hefur óbyggðanefnd tekið afstöðu sem ég get sagt að gangi enn lengra í þá átt að ekki sé innstæða fyrir þessum kröfum sem ríkið lagði fram og því verður auðvitað að hlíta,“ sagði hann.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarða- og lóðamál Vestmannaeyjar Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir umfjöllun um dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira