Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. maí 2025 22:32 Xabi hefur feril sinn sem þjálfari Real Madríd í Bandaríkjunum. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Xabi Alonso fær ekki langt sumarfrí eftir að tímabilinu í Þýskalandi lýkur um næstu helgi. Kappinn er nefnilega að taka við Real Madríd og þarf að gera það áður en HM félagsliða hefst þann 15. júní næstkomandi. Fyrr í dag var staðfest að Carlo Ancelotti, núverandi þjálfari Real Madríd, muni taka við landsliði Brasilíu. Sky í Þýskalandi er svo meðal þeirra miðla sem hafa greint frá því að hinn 43 ára gamli Alonso taki við af Ancelotti en sá orðrómur hefur verið hávær undanfarna mánuði. Alonso hefur gert frábæra hluti með Bayer Leverkusen. Undir hans stjórn varð liðið til að mynda Þýskalandsmeistari á síðustu leiktíð, bikarmeistari og fór alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem það mátti þola sitt eina tap á leiktíðinni. Það hefur gengið illa að fylgja þessu draumatímabili eftir en Alonso er enn talinn einn mest spennandi þjálfari heims. Hann lék með Real Madríd frá 2009 til 2014 og er nú á leið aftur til Madrídar. Það er talið að Alonso hefði viljað fá örlítið lengra sumarfrí sem og lengri tíma til að undirbúa sig fyrir næsta tímabil en það er einfaldlega ekki í boði. Real vill fá Alonso nær strax eftir að deildarkeppninni lýkur þar sem það þarf að undirbúa liðið fyrir HM félagsliða sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar. Hefur keppnin verið á milli tannanna á fólki þar sem leikmenn á hæsta getustigi hafa kvartað yfir skorti á frídögum og miklu álagi. Þeir hafa ef til vill eitthvað til síns máls en ef við teljum leikina á HM félagsliða með tímabilinu 2024-25 þá hefur Real Madríd til að mynda spilað 66 leiki í öllum keppnum áður en leikar hefjast í Bandaríkjunum. Fyrsti leikur Real Madríd undir stjórn Xabi Alonso fer fram í Miami þann 18. júní þegar spænski risinn mætir Al Hilal frá Sádi-Arabíu. Fótbolti Spænski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Fyrr í dag var staðfest að Carlo Ancelotti, núverandi þjálfari Real Madríd, muni taka við landsliði Brasilíu. Sky í Þýskalandi er svo meðal þeirra miðla sem hafa greint frá því að hinn 43 ára gamli Alonso taki við af Ancelotti en sá orðrómur hefur verið hávær undanfarna mánuði. Alonso hefur gert frábæra hluti með Bayer Leverkusen. Undir hans stjórn varð liðið til að mynda Þýskalandsmeistari á síðustu leiktíð, bikarmeistari og fór alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem það mátti þola sitt eina tap á leiktíðinni. Það hefur gengið illa að fylgja þessu draumatímabili eftir en Alonso er enn talinn einn mest spennandi þjálfari heims. Hann lék með Real Madríd frá 2009 til 2014 og er nú á leið aftur til Madrídar. Það er talið að Alonso hefði viljað fá örlítið lengra sumarfrí sem og lengri tíma til að undirbúa sig fyrir næsta tímabil en það er einfaldlega ekki í boði. Real vill fá Alonso nær strax eftir að deildarkeppninni lýkur þar sem það þarf að undirbúa liðið fyrir HM félagsliða sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar. Hefur keppnin verið á milli tannanna á fólki þar sem leikmenn á hæsta getustigi hafa kvartað yfir skorti á frídögum og miklu álagi. Þeir hafa ef til vill eitthvað til síns máls en ef við teljum leikina á HM félagsliða með tímabilinu 2024-25 þá hefur Real Madríd til að mynda spilað 66 leiki í öllum keppnum áður en leikar hefjast í Bandaríkjunum. Fyrsti leikur Real Madríd undir stjórn Xabi Alonso fer fram í Miami þann 18. júní þegar spænski risinn mætir Al Hilal frá Sádi-Arabíu.
Fótbolti Spænski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira