Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. maí 2025 22:32 Xabi hefur feril sinn sem þjálfari Real Madríd í Bandaríkjunum. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Xabi Alonso fær ekki langt sumarfrí eftir að tímabilinu í Þýskalandi lýkur um næstu helgi. Kappinn er nefnilega að taka við Real Madríd og þarf að gera það áður en HM félagsliða hefst þann 15. júní næstkomandi. Fyrr í dag var staðfest að Carlo Ancelotti, núverandi þjálfari Real Madríd, muni taka við landsliði Brasilíu. Sky í Þýskalandi er svo meðal þeirra miðla sem hafa greint frá því að hinn 43 ára gamli Alonso taki við af Ancelotti en sá orðrómur hefur verið hávær undanfarna mánuði. Alonso hefur gert frábæra hluti með Bayer Leverkusen. Undir hans stjórn varð liðið til að mynda Þýskalandsmeistari á síðustu leiktíð, bikarmeistari og fór alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem það mátti þola sitt eina tap á leiktíðinni. Það hefur gengið illa að fylgja þessu draumatímabili eftir en Alonso er enn talinn einn mest spennandi þjálfari heims. Hann lék með Real Madríd frá 2009 til 2014 og er nú á leið aftur til Madrídar. Það er talið að Alonso hefði viljað fá örlítið lengra sumarfrí sem og lengri tíma til að undirbúa sig fyrir næsta tímabil en það er einfaldlega ekki í boði. Real vill fá Alonso nær strax eftir að deildarkeppninni lýkur þar sem það þarf að undirbúa liðið fyrir HM félagsliða sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar. Hefur keppnin verið á milli tannanna á fólki þar sem leikmenn á hæsta getustigi hafa kvartað yfir skorti á frídögum og miklu álagi. Þeir hafa ef til vill eitthvað til síns máls en ef við teljum leikina á HM félagsliða með tímabilinu 2024-25 þá hefur Real Madríd til að mynda spilað 66 leiki í öllum keppnum áður en leikar hefjast í Bandaríkjunum. Fyrsti leikur Real Madríd undir stjórn Xabi Alonso fer fram í Miami þann 18. júní þegar spænski risinn mætir Al Hilal frá Sádi-Arabíu. Fótbolti Spænski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Fyrr í dag var staðfest að Carlo Ancelotti, núverandi þjálfari Real Madríd, muni taka við landsliði Brasilíu. Sky í Þýskalandi er svo meðal þeirra miðla sem hafa greint frá því að hinn 43 ára gamli Alonso taki við af Ancelotti en sá orðrómur hefur verið hávær undanfarna mánuði. Alonso hefur gert frábæra hluti með Bayer Leverkusen. Undir hans stjórn varð liðið til að mynda Þýskalandsmeistari á síðustu leiktíð, bikarmeistari og fór alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem það mátti þola sitt eina tap á leiktíðinni. Það hefur gengið illa að fylgja þessu draumatímabili eftir en Alonso er enn talinn einn mest spennandi þjálfari heims. Hann lék með Real Madríd frá 2009 til 2014 og er nú á leið aftur til Madrídar. Það er talið að Alonso hefði viljað fá örlítið lengra sumarfrí sem og lengri tíma til að undirbúa sig fyrir næsta tímabil en það er einfaldlega ekki í boði. Real vill fá Alonso nær strax eftir að deildarkeppninni lýkur þar sem það þarf að undirbúa liðið fyrir HM félagsliða sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar. Hefur keppnin verið á milli tannanna á fólki þar sem leikmenn á hæsta getustigi hafa kvartað yfir skorti á frídögum og miklu álagi. Þeir hafa ef til vill eitthvað til síns máls en ef við teljum leikina á HM félagsliða með tímabilinu 2024-25 þá hefur Real Madríd til að mynda spilað 66 leiki í öllum keppnum áður en leikar hefjast í Bandaríkjunum. Fyrsti leikur Real Madríd undir stjórn Xabi Alonso fer fram í Miami þann 18. júní þegar spænski risinn mætir Al Hilal frá Sádi-Arabíu.
Fótbolti Spænski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira