„Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. maí 2025 22:45 Víðir Reynisson segir mál sem varðar víðtækan gagnaþjófnað koma mjög illa við sig. Vísir/Stöð 2 Víðir Reynisson, þingmaður og fyrrverandi lögreglumaður, segir víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksókna slá sig mjög illa. Þeir sem stálu gögnunum hafi svikið lögreglumannastéttina og eyðilaggt það traust sem stéttin hafi byggt yfir langan tíma. Víðir Reynisson, sem er á þingi fyrir Samfylkinguna, ræddi við fréttastofu um víðtækan gagnaþjófnaðinn og þýðingu hans. Hvernig slær þetta mál þig? „Persónulega bara mjög illa. Þetta eru svik við lögreglumannastéttina og allt það traust sem lögreglumenn hafa byggt upp á löngum tíma. Verkefnið varðandi það núna er auðvitað að byggja traustið upp aftur. Síðan eru auðvitað komnar rannsóknir í gang með það hvernig þetta gat gerst og annað slíkt. Það hefur að einhverju leyti verið brugðist við þessu með lagabreytingu 2016 og öðru slíku,“ sagði Víðir. „En þetta er auðvitað mál sem mér fannst þingmenn vera nokkuð sammála um alvarleika málsins og ég held að það séu engar deilur um það hvernig þingið mun nálgast málið í framhaldinu.“ Málið sé „algjört einsdæmi“ Telur þú að einhver þurfi að bera ábyrgð í þessu máli í ljósi þessa víðtæka gagnaleka? „Það verður bara að koma í ljós í rannsókn málsins. Þá kemur væntanlega meira í ljós hvernig þetta gat gerst og hver er raunverulega ábyrgur fyrir því,“ sagði Víðir. „En í mínum huga og flestra eru það þeir, sem afrituðu þessi gögn, tóku þá og stálu þeim og síðan ætluðu að selja þá, sem eru fyrst og fremst ábyrgir.“ Hefur þú einhvern tímann haft vitneskju af öðrum eins gagnaleka úr fórum lögreglu, saksóknara og svo framvegis, þá bæði hér á landi og jafnvel erlendis? „Ég held að hér á landi sé þetta algjört einsdæmi og svona hlutir eru afskaplega sjaldgæfir í öðrum löndum. Þetta er nánast einsdæmi, held ég,“ sagði Víðir Reynisson. Hér fyrir neðan er frétt um gagnalekann sem var í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið við Víði kemur eftir þrjár mínútur og tuttugu sekúndur: Lögreglan Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Víðir Reynisson, sem er á þingi fyrir Samfylkinguna, ræddi við fréttastofu um víðtækan gagnaþjófnaðinn og þýðingu hans. Hvernig slær þetta mál þig? „Persónulega bara mjög illa. Þetta eru svik við lögreglumannastéttina og allt það traust sem lögreglumenn hafa byggt upp á löngum tíma. Verkefnið varðandi það núna er auðvitað að byggja traustið upp aftur. Síðan eru auðvitað komnar rannsóknir í gang með það hvernig þetta gat gerst og annað slíkt. Það hefur að einhverju leyti verið brugðist við þessu með lagabreytingu 2016 og öðru slíku,“ sagði Víðir. „En þetta er auðvitað mál sem mér fannst þingmenn vera nokkuð sammála um alvarleika málsins og ég held að það séu engar deilur um það hvernig þingið mun nálgast málið í framhaldinu.“ Málið sé „algjört einsdæmi“ Telur þú að einhver þurfi að bera ábyrgð í þessu máli í ljósi þessa víðtæka gagnaleka? „Það verður bara að koma í ljós í rannsókn málsins. Þá kemur væntanlega meira í ljós hvernig þetta gat gerst og hver er raunverulega ábyrgur fyrir því,“ sagði Víðir. „En í mínum huga og flestra eru það þeir, sem afrituðu þessi gögn, tóku þá og stálu þeim og síðan ætluðu að selja þá, sem eru fyrst og fremst ábyrgir.“ Hefur þú einhvern tímann haft vitneskju af öðrum eins gagnaleka úr fórum lögreglu, saksóknara og svo framvegis, þá bæði hér á landi og jafnvel erlendis? „Ég held að hér á landi sé þetta algjört einsdæmi og svona hlutir eru afskaplega sjaldgæfir í öðrum löndum. Þetta er nánast einsdæmi, held ég,“ sagði Víðir Reynisson. Hér fyrir neðan er frétt um gagnalekann sem var í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið við Víði kemur eftir þrjár mínútur og tuttugu sekúndur:
Lögreglan Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira