Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2025 09:01 Mikel Arteta faðmar Jurriën Timber eftir tap Arsenal fyrir Paris Saint-Germain. getty/Mustafa Yalcin Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf að fara að sýna að hann sé sigurvegari. Þetta segir fótboltaritstjóri BBC. Hann telur þó ekki að starf Arteta sé í hættu. Arsenal tapaði fyrir Paris Saint-Germain í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær, 2-1, og því er ljóst að liðið mun ekki vinna titil á þessu tímabili. Í pistli sínum eftir leikinn í París bendir Phil McNulty, fótboltaritstjóri BBC, á að sannleikurinn sé sá að Arsenal hafi ekki unnið titil í fimm ár, eða síðan Arteta stýrði liðinu til sigurs í ensku bikarkeppninni 2020. „Fyrir allt tal um þróun og framfarir er þetta það eina sem skiptir máli fyrir stærstu félögin svo klukkan tifar fyrir Arteta að gera liðið sitt að sigurvegurum aftur,“ skrifar McNulty. „Hann er núna að stýra næstum því liði. Fyrir allt ágæti Arsenal í borg ljóssins er þessi dimma hinn kaldi raunveruleiki.“ Engar afsakanir McNulty segir að enginn með réttu ráði telji að starf Arteta sé í hættu. Það sé hins vegar komin pressa á hann að ná áþreifanlegum árangri og hún muni aukast á næsta tímabili. „Á endanum geta ekki verið neinar afsakanir og skilaboð um framþróun. Arsenal þarf að vinna,“ skrifar McNulty. Arsenal vann ensku bikarkeppnina nokkrum mánuðum eftir að Arteta tók við liðinu en hefur síðan þá ekki komist í úrslitaleik og lent í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö ár. Eftir leikinn í París talaði Arteta að stutt væri á milli feigs og ófeigs og að Gianluigi Donnarumma, markvörður PSG, hefði verið frábær í einvíginu. McNulty segir þó að Arsenal geti líka sjálfum sér um kennt og bendir á mistökin sem Thomas Partey gerði í mörkum PSG í gær. Þá segir hann að sú ákvörðun Arsenal að kaupa ekki framherja síðasta sumar hafi komið í bakið á þeim. Áreiðanlegur markaskorari hefði getað gert gæfumuninn í gær. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Sjá meira
Arsenal tapaði fyrir Paris Saint-Germain í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær, 2-1, og því er ljóst að liðið mun ekki vinna titil á þessu tímabili. Í pistli sínum eftir leikinn í París bendir Phil McNulty, fótboltaritstjóri BBC, á að sannleikurinn sé sá að Arsenal hafi ekki unnið titil í fimm ár, eða síðan Arteta stýrði liðinu til sigurs í ensku bikarkeppninni 2020. „Fyrir allt tal um þróun og framfarir er þetta það eina sem skiptir máli fyrir stærstu félögin svo klukkan tifar fyrir Arteta að gera liðið sitt að sigurvegurum aftur,“ skrifar McNulty. „Hann er núna að stýra næstum því liði. Fyrir allt ágæti Arsenal í borg ljóssins er þessi dimma hinn kaldi raunveruleiki.“ Engar afsakanir McNulty segir að enginn með réttu ráði telji að starf Arteta sé í hættu. Það sé hins vegar komin pressa á hann að ná áþreifanlegum árangri og hún muni aukast á næsta tímabili. „Á endanum geta ekki verið neinar afsakanir og skilaboð um framþróun. Arsenal þarf að vinna,“ skrifar McNulty. Arsenal vann ensku bikarkeppnina nokkrum mánuðum eftir að Arteta tók við liðinu en hefur síðan þá ekki komist í úrslitaleik og lent í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö ár. Eftir leikinn í París talaði Arteta að stutt væri á milli feigs og ófeigs og að Gianluigi Donnarumma, markvörður PSG, hefði verið frábær í einvíginu. McNulty segir þó að Arsenal geti líka sjálfum sér um kennt og bendir á mistökin sem Thomas Partey gerði í mörkum PSG í gær. Þá segir hann að sú ákvörðun Arsenal að kaupa ekki framherja síðasta sumar hafi komið í bakið á þeim. Áreiðanlegur markaskorari hefði getað gert gæfumuninn í gær.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti