Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2025 15:19 Jón Óttar Ólafsson, annar tveggja fyrrverandi lögreglumanna sem áttu ráðgjafarfyrirtækið PPP. Félagarnir njósnuðu um fólk fyrir Björgólf Thor Björgólfsson en RÚV segir nú að þeir hafi einnig stolið viðkvæmum gögnum frá lögreglu og sérstökum saksóknara. Vísir/Pjetur Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar eru einnig sagðir hafa stolið viðkæmum persónugögnum úr rannsóknum lögreglu og saksóknara. Gögnin eru þeir sagðir hafa notað til þess að selja þjónustu ráðgjafarfyrirtækis síns. Fjallað var um njósnir tveggja fyrrverandi lögreglumanna um fólk fyrir Björgólf Thor í Kveik, fréttaþætti Ríkisútvarpsins, í síðustu viku. Þeir seldu Björgólfi þjónustu sína í gegnum félagið PPP sem hafði meðal annars unnið fyrir þrotabú og slitastjórnir við upplýsingaöflun og greiningu. Njósnirnar tengdust því sem varð síðar hópmálsókn hluthafa í gamla Landsbankanum á hendur Björgólfi Thor vegna falls bankans. Nú segir Ríkisútvarpið að á meðal gagna sem fyrirtækið PPP hafði undir höndum hafi verið persónuupplýsingar úr stórum sakamálum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði. Lögreglumennirnir fyrrverandi sem áttu PPP hefðu síðan notað gögnin til þess að kynna starfsemi sína fyrir fyrirtækjum og stofnunum. Einnig hafi gögn komið úr rannsóknum embættis sérstaks saksóknara, sem mennirnir störfuðu báðir fyrir á tímabili. Hluti gagnanna hafi til dæmis verið samræður fólks um persónuleg mál sem aldrei hefði átt að geyma. Boðar RÚV frekari umfjöllun um það sem það kallar fordæmalausan gagnastuld í Kastljósi í kvöld. Þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn, eigendur PPP, voru kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna árið 2012. Sérstakur saksóknari kærði þá vegna gagna sem þeir veittu skiptastjóra félagsins Milestone. Málið var síðar fellt niður. Ekki náðist stax í Jón Óttar við vinnslu þessarar fréttar. Hann hefur ekki tjáð sig um umfjöllun Kveiks í síðustu viku. PPP var afskráð árið 2013, um ári eftir að njósnir þess um ætlaða andstæðinga Björgólfs Thors fóru fram. Jón Óttar var skráður eigandi annars ráðgjafarfyrirtækis en nafni þess var breytt í PPP fjórum árum eftir að upphaflega félaginu var slitið. Það félag var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Lögreglumennirnir tveir buðu upphaflega lögmönnum sem undirbjuggu málsókn á hendur Björgólfi Thor þjónustu sína áður en þeir hófu störf fyrir hann til að verjast málsókninni. Í gögnum sem komu fram í umfjöllun Kveiks mátti sjá að lögreglumennirnir fyrrverandi hefðu ætlað að taka gögn frá embætti sérstaks saksóknara sem gætu nýst í málsókninni gegn Björgólfi Thor. Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Fjallað var um njósnir tveggja fyrrverandi lögreglumanna um fólk fyrir Björgólf Thor í Kveik, fréttaþætti Ríkisútvarpsins, í síðustu viku. Þeir seldu Björgólfi þjónustu sína í gegnum félagið PPP sem hafði meðal annars unnið fyrir þrotabú og slitastjórnir við upplýsingaöflun og greiningu. Njósnirnar tengdust því sem varð síðar hópmálsókn hluthafa í gamla Landsbankanum á hendur Björgólfi Thor vegna falls bankans. Nú segir Ríkisútvarpið að á meðal gagna sem fyrirtækið PPP hafði undir höndum hafi verið persónuupplýsingar úr stórum sakamálum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði. Lögreglumennirnir fyrrverandi sem áttu PPP hefðu síðan notað gögnin til þess að kynna starfsemi sína fyrir fyrirtækjum og stofnunum. Einnig hafi gögn komið úr rannsóknum embættis sérstaks saksóknara, sem mennirnir störfuðu báðir fyrir á tímabili. Hluti gagnanna hafi til dæmis verið samræður fólks um persónuleg mál sem aldrei hefði átt að geyma. Boðar RÚV frekari umfjöllun um það sem það kallar fordæmalausan gagnastuld í Kastljósi í kvöld. Þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn, eigendur PPP, voru kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna árið 2012. Sérstakur saksóknari kærði þá vegna gagna sem þeir veittu skiptastjóra félagsins Milestone. Málið var síðar fellt niður. Ekki náðist stax í Jón Óttar við vinnslu þessarar fréttar. Hann hefur ekki tjáð sig um umfjöllun Kveiks í síðustu viku. PPP var afskráð árið 2013, um ári eftir að njósnir þess um ætlaða andstæðinga Björgólfs Thors fóru fram. Jón Óttar var skráður eigandi annars ráðgjafarfyrirtækis en nafni þess var breytt í PPP fjórum árum eftir að upphaflega félaginu var slitið. Það félag var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Lögreglumennirnir tveir buðu upphaflega lögmönnum sem undirbjuggu málsókn á hendur Björgólfi Thor þjónustu sína áður en þeir hófu störf fyrir hann til að verjast málsókninni. Í gögnum sem komu fram í umfjöllun Kveiks mátti sjá að lögreglumennirnir fyrrverandi hefðu ætlað að taka gögn frá embætti sérstaks saksóknara sem gætu nýst í málsókninni gegn Björgólfi Thor.
Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent