Typpi í einu gati, tæki í öðru Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2025 20:03 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Spurning barst frá lesanda: „Getur þú gefið meðmæli með góðu harnessi fyrir karla til að spenna á sig dildó og geta þar með haft samfarir við konuna sína í bæði píku og endaþarm á sama tíma? Mörg pör hafa áhuga á því, en færri vilja fara í trekant og myndu því vilja geta bjargað sér sjálf. Flestar þessar græjur eru annað hvort hugsaðar fyrir konur eða eru unisex og meiða mjög oft. Mér finnst vanta vandaðan svona útbúnað fyrir karlmenn, sem ekki meiðir en heldur samt vel við dildóinn“ - 41 árs karl. Jebb, mörg pör hafa áhuga á því að prófa sig áfram með samfarir í leggöng og endaþarm á sama tíma. Á ensku er talað um double penetration en það getur einmitt verið tveir limir, limur og unaðstæki, tvö unaðstæki eða fingur sem eru sett inn í leggöng og rass. Þetta er algeng fantasía bæði meðal þeirra sem þiggja í þessum aðstæðum og þeirra sem veita. Double penetration nær reyndar líka yfir það þegar tvö typpi eða unaðstæki eru sett inn í sama gatið. En snúum okkur aftur að efninu! Double penetration er algeng fantasía.Getty Fólk tengir oft strap-on dildóa við hinsegin konur en fólk af öllum kynjum notar strap-on. Það að njóta þess að leika með tvöfalda örvun eða nota unaðstæki eins og strap-on, hefur ekkert með kynhneigð að gera. Þegar við erum að nota unaðstæki býður það upp á ansi fjölbreytta notkun; innsetning í leggöng eða endaþarm, munmök, tvöfalda örvun en einnig nota sum strap-on dildóa milli fullnæginga þar sem limurinn þarf ákveðinn tíma til að geta náð risi á ný eftir fullnægingu. Unaðstæki geta boðið upp á ýmsa möguleika. Getty Fyrir pör sem vilja prófa sig áfram með tvöfalda örvun er ég með nokkra punkta áður en lengra er haldið: Byrjið á samtalinu. Ræðið fantasíuna og hvort það sé eitthvað sem þið viljið bæði/báðar/báðir prófa. Talið líka um mörk, væntingar og hvað myndi gera upplifunina örugga og spennandi fyrir ykkur bæði. Byrjið hægt. Það getur verið gott að prófa sig áfram með fingrunum á meðan þið eruð að átta ykkur á því hvernig þessi örvun er, bæði fyrir þann sem er að þiggja og þann sem er að veita. Hlustið vel á eigin líkama og líkama leikfélaga/maka. Þetta er ekki sviðsmynd úr klámi – heldur tenging ykkar á milli. Byrjið rólega, haldið samskiptum gangandi og stoppið ef eitthvað er óþægilegt. Veljið rétt harness. Leitið að harnessi sem er sérstaklega hannað fyrir líkamann þinn. Ef þú ert með pung þarf harnessið annaðhvort að rúma hann eða vera með op til að forðast þrýsting. Ef harnessið meiðir – þá er það ekki rétt fyrir þig. Notið dildó sem hentar. Þykkari og styttri dildóar henta mörgum betur fyrir svona leik, því þá hefur þú meiri stjórn á hreyfingunni og þá er minni hætta á óþægindum. Passið líka að grunnurinn passi örugglega í harnessið. Hægt er að fá dildó sem er tvöfaldur fyrir þau sem eru að leika með tvo dildóa. Einnig er gott að skoða vel efnið sem dildóinn er úr og vanda valið. Ekki sleppa sleipiefninu! Mikilvægt fyrir bæði leggöng og endaþarm – sérstaklega þegar örvun fer fram á tveimur stöðum í einu. Veljið gott sleipiefni sem passar við leikfangið sem verið er að nota. Prófið mismunandi stellingar. Það er misjafnt hvaða stelling hentar best. Sum vilja liggja á hliðinni, önnur á maganum eða bakinu. Gefið ykkur tíma til að finna hvað virkar best fyrir ykkur. Sumt er spennandi í fantasíu en erfitt í framkvæmd. Æfa, æfa og æfa. Við erum sjaldan mjög flink þegar við erum að gera eitthvað í fyrsta sinn. Leyfið ykkur að æfa þar til þið finnið að þið hafið náð betri tökum á dildóinum. Passið vel upp á hreinlæti. Það er mikilvægt að þrífa dildóinn eftir hverja notkun og harnessið regulega. Notið milda sápu og volgt vatn en einnig eru til sérstök hreinsiefni fyrir unaðstæki. Hægt er að nota smokk til að einfalda þrif en einnig er smokkur mikilvægur ef sami dildóinn fer milli gata eða ef fleiri en einn aðili er að nota hann. Varðandi harness er ýmislegt til, bæði hérlendis og erlendis. Ef þú hefur leitað í þær unaðstækjabúðir sem eru hér á landi gæti verið að hægt að athuga hvort mögulegt sé fyrir búðirnar að auka úrvalið sitt og panta harness sem henta betur einstaklingum með typpi. Það má finna hina ýmsu framleiðendur erlendis til dæmis Spare parts og RodeoH sem bjóða upp á harness fyrir fólk með typpi. Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira
Jebb, mörg pör hafa áhuga á því að prófa sig áfram með samfarir í leggöng og endaþarm á sama tíma. Á ensku er talað um double penetration en það getur einmitt verið tveir limir, limur og unaðstæki, tvö unaðstæki eða fingur sem eru sett inn í leggöng og rass. Þetta er algeng fantasía bæði meðal þeirra sem þiggja í þessum aðstæðum og þeirra sem veita. Double penetration nær reyndar líka yfir það þegar tvö typpi eða unaðstæki eru sett inn í sama gatið. En snúum okkur aftur að efninu! Double penetration er algeng fantasía.Getty Fólk tengir oft strap-on dildóa við hinsegin konur en fólk af öllum kynjum notar strap-on. Það að njóta þess að leika með tvöfalda örvun eða nota unaðstæki eins og strap-on, hefur ekkert með kynhneigð að gera. Þegar við erum að nota unaðstæki býður það upp á ansi fjölbreytta notkun; innsetning í leggöng eða endaþarm, munmök, tvöfalda örvun en einnig nota sum strap-on dildóa milli fullnæginga þar sem limurinn þarf ákveðinn tíma til að geta náð risi á ný eftir fullnægingu. Unaðstæki geta boðið upp á ýmsa möguleika. Getty Fyrir pör sem vilja prófa sig áfram með tvöfalda örvun er ég með nokkra punkta áður en lengra er haldið: Byrjið á samtalinu. Ræðið fantasíuna og hvort það sé eitthvað sem þið viljið bæði/báðar/báðir prófa. Talið líka um mörk, væntingar og hvað myndi gera upplifunina örugga og spennandi fyrir ykkur bæði. Byrjið hægt. Það getur verið gott að prófa sig áfram með fingrunum á meðan þið eruð að átta ykkur á því hvernig þessi örvun er, bæði fyrir þann sem er að þiggja og þann sem er að veita. Hlustið vel á eigin líkama og líkama leikfélaga/maka. Þetta er ekki sviðsmynd úr klámi – heldur tenging ykkar á milli. Byrjið rólega, haldið samskiptum gangandi og stoppið ef eitthvað er óþægilegt. Veljið rétt harness. Leitið að harnessi sem er sérstaklega hannað fyrir líkamann þinn. Ef þú ert með pung þarf harnessið annaðhvort að rúma hann eða vera með op til að forðast þrýsting. Ef harnessið meiðir – þá er það ekki rétt fyrir þig. Notið dildó sem hentar. Þykkari og styttri dildóar henta mörgum betur fyrir svona leik, því þá hefur þú meiri stjórn á hreyfingunni og þá er minni hætta á óþægindum. Passið líka að grunnurinn passi örugglega í harnessið. Hægt er að fá dildó sem er tvöfaldur fyrir þau sem eru að leika með tvo dildóa. Einnig er gott að skoða vel efnið sem dildóinn er úr og vanda valið. Ekki sleppa sleipiefninu! Mikilvægt fyrir bæði leggöng og endaþarm – sérstaklega þegar örvun fer fram á tveimur stöðum í einu. Veljið gott sleipiefni sem passar við leikfangið sem verið er að nota. Prófið mismunandi stellingar. Það er misjafnt hvaða stelling hentar best. Sum vilja liggja á hliðinni, önnur á maganum eða bakinu. Gefið ykkur tíma til að finna hvað virkar best fyrir ykkur. Sumt er spennandi í fantasíu en erfitt í framkvæmd. Æfa, æfa og æfa. Við erum sjaldan mjög flink þegar við erum að gera eitthvað í fyrsta sinn. Leyfið ykkur að æfa þar til þið finnið að þið hafið náð betri tökum á dildóinum. Passið vel upp á hreinlæti. Það er mikilvægt að þrífa dildóinn eftir hverja notkun og harnessið regulega. Notið milda sápu og volgt vatn en einnig eru til sérstök hreinsiefni fyrir unaðstæki. Hægt er að nota smokk til að einfalda þrif en einnig er smokkur mikilvægur ef sami dildóinn fer milli gata eða ef fleiri en einn aðili er að nota hann. Varðandi harness er ýmislegt til, bæði hérlendis og erlendis. Ef þú hefur leitað í þær unaðstækjabúðir sem eru hér á landi gæti verið að hægt að athuga hvort mögulegt sé fyrir búðirnar að auka úrvalið sitt og panta harness sem henta betur einstaklingum með typpi. Það má finna hina ýmsu framleiðendur erlendis til dæmis Spare parts og RodeoH sem bjóða upp á harness fyrir fólk með typpi. Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira