Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 11:07 Manchester United er í afar góðri stöðu í baráttunni við Athletic Bilbao um sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, eftir 3-0 útisigur í fyrri leik liðanna. EPA/Luis Tejido Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, segir það ekki réttlátt að sigurvegari Evrópudeildarinnar fái sæti í Meistaradeild Evrópu, eins og núgildandi reglur UEFA kveða á um. Manchester United og Tottenham eru í góðum málum í undanúrslitum Evrópudeildarinnar eftir fyrri hluta undanúrslitanna, gegn Athletic Bilbao og Bodö/Glimt. Það er því líklegt að þau spili til úrslita 21. maí og ljóst að sigur í keppninni, og farseðill í Meistaradeildina, myndi bæta til muna hörmungartímabil United og Tottenham sem sitja í 15. og 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Aldrei hefur lið sem endar svo neðarlega í sinni deild spilað úrslitaleik Evrópudeildarinnar, frá því að keppnin var mótuð að nýju fyrir tímabilið 2009-10. Tottenham gæti bjargað tímabili sínu með sigri í Evrópudeildinni.EPA/Andy Rain UEFA breytti reglum sínum árið 2014 þannig að sigurvegari Evrópudeildarinnar ætti öruggt sæti í Meistaradeildinni næstu leiktíð á eftir. Þetta telur Wenger ekki sanngjarnt: „Nei. Þeir ættu að geta komist sjálfkrafa aftur í Evrópudeildina en ekki í Meistaradeildina. Sérstaklega þegar lið eru í ensku úrvalsdeildinni þar sem fimm efstu liðin komast í Meistaradeildina,“ sagði Wenger við BeIN Sports. „Ég held að þetta sé eitthvað sem að UEFA ætti hugsa um og fara yfir. Á hinn bóginn þá mun fólk segja að það þurfi þessa umbun [sæti í Meistaradeild] til að það sé meiri áhugi og áhersla á Evrópudeildinni,“ sagði Wenger. Arsrene Wenger hætti með Arsenal árði 2018 en tók við starfi hjá FIFA ári síðar sem yfirmaður alþjóðaþróunar fótboltans. Hann hefur meðal annars lagt til breytingar á rangstöðureglunni og að HM verði haldið á tveggja ára fresti.EPA/MOHAMMED BADRA Tottenham er 3-1 yfir í einvígi sínu við Bodö/Glimt fyrir seinni leikinni í Noregi á fimmtudaginn. United á sama dag eftir heimaleik sinn við Athletic Bilbao, eftir að hafa unnið 3-0 útisigur á Spáni síðasta fimmtudag. Ef annað ensku liðanna vinnur keppnina þá verða sex ensk lið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Árangur ensku liðanna í Evrópukeppnum í vetur hefur nefnilega þegar tryggt ensku úrvalsdeildinni aukasæti svo að fimm efstu liðin í deildinni komast í Meistaradeildina. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Sjá meira
Manchester United og Tottenham eru í góðum málum í undanúrslitum Evrópudeildarinnar eftir fyrri hluta undanúrslitanna, gegn Athletic Bilbao og Bodö/Glimt. Það er því líklegt að þau spili til úrslita 21. maí og ljóst að sigur í keppninni, og farseðill í Meistaradeildina, myndi bæta til muna hörmungartímabil United og Tottenham sem sitja í 15. og 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Aldrei hefur lið sem endar svo neðarlega í sinni deild spilað úrslitaleik Evrópudeildarinnar, frá því að keppnin var mótuð að nýju fyrir tímabilið 2009-10. Tottenham gæti bjargað tímabili sínu með sigri í Evrópudeildinni.EPA/Andy Rain UEFA breytti reglum sínum árið 2014 þannig að sigurvegari Evrópudeildarinnar ætti öruggt sæti í Meistaradeildinni næstu leiktíð á eftir. Þetta telur Wenger ekki sanngjarnt: „Nei. Þeir ættu að geta komist sjálfkrafa aftur í Evrópudeildina en ekki í Meistaradeildina. Sérstaklega þegar lið eru í ensku úrvalsdeildinni þar sem fimm efstu liðin komast í Meistaradeildina,“ sagði Wenger við BeIN Sports. „Ég held að þetta sé eitthvað sem að UEFA ætti hugsa um og fara yfir. Á hinn bóginn þá mun fólk segja að það þurfi þessa umbun [sæti í Meistaradeild] til að það sé meiri áhugi og áhersla á Evrópudeildinni,“ sagði Wenger. Arsrene Wenger hætti með Arsenal árði 2018 en tók við starfi hjá FIFA ári síðar sem yfirmaður alþjóðaþróunar fótboltans. Hann hefur meðal annars lagt til breytingar á rangstöðureglunni og að HM verði haldið á tveggja ára fresti.EPA/MOHAMMED BADRA Tottenham er 3-1 yfir í einvígi sínu við Bodö/Glimt fyrir seinni leikinni í Noregi á fimmtudaginn. United á sama dag eftir heimaleik sinn við Athletic Bilbao, eftir að hafa unnið 3-0 útisigur á Spáni síðasta fimmtudag. Ef annað ensku liðanna vinnur keppnina þá verða sex ensk lið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Árangur ensku liðanna í Evrópukeppnum í vetur hefur nefnilega þegar tryggt ensku úrvalsdeildinni aukasæti svo að fimm efstu liðin í deildinni komast í Meistaradeildina.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Í beinni: Tindastóll - Víkingur | Svakalegur fallslagur á Króknum Í beinni: FH - Þróttur | Stórleikur í Krikanum Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Sjá meira