Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar 2. maí 2025 12:02 Svokölluð „ice-bucket“ áskorun, sem felst í því að láta hella yfir sig fötu af ísköldu vatni, er aftur farin að ganga á samfélagsmiðlum. Upphaflega áskorunin, frá árinu 2015, fólst í því að auka vitund um ALS sjúkdóminn, en nú virðist hún eingöngu til þess ætluð að auka gleði og létta lund. Áskorun mín til hæstvirtra ráðherra felst ekki í því að láta hella yfir sig fötu af köldu vatni, heldur er hún töluvert þægilegri í framkvæmd. Hún er þó algjörlega til þess fallin að auka gleði og létta lund. Það eina sem þið þurfið að gera, kæru ráðherrar, er að þiggja boð á söngleikinn Shrek sem sýndur er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Sýningin er lokasýning nemenda í söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz og það er óhætt að mæla með henni við alla sem þetta lesa. Teiknimyndirnar um Shrek eru flestum kunnar og á sviðinu birtast sagan okkur ljóslifandi að viðbættri stórskemmtilegri tónlist. Á sviðinu er valinn maður í hverju rúmi og þar birtast okkur þvílíkir hæfileikar, leikgleði og orka að það er ómögulegt annað en að svífa út úr leikhúsinu að sýningu lokinni. Á sama tíma er ekki annað hægt en að fyllast trega og áhyggjum af stöðu skólans, sem og annarra listaskóla, sérstaklega á menntaskólastigi. Eins og fram hefur komið í fréttum og opnum bréfum til ráðamanna fá tónlistaskólar greitt úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir kennslukostnaði á efri stigum á grundvelli samkomulags á milli ríkis og sveitafélaga frá árinu 2011. Markmið þess samkomulags var að efla tónlistarnám á Íslandi og fólst það í því að ríkið tæki yfir greiðslur fyrir kennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og mið- og framhaldsstigi í söng. Greiðslur til Söngskóla Sigurðar Demetz standa nú aðeins undir um 70 prósenta hluta af kennslukostnaði skólans. Stafar það af því að framlagið hækkar samkvæmt launavísitölu, en tekur ekki tillit til launahækkana kennara umfram launavísitölu eins og gerðist með síðustu kjarasamningum. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem blikur eru á lofti í rekstri skólans, því mikil óvissa hefur ríkt um fjármögnun hans undanfarin ár. Ef fer sem horfir verður ekki rekstrargrundvöllur fyrir skólann haustið 2026. Í Söngskóla Sigurðar Demetz hefur ekki aðeins verið lagður metnaður í að veita nemendum bestu mögulegu söng- og leiklistarkennslu og búa þá undir frekara nám og störf á þeim vettvangi. Undanfarin ár hefur einnig verið lögð mikil áhersla á jákvæð áhrif söng- og leiklistarnáms á heilsu og líðan einstaklinga. Kennarar hafa fengið fræðslu og þjálfun í að styðja nemendur með kvíða og taugafjölbreytileika til að njóta listnáms, framkomu og sköpunar. Könnun sem send var til nemenda og forráðamanna leiddi í ljós að stór hluti nemenda hefur verið greindur með kvíða, ofvirkni, athyglisbrest, þunglyndi eða einhverfu. 98% nemenda sem svöruðu könnuninni sögðust finna fyrir auknu sjálfstrausti eftir að nám í skólanum hófst og 94% hafa upplifað jákvæðan mun á líðan sinni. Þessar niðurstöður eru í takt við erlendar rannsóknir á áhrifum söngs og leiklistar á andlega líðan. Skólinn hefur fyrir löngu sannað sig sem menntastofnun fyrir upprennandi listamenn sem auðga líf okkar með listsköpun sinni. Hann hefur einnig sannað sig sem umbreytandi afl fyrir nemendur sína, sem upplifa jákvæðar breytingar á líðan sinni. Það er ekki minni ávinningur fyrir okkur sem samfélag að bæta líðan og sjálfstraust ungs fólks. Í því felast gríðarlegar forvarnir. Ég skora á ykkur, kæru ráðherrar, að þiggja boð á nemendasýningu Söngskóla Sigurðar Demetz. Að sýningu lokinni hvet ég ykkur að finna leið til að tryggja að þær verði miklu fleiri. Höfundur er fyrrum nemandi og núverandi stjórnarmaður Söngskóla Sigurðar Demetz. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlistarnám Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Svokölluð „ice-bucket“ áskorun, sem felst í því að láta hella yfir sig fötu af ísköldu vatni, er aftur farin að ganga á samfélagsmiðlum. Upphaflega áskorunin, frá árinu 2015, fólst í því að auka vitund um ALS sjúkdóminn, en nú virðist hún eingöngu til þess ætluð að auka gleði og létta lund. Áskorun mín til hæstvirtra ráðherra felst ekki í því að láta hella yfir sig fötu af köldu vatni, heldur er hún töluvert þægilegri í framkvæmd. Hún er þó algjörlega til þess fallin að auka gleði og létta lund. Það eina sem þið þurfið að gera, kæru ráðherrar, er að þiggja boð á söngleikinn Shrek sem sýndur er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Sýningin er lokasýning nemenda í söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz og það er óhætt að mæla með henni við alla sem þetta lesa. Teiknimyndirnar um Shrek eru flestum kunnar og á sviðinu birtast sagan okkur ljóslifandi að viðbættri stórskemmtilegri tónlist. Á sviðinu er valinn maður í hverju rúmi og þar birtast okkur þvílíkir hæfileikar, leikgleði og orka að það er ómögulegt annað en að svífa út úr leikhúsinu að sýningu lokinni. Á sama tíma er ekki annað hægt en að fyllast trega og áhyggjum af stöðu skólans, sem og annarra listaskóla, sérstaklega á menntaskólastigi. Eins og fram hefur komið í fréttum og opnum bréfum til ráðamanna fá tónlistaskólar greitt úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir kennslukostnaði á efri stigum á grundvelli samkomulags á milli ríkis og sveitafélaga frá árinu 2011. Markmið þess samkomulags var að efla tónlistarnám á Íslandi og fólst það í því að ríkið tæki yfir greiðslur fyrir kennslu á framhaldsstigi á hljóðfæri og mið- og framhaldsstigi í söng. Greiðslur til Söngskóla Sigurðar Demetz standa nú aðeins undir um 70 prósenta hluta af kennslukostnaði skólans. Stafar það af því að framlagið hækkar samkvæmt launavísitölu, en tekur ekki tillit til launahækkana kennara umfram launavísitölu eins og gerðist með síðustu kjarasamningum. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem blikur eru á lofti í rekstri skólans, því mikil óvissa hefur ríkt um fjármögnun hans undanfarin ár. Ef fer sem horfir verður ekki rekstrargrundvöllur fyrir skólann haustið 2026. Í Söngskóla Sigurðar Demetz hefur ekki aðeins verið lagður metnaður í að veita nemendum bestu mögulegu söng- og leiklistarkennslu og búa þá undir frekara nám og störf á þeim vettvangi. Undanfarin ár hefur einnig verið lögð mikil áhersla á jákvæð áhrif söng- og leiklistarnáms á heilsu og líðan einstaklinga. Kennarar hafa fengið fræðslu og þjálfun í að styðja nemendur með kvíða og taugafjölbreytileika til að njóta listnáms, framkomu og sköpunar. Könnun sem send var til nemenda og forráðamanna leiddi í ljós að stór hluti nemenda hefur verið greindur með kvíða, ofvirkni, athyglisbrest, þunglyndi eða einhverfu. 98% nemenda sem svöruðu könnuninni sögðust finna fyrir auknu sjálfstrausti eftir að nám í skólanum hófst og 94% hafa upplifað jákvæðan mun á líðan sinni. Þessar niðurstöður eru í takt við erlendar rannsóknir á áhrifum söngs og leiklistar á andlega líðan. Skólinn hefur fyrir löngu sannað sig sem menntastofnun fyrir upprennandi listamenn sem auðga líf okkar með listsköpun sinni. Hann hefur einnig sannað sig sem umbreytandi afl fyrir nemendur sína, sem upplifa jákvæðar breytingar á líðan sinni. Það er ekki minni ávinningur fyrir okkur sem samfélag að bæta líðan og sjálfstraust ungs fólks. Í því felast gríðarlegar forvarnir. Ég skora á ykkur, kæru ráðherrar, að þiggja boð á nemendasýningu Söngskóla Sigurðar Demetz. Að sýningu lokinni hvet ég ykkur að finna leið til að tryggja að þær verði miklu fleiri. Höfundur er fyrrum nemandi og núverandi stjórnarmaður Söngskóla Sigurðar Demetz.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun