Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2025 13:23 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur haft styrkjamálið svokallaða til meðferðar undanfarna mánuði. Vísir/Vilhelm Umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um styrkjamálið svokallaða er komin langt á veg og búast má við niðurstöðu nefndarinnar með vorinu. Opinn fundur var haldinn í byrjun marsmánaðar þar sem Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra sat fyrir svörum. Kom þá fram að enginn stjórnmálaflokkur hafi uppfyllt skilyrði nýrra laga um skráningu flokka þegar fyrstu styrkirnir voru greiddir út eftir breytingu. Góður gangur hefur verið á málinu að sögn Vilhjálms Árnasonar, formanns stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. „Það hefur verið góður gangur í því og við erum búin að fá fjölda gesta og fara yfir bæði ákvörðun fjármálaréðherra að krefjast ekki endurgreiðslu en líka hvernig lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er fylgt eftir í stjórnsýslunni,“ segir Vilhjálmur. Lögunum var breytt í janúar 2022 og var þá gerð krafa um að skráning stjórnmálaflokka í svokallaðri stjórnmálasamtakaskrá yrði skilyrði fyrir opinberum styrkjum til þeirra. Enginn flokka uppfyllti skilyrðin en Viðreisn og Samfylking breyttu skráningu í febrúar 2022, Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Píratar í apríl sama ár, Miðflokkur og Sósíalistaflokkur árið 2023 og Vinstri græn árið 2024. Flokkur fólksins var síðastur til að breyta skráningunni, sem var gert fyrr á þessu ári. Fjármálaráðherra hefur sagt að ráðuneytið hefði ekki átt að greiða út styrki fyrr en flokkarnir voru búnir að uppfylla ný skilyrði. Hann hefur farið þess á leit að ríkisendurskoðun rannsaki málið. Vilhjálmur segir að enn eigi eftir að kalla eftir einhverjum gögnum í málinu en því fari senn að ljúka. „Undirbúningur að einhverri niðurstöðu í það mál er að öðru leyti langt kominn,“ segir Vilhjálmur. Hvenær má búast við henni? „Núna með vorinu einhvern tíma.“ Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Fjármálaráðherra tæki fegins hendi við 170 milljónum króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiddar í ríkisstyrk árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Það gæti þó reynst snúið í útfærslu. 3. mars 2025 13:41 Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna verklags í tengslum við greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eftir að ljóst varð um ágalla á framkvæmd greiðslna. 25. febrúar 2025 12:25 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Opinn fundur var haldinn í byrjun marsmánaðar þar sem Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra sat fyrir svörum. Kom þá fram að enginn stjórnmálaflokkur hafi uppfyllt skilyrði nýrra laga um skráningu flokka þegar fyrstu styrkirnir voru greiddir út eftir breytingu. Góður gangur hefur verið á málinu að sögn Vilhjálms Árnasonar, formanns stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. „Það hefur verið góður gangur í því og við erum búin að fá fjölda gesta og fara yfir bæði ákvörðun fjármálaréðherra að krefjast ekki endurgreiðslu en líka hvernig lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er fylgt eftir í stjórnsýslunni,“ segir Vilhjálmur. Lögunum var breytt í janúar 2022 og var þá gerð krafa um að skráning stjórnmálaflokka í svokallaðri stjórnmálasamtakaskrá yrði skilyrði fyrir opinberum styrkjum til þeirra. Enginn flokka uppfyllti skilyrðin en Viðreisn og Samfylking breyttu skráningu í febrúar 2022, Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Píratar í apríl sama ár, Miðflokkur og Sósíalistaflokkur árið 2023 og Vinstri græn árið 2024. Flokkur fólksins var síðastur til að breyta skráningunni, sem var gert fyrr á þessu ári. Fjármálaráðherra hefur sagt að ráðuneytið hefði ekki átt að greiða út styrki fyrr en flokkarnir voru búnir að uppfylla ný skilyrði. Hann hefur farið þess á leit að ríkisendurskoðun rannsaki málið. Vilhjálmur segir að enn eigi eftir að kalla eftir einhverjum gögnum í málinu en því fari senn að ljúka. „Undirbúningur að einhverri niðurstöðu í það mál er að öðru leyti langt kominn,“ segir Vilhjálmur. Hvenær má búast við henni? „Núna með vorinu einhvern tíma.“
Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Fjármálaráðherra tæki fegins hendi við 170 milljónum króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiddar í ríkisstyrk árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Það gæti þó reynst snúið í útfærslu. 3. mars 2025 13:41 Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna verklags í tengslum við greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eftir að ljóst varð um ágalla á framkvæmd greiðslna. 25. febrúar 2025 12:25 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Fjármálaráðherra tæki fegins hendi við 170 milljónum króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiddar í ríkisstyrk árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Það gæti þó reynst snúið í útfærslu. 3. mars 2025 13:41
Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna verklags í tengslum við greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eftir að ljóst varð um ágalla á framkvæmd greiðslna. 25. febrúar 2025 12:25