„Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2025 11:00 Gagnrýni á skipun stjórnarinnar hefur borist víða að. Vísir/Anton Brink Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, vísaði í fyrirspurn sinni til gagnrýni Verkfræðingafélags Íslands um hæfi nýrra stjórnarmanna og ósk Jafnréttisstofu eftir skýringu á því að ekki hefði verið höfð hliðsjón af jafnréttislögum við skipan í stjórnina. Félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði í stjórn HMS um miðjan mars og skipti út fyrri stjórn á einu bretti. Fimm nýir komu inn, fjórir þeirra hafa tengsl við Flokk fólksins. Þrír þeirra eru karlar og ein kona. Fimmti er svo framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er skipaður af sambandinu. Nefndin pólitískt skipuð Inga Sæland þakkaði Sigríði fyrirspurnina og benti á að heimilt sé að víkja frá meginreglur um jafnan rétt kynjanna ef hlutlægar ástæður liggi því að baki. „Í tilviki skipunar stjórnar HMS nýverið skipaði ég þá aðila sem ég taldi hæfasta til að fylgja þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur í húsnæðismálum. Nefndin er pólitískt skipuð enda eru verkefni stjórnarinnar af pólitískum toga, það er, að fylgja eftir húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta ætti háttvirtur þingmaður að þekkja mætavel með alla sína þinglegu reynslu úr sínum frábæra flokki,“ sagði hún. Sigríður tók þá til máls á ný og sagðist skilja Ingu þannig að hún líti svo á að þessi stjórn sé pólitískt skipuð og þannig að þeir einstaklingar sem skipaðir voru séu það hæfir að víkja hafi þurft frá skýrum ákvæðum jafnréttislaga. Hún ítrekaði svo spurningu sína um það hvers vegna ráðherrann hefði ekki látið af því verða að skipa TR nýja stjórn en skipunartími fyrri stjórnar rann út í nóvember. Hyggst leggja niður stjórn TR Inga Sæland tók til máls og sagðist hafa það í hyggju að leggja stjórn Tryggingastofnunar niður og að það frumvarp væri til meðhöndlunar á Alþingi. „Þar af leiðandi er ekki tímabært að skipa í nýja stjórn. Við teljum að stjórn Tryggingastofnunar sé í rauninni þannig úr garði gerð að við erum bæði með yfirstjórn í stofnuninni sjálfri, forstjóra, og þetta heyrir beint undir ráðherra og ég efast ekki um að hv. þingmaður sjái hagræðinguna í því að vera ekki að skipa í stjórnir bara skipunarinnar vegna, enda erum við frekar að reyna að draga úr yfirbyggingu og óþarfa útgjöldum í stjórnir, nefndir og ráð sem hugsanlega mega missa sín,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Húsnæðismál Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Sjá meira
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, vísaði í fyrirspurn sinni til gagnrýni Verkfræðingafélags Íslands um hæfi nýrra stjórnarmanna og ósk Jafnréttisstofu eftir skýringu á því að ekki hefði verið höfð hliðsjón af jafnréttislögum við skipan í stjórnina. Félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði í stjórn HMS um miðjan mars og skipti út fyrri stjórn á einu bretti. Fimm nýir komu inn, fjórir þeirra hafa tengsl við Flokk fólksins. Þrír þeirra eru karlar og ein kona. Fimmti er svo framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og er skipaður af sambandinu. Nefndin pólitískt skipuð Inga Sæland þakkaði Sigríði fyrirspurnina og benti á að heimilt sé að víkja frá meginreglur um jafnan rétt kynjanna ef hlutlægar ástæður liggi því að baki. „Í tilviki skipunar stjórnar HMS nýverið skipaði ég þá aðila sem ég taldi hæfasta til að fylgja þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur í húsnæðismálum. Nefndin er pólitískt skipuð enda eru verkefni stjórnarinnar af pólitískum toga, það er, að fylgja eftir húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta ætti háttvirtur þingmaður að þekkja mætavel með alla sína þinglegu reynslu úr sínum frábæra flokki,“ sagði hún. Sigríður tók þá til máls á ný og sagðist skilja Ingu þannig að hún líti svo á að þessi stjórn sé pólitískt skipuð og þannig að þeir einstaklingar sem skipaðir voru séu það hæfir að víkja hafi þurft frá skýrum ákvæðum jafnréttislaga. Hún ítrekaði svo spurningu sína um það hvers vegna ráðherrann hefði ekki látið af því verða að skipa TR nýja stjórn en skipunartími fyrri stjórnar rann út í nóvember. Hyggst leggja niður stjórn TR Inga Sæland tók til máls og sagðist hafa það í hyggju að leggja stjórn Tryggingastofnunar niður og að það frumvarp væri til meðhöndlunar á Alþingi. „Þar af leiðandi er ekki tímabært að skipa í nýja stjórn. Við teljum að stjórn Tryggingastofnunar sé í rauninni þannig úr garði gerð að við erum bæði með yfirstjórn í stofnuninni sjálfri, forstjóra, og þetta heyrir beint undir ráðherra og ég efast ekki um að hv. þingmaður sjái hagræðinguna í því að vera ekki að skipa í stjórnir bara skipunarinnar vegna, enda erum við frekar að reyna að draga úr yfirbyggingu og óþarfa útgjöldum í stjórnir, nefndir og ráð sem hugsanlega mega missa sín,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Jafnréttismál Húsnæðismál Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Sjá meira