Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Lovísa Arnardóttir skrifar 30. apríl 2025 08:24 Þórunn Sveinbjarnardóttir segir ramma þingsins skýran í lögum. Þingflokkar verði að koma sér saman um að breyta þessum ramma eigi að stytta frí þingmanna. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis ætlar að beita sér fyrir því að frí þingmanna verði stytt. Það vill hún gera í samvinnu allra þingflokka. Þingmenn voru í átján daga páskafríi. Þeir mættu aftur til vinnu á mánudag en fóru í frí föstudaginn 11. apríl, vikuna fyrir páska. „Þetta er ekki ný umræða, hún á rétt á sér og hún á ástæður,“ segir Þórunn sem ræddi frí þingmanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir starf Alþingis rammað inn í þingskapalögum. Sá rammi byggi á mjög gömlum hefðum. „Margar af þeim eru góðar og gildar og hafa ástæður sem hafa með stjórn ríkisins að gera og löggjafarvald. En svo eru aðrir hlutir sem eru ankannalegir og eitt af því er tveggja vikna páskahlé, sem er inni í þessum lagaramma, og er eitthvað sem ég hef sjálf verið hugsi yfir lengi,“ segir Þórunn. Hún segir að þetta verði að skoða og hugleiða að breyta. Hún geri það ekki ein. Þingskapalögunum verði aðeins breytt með samstarfi og samtali á milli þingflokka á Alþingi. Hún væri til í að skoða rammann betur. Í dag er hlé í júlí til dæmis og þá eru ekki haldnir þingfundir nema það sé neyðarástand. Þingnefndir starfa hins vegar allt árið um kring. „Hléin eru löng, það er rétt, en það er ekki eins og, eins og kannski margir vita, að allt starf þingmannsins fari fram í þingsalnum eða á þingfundi.“ Þórunn telur ekki að þessi frí hafi bein áhrif á það hvort þingmenn nái að undirbúa sig vel fyrir þau mál sem eru til umræðu. Hún telur skipulag þingvikunnar og ræðutímans hafa meira með það að gera. Það sé hægt að gera samkomulag um til dæmis ræðutímann en hann sé í lögum. Vill bæta verklag í þingvikunni Þórunn segist vilja bæta vinnulagið í hverri þingviku. Þannig viti þau betur hversu lengi þau verða og hversu miklum tíma verður varið í eitt mál. „Þetta er höfuðverkur því þetta snýst um að meirihluti og minnihluti, allir þingflokkar, nái saman um hvernig við gerum þetta. Lykillinn að góðu þingstarfi er samvinna.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir segir ramma þingsins skýran í lögum. Þingflokkar verði að koma sér saman um að breyta þessum ramma eigi að stytta frí þingmanna. Vísir/Vilhelm Þórunn segist hafa skilning á því að almenningur sé ekki hrifinn af þessu fyrirkomulagi. Traust til Alþingis hafi batnað frá upphafi aldar en þau verði að vera meðvituð um að traust almennings sé ekki sjálfsagt mál. Þórunn segir sumarfrí til dæmis eiga að hefjast í kringum 17. júní, svo komi þingnefndir og þingflokkar yfirleitt saman í ágúst og þingfundir hefjist svo aftur í september. Á þessu ári verði það í kringum 10. september. Fjöldi þingmanna verji svo miklum tíma á sumrin í sínu kjördæmi og í alþjóðastörfum. Þórunn segir mikilvægt fyrir þingmenn að hitta reglulega sína kjósendur. Það eigi ekki bara að gerast í aðdraganda þingkosninga. „Það er ekki gott.“ Alþingi Bítið Tengdar fréttir Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. 2. nóvember 2024 07:02 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
„Þetta er ekki ný umræða, hún á rétt á sér og hún á ástæður,“ segir Þórunn sem ræddi frí þingmanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir starf Alþingis rammað inn í þingskapalögum. Sá rammi byggi á mjög gömlum hefðum. „Margar af þeim eru góðar og gildar og hafa ástæður sem hafa með stjórn ríkisins að gera og löggjafarvald. En svo eru aðrir hlutir sem eru ankannalegir og eitt af því er tveggja vikna páskahlé, sem er inni í þessum lagaramma, og er eitthvað sem ég hef sjálf verið hugsi yfir lengi,“ segir Þórunn. Hún segir að þetta verði að skoða og hugleiða að breyta. Hún geri það ekki ein. Þingskapalögunum verði aðeins breytt með samstarfi og samtali á milli þingflokka á Alþingi. Hún væri til í að skoða rammann betur. Í dag er hlé í júlí til dæmis og þá eru ekki haldnir þingfundir nema það sé neyðarástand. Þingnefndir starfa hins vegar allt árið um kring. „Hléin eru löng, það er rétt, en það er ekki eins og, eins og kannski margir vita, að allt starf þingmannsins fari fram í þingsalnum eða á þingfundi.“ Þórunn telur ekki að þessi frí hafi bein áhrif á það hvort þingmenn nái að undirbúa sig vel fyrir þau mál sem eru til umræðu. Hún telur skipulag þingvikunnar og ræðutímans hafa meira með það að gera. Það sé hægt að gera samkomulag um til dæmis ræðutímann en hann sé í lögum. Vill bæta verklag í þingvikunni Þórunn segist vilja bæta vinnulagið í hverri þingviku. Þannig viti þau betur hversu lengi þau verða og hversu miklum tíma verður varið í eitt mál. „Þetta er höfuðverkur því þetta snýst um að meirihluti og minnihluti, allir þingflokkar, nái saman um hvernig við gerum þetta. Lykillinn að góðu þingstarfi er samvinna.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir segir ramma þingsins skýran í lögum. Þingflokkar verði að koma sér saman um að breyta þessum ramma eigi að stytta frí þingmanna. Vísir/Vilhelm Þórunn segist hafa skilning á því að almenningur sé ekki hrifinn af þessu fyrirkomulagi. Traust til Alþingis hafi batnað frá upphafi aldar en þau verði að vera meðvituð um að traust almennings sé ekki sjálfsagt mál. Þórunn segir sumarfrí til dæmis eiga að hefjast í kringum 17. júní, svo komi þingnefndir og þingflokkar yfirleitt saman í ágúst og þingfundir hefjist svo aftur í september. Á þessu ári verði það í kringum 10. september. Fjöldi þingmanna verji svo miklum tíma á sumrin í sínu kjördæmi og í alþjóðastörfum. Þórunn segir mikilvægt fyrir þingmenn að hitta reglulega sína kjósendur. Það eigi ekki bara að gerast í aðdraganda þingkosninga. „Það er ekki gott.“
Alþingi Bítið Tengdar fréttir Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. 2. nóvember 2024 07:02 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Þingmenn og embættismenn segja alþjóðastarf ekki nægilega samræmt störfum Alþingis. Ferðalög í þágu alþjóðastarfs séu álitnar „fyllerís- og fríferðir“ í stað vinnuferða. Neikvætt álit almennings og þingmanna á alþjóðastarfi hefur áhrif á hvata alþingismanna að taka þátt. 2. nóvember 2024 07:02