Laugardalsvöllur tekur lit Valur Páll Eiríksson skrifar 29. apríl 2025 10:31 Líkt og sjá má er tekið að grænka í Laugardalnum, en völlurinn hefur verið moldarflag síðustu mánuði. Vísir/Anton Brink Sértilgerð saumavél er að störfum á Laugardalsvelli þar sem unnið er dag og nótt í von um að Ísland geti spilað þar landsleik í júní. Tímarammi framkvæmdanna stendur og formaður KSÍ er bjartsýnn að markmiðið takist. Framkvæmdirnar hafa staðið yfir frá því síðasta haust en nú er loks kominn litur á völlinn. Gervigrasi er þrykkt í jarðveginn samhliða sáningu náttúrulegs grass og er nú unnar langar vaktir við að koma Þjóðarleikvangi Íslands í gagnið. „Þetta er svokölluð saumavél sem þeir eru með einkaleyfi á, þetta fyrirtæki. Hún hreyfist nú hægt en þeir fara áfram og hafa unnið hér dag og nótt, á átta tíma vöktum, og gera þetta vel,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sem fór yfir stöðuna á vellinum í gær. „Þessu grasi er stungið niður, um 18 sentímetra sem þetta nær ofan í jörðina og er sirka tvo sentimetra upp úr. Svo sáðum við í völlinn í síðustu viku og við sjáum að hér er að koma upp (gras),“ segir Þorvaldur. Færist um átta metra en kíkirinn óþarfur Laugardalsvelli verður breytt úr fjölnota frjálsíþrótta- og fótboltavelli alfarið í fótboltavöll. Hlaupabrautin fræga er því á bak og burt og færist leikflöturinn um 8 metrum nær vesturstúku vallarins, þeirri stærri. „Við færðum völlinn um átta metra. Það breytir öllu. Það er von okkar í framtíðinni að geta byggt stúku allan hringinn, og hin stúkan komi nær líka. Það var best í stöðunni að fara í þetta strax,“ En þarf þá að hafa með sér kíki í gömlu Sýnarstúkuna, vegna fjarlægðarinnar frá henni? „Ég veit það nú ekki. Við vorum nú langt frá hinu megin í gamla daga, ég held að menn sjái nú nokkuð vel og ég tala ekki um ef grasið er gott og slétt. Þá sjá menn þetta bara vel“ Ástæða sé þá ekki til að lækka miðaverð þeim megin, þrátt fyrir aukna fjarlægð frá vellinum. „Það held ég nú ekki. Þetta sé ekki það langt í burtu en í framtíðinni viljum við fá þessa stúku nær,“ Bjart útlit með leik í júní Stefnt hefur verið að því að kvennalandslið Íslands spili fyrsta leikinn á nýjum grasfleti þegar Frakkland kemur í heimsókn í Þjóðadeild kvenna í fótbolta þann 3. júní. Þorvaldur segir þann tímaramma haldast og hann sé bjartsýnn á að það náist. „Við höfum sagt að við stefnum að því að spila hér 3. júní. Við erum með plan tilbúið ef þarf að stökkva annað. Eins og staðan er í dag stefnum við að því, þetta lítur vel út. Það er góður gróandi, veðrið leikur við okkur eins og er. Fótboltalega séð eigum við að geta gert það en við þurfum að taka ákvörðun fljótlega.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst en að neðan má sjá viðtalið í heild. Þá má sjá ljósmyndir Antons Brink af svæðinu þar fyrir neðan. Klippa: Grænkar í Laugardal Saumavélin er í gangi heilu sólarhringanna er menn skipta með sér vöktum við saumaskapinn.Vísir/Anton Brink Tæplega hálfnað á þessum tímapunkti.Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Náttúrulegu grasi hefur verið sáð í flötinn sem von er á að spretti upp meðafram gervigrasinu fljótlega. Undirhiti í jarðveginum getur þar flýtt fyrir.Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Steyptur grunnur er utan um leikflötinn sem færist um 8 metra fjær gömlu Sýnarstúkunni, líkt og sjá má. Þar sem nú er möl verður lagt gervigras sem nýtist sem upphitunarsvæði.Vísir/Anton Brink KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira
Framkvæmdirnar hafa staðið yfir frá því síðasta haust en nú er loks kominn litur á völlinn. Gervigrasi er þrykkt í jarðveginn samhliða sáningu náttúrulegs grass og er nú unnar langar vaktir við að koma Þjóðarleikvangi Íslands í gagnið. „Þetta er svokölluð saumavél sem þeir eru með einkaleyfi á, þetta fyrirtæki. Hún hreyfist nú hægt en þeir fara áfram og hafa unnið hér dag og nótt, á átta tíma vöktum, og gera þetta vel,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sem fór yfir stöðuna á vellinum í gær. „Þessu grasi er stungið niður, um 18 sentímetra sem þetta nær ofan í jörðina og er sirka tvo sentimetra upp úr. Svo sáðum við í völlinn í síðustu viku og við sjáum að hér er að koma upp (gras),“ segir Þorvaldur. Færist um átta metra en kíkirinn óþarfur Laugardalsvelli verður breytt úr fjölnota frjálsíþrótta- og fótboltavelli alfarið í fótboltavöll. Hlaupabrautin fræga er því á bak og burt og færist leikflöturinn um 8 metrum nær vesturstúku vallarins, þeirri stærri. „Við færðum völlinn um átta metra. Það breytir öllu. Það er von okkar í framtíðinni að geta byggt stúku allan hringinn, og hin stúkan komi nær líka. Það var best í stöðunni að fara í þetta strax,“ En þarf þá að hafa með sér kíki í gömlu Sýnarstúkuna, vegna fjarlægðarinnar frá henni? „Ég veit það nú ekki. Við vorum nú langt frá hinu megin í gamla daga, ég held að menn sjái nú nokkuð vel og ég tala ekki um ef grasið er gott og slétt. Þá sjá menn þetta bara vel“ Ástæða sé þá ekki til að lækka miðaverð þeim megin, þrátt fyrir aukna fjarlægð frá vellinum. „Það held ég nú ekki. Þetta sé ekki það langt í burtu en í framtíðinni viljum við fá þessa stúku nær,“ Bjart útlit með leik í júní Stefnt hefur verið að því að kvennalandslið Íslands spili fyrsta leikinn á nýjum grasfleti þegar Frakkland kemur í heimsókn í Þjóðadeild kvenna í fótbolta þann 3. júní. Þorvaldur segir þann tímaramma haldast og hann sé bjartsýnn á að það náist. „Við höfum sagt að við stefnum að því að spila hér 3. júní. Við erum með plan tilbúið ef þarf að stökkva annað. Eins og staðan er í dag stefnum við að því, þetta lítur vel út. Það er góður gróandi, veðrið leikur við okkur eins og er. Fótboltalega séð eigum við að geta gert það en við þurfum að taka ákvörðun fljótlega.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst en að neðan má sjá viðtalið í heild. Þá má sjá ljósmyndir Antons Brink af svæðinu þar fyrir neðan. Klippa: Grænkar í Laugardal Saumavélin er í gangi heilu sólarhringanna er menn skipta með sér vöktum við saumaskapinn.Vísir/Anton Brink Tæplega hálfnað á þessum tímapunkti.Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Náttúrulegu grasi hefur verið sáð í flötinn sem von er á að spretti upp meðafram gervigrasinu fljótlega. Undirhiti í jarðveginum getur þar flýtt fyrir.Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Steyptur grunnur er utan um leikflötinn sem færist um 8 metra fjær gömlu Sýnarstúkunni, líkt og sjá má. Þar sem nú er möl verður lagt gervigras sem nýtist sem upphitunarsvæði.Vísir/Anton Brink
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira