Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. apríl 2025 19:44 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók til máls á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. Í fréttum RÚV fyrr í vikunni var greint frá því að húsnæði sem ætlað er sem kaffistofa leigubílstjóra er notað sem bænahús og öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt meinaður aðgangur. Leigubílstjórar komast því til dæmis ekki á salernið. Sigmundur sagði samfélagið á flugvellinum væri orðið að réttrúnaðarríki og „woke“ ríki. „Hópur leigubílstjóra, nýtilkominna í þessu nýju kerfi, tók yfir húsnæði i eigu Isavia og húsnæði í eigu ríkisins fyrir vikið. Og meinaði öðrum aðgangi að þessu húsi. Svör Isavia við þessu hafa verið heldur rýr. Það hefur ekki verið brugðist við í þessu tilviki,“ segir Sigmundur í ræðustól. Sigmundur spurði hvernig Dað Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlaði að bregðast við þessu máli en Isavia heyrir undir ráðuneyti Daða. „Ábyrgðin er hjá honum,“ sagði Sigmundur. Hann spurði einnig hvort að málið væri öðruvísi ef það varðaði einstaklinga í Ásatrúarfélaginu eða Kristnifélaginu. Starfsmenn Isavia væru smeykir við að beita sér fyrir málinu. „En Isavia virðist vera smeykt að taka á þessu máli og þá þarf ráðherra að stíga inn í. Það var í fréttum í dag að menn ætla leita af sérfræðingi í fjölmenningu. Ef að ásatrúarfélagið hefði tekið yfir hús ríkisins myndi maður þá leita til sérfræðings í heiðnum sið til þess að geta brugðist við? Þegar fyrirtæki stendur sig í ekki betur í að taka á málum en þetta þá þarf ráðherra sem ber ábyrgð á því fyrirtæki að bregðast við.“ Standi ekki til að gera „sérstakar klásúlur“ um notkun kaffiskúra Daði sagði að málið yrði tekið fyrir innan fyrirtækisins og taki stjórnendur Isavia ákvarðanirnar. „Fyrirtækið mun væntanlega taka þetta mál til skoðunar eins og önnur sem heyra undir það. Það stendur ekki til að eigindastefna ríkisins innihaldi sérstakar klásúlur um notkun kaffiskúra,“ sagði Daði. „Félagið ber ábyrgð á nýtingu þessara eigna. Eigindastefna félagsins snýr að þeirri þjónustu sem félaginu er ætlað að veita og stjórn þess og stjórnendur munu taka ákvörðun í þessu máli eins og öðrum málum sem snúa að rekstri félagsins.“ Alþingi Isavia Leigubílar Trúmál Miðflokkurinn Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Í fréttum RÚV fyrr í vikunni var greint frá því að húsnæði sem ætlað er sem kaffistofa leigubílstjóra er notað sem bænahús og öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt meinaður aðgangur. Leigubílstjórar komast því til dæmis ekki á salernið. Sigmundur sagði samfélagið á flugvellinum væri orðið að réttrúnaðarríki og „woke“ ríki. „Hópur leigubílstjóra, nýtilkominna í þessu nýju kerfi, tók yfir húsnæði i eigu Isavia og húsnæði í eigu ríkisins fyrir vikið. Og meinaði öðrum aðgangi að þessu húsi. Svör Isavia við þessu hafa verið heldur rýr. Það hefur ekki verið brugðist við í þessu tilviki,“ segir Sigmundur í ræðustól. Sigmundur spurði hvernig Dað Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ætlaði að bregðast við þessu máli en Isavia heyrir undir ráðuneyti Daða. „Ábyrgðin er hjá honum,“ sagði Sigmundur. Hann spurði einnig hvort að málið væri öðruvísi ef það varðaði einstaklinga í Ásatrúarfélaginu eða Kristnifélaginu. Starfsmenn Isavia væru smeykir við að beita sér fyrir málinu. „En Isavia virðist vera smeykt að taka á þessu máli og þá þarf ráðherra að stíga inn í. Það var í fréttum í dag að menn ætla leita af sérfræðingi í fjölmenningu. Ef að ásatrúarfélagið hefði tekið yfir hús ríkisins myndi maður þá leita til sérfræðings í heiðnum sið til þess að geta brugðist við? Þegar fyrirtæki stendur sig í ekki betur í að taka á málum en þetta þá þarf ráðherra sem ber ábyrgð á því fyrirtæki að bregðast við.“ Standi ekki til að gera „sérstakar klásúlur“ um notkun kaffiskúra Daði sagði að málið yrði tekið fyrir innan fyrirtækisins og taki stjórnendur Isavia ákvarðanirnar. „Fyrirtækið mun væntanlega taka þetta mál til skoðunar eins og önnur sem heyra undir það. Það stendur ekki til að eigindastefna ríkisins innihaldi sérstakar klásúlur um notkun kaffiskúra,“ sagði Daði. „Félagið ber ábyrgð á nýtingu þessara eigna. Eigindastefna félagsins snýr að þeirri þjónustu sem félaginu er ætlað að veita og stjórn þess og stjórnendur munu taka ákvörðun í þessu máli eins og öðrum málum sem snúa að rekstri félagsins.“
Alþingi Isavia Leigubílar Trúmál Miðflokkurinn Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira