„Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. apríl 2025 16:30 Arna fagnar með liðsfélögum sínum eftir seinna markið. Fyrra markið var þó mun glæsilegra. vísir / guðmundur Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri FH gegn nýliðunum FHL. Arna segist nokkuð vön því að skora þó þetta hafi verið hennar fyrsta mark í tæp tvö ár, líklega var fyrsta markið líka hennar fyrsta mark úr langskoti. Hún og aðrir leikmenn FH hafa þurft að aðlaga varnarleikinn vegna meiðsla miðvarða. „Ég er alveg ágætlega vön því að skora, ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent, en skoraði náttúrulega ekkert í fyrra. Þannig gott að vera komin með tvö núna… Seinna markið var kannski aðeins meira minn stíll, að skalla boltann í netið eftir fast leikatriði. En skemmtilegt að ná inn einu skoti líka.“ Þú ert ekki vön því að setja svona skot, lengst fyrir utan teig? „Nei ég held að þetta sé bara mitt fyrsta“ sagði Arna og brosti út í annað. Fyrri hálfleikur flottur og fundu taktinn aftur í seinni Að leiknum sjálfum sagði hún FH hafa verið mun betri aðilann í fyrri hálfleik, aðeins misst dampinn í upphafi seinni hálfleiks en síðan fundið taktinn aftur. „Já fyrri hálfleikurinn var mjög flottur. Síðan voru fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik ekki alveg nógu góðar af okkar hálfu. Við féllum aðeins of langt frá þeim og urðum sloppy í litlum sendingum og svona. En síðan fannst mér við bara komast yfir það og þetta varð fínt þegar leið á seinni hálfleikinn.“ Arna með einbeitingarsvip.vísir / guðmundur FH taplaust FH er taplaust eftir fyrstu þrjá leikina. Jafntefli gegn Val og síðan sigrar gegn nýliðunum Fram og FHL í síðustu umferðum. „Ég held að þetta sé bara á pari við það sem vorum að búast við. Tveir mjög sterkir sigrar og fínt jafntefli í fyrsta leik, nokkurn veginn á pari við væntingar.“ „Ömurlegt að sjá þær meiðast“ Í tveimur af þremur leikjum hefur FH misst miðvörð meiddan af velli í fyrri hálfleik. Vigdís Edda Friðriksdóttir sleit krossband gegn Val. Íris Una Þórðardóttir leysti hana af í næsta leik en þurfti að víkja snemma af velli í dag vegna meiðsla, sem virtust einnig alvarleg en ekki er hægt að slá neinu föstu strax. „Það er náttúrulega alltaf vont að þurfa að hrófla við vörninni og ömurlegt fyrir þær að meiðast svona snemma á tímabilinu. En þær sem hafa komið inn, eins og Íris kom inn fyrir Vigdísi, gerði það ótrúlega vel og Vala [Valgerður Ósk Valsdóttir] stóð sig ótrúlega vel í dag. Þannig að við erum alveg með breiddina til að leysa svona en ömurlegt að sjá þær meiðast“ sagði Arna að lokum. Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira
„Ég er alveg ágætlega vön því að skora, ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent, en skoraði náttúrulega ekkert í fyrra. Þannig gott að vera komin með tvö núna… Seinna markið var kannski aðeins meira minn stíll, að skalla boltann í netið eftir fast leikatriði. En skemmtilegt að ná inn einu skoti líka.“ Þú ert ekki vön því að setja svona skot, lengst fyrir utan teig? „Nei ég held að þetta sé bara mitt fyrsta“ sagði Arna og brosti út í annað. Fyrri hálfleikur flottur og fundu taktinn aftur í seinni Að leiknum sjálfum sagði hún FH hafa verið mun betri aðilann í fyrri hálfleik, aðeins misst dampinn í upphafi seinni hálfleiks en síðan fundið taktinn aftur. „Já fyrri hálfleikurinn var mjög flottur. Síðan voru fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik ekki alveg nógu góðar af okkar hálfu. Við féllum aðeins of langt frá þeim og urðum sloppy í litlum sendingum og svona. En síðan fannst mér við bara komast yfir það og þetta varð fínt þegar leið á seinni hálfleikinn.“ Arna með einbeitingarsvip.vísir / guðmundur FH taplaust FH er taplaust eftir fyrstu þrjá leikina. Jafntefli gegn Val og síðan sigrar gegn nýliðunum Fram og FHL í síðustu umferðum. „Ég held að þetta sé bara á pari við það sem vorum að búast við. Tveir mjög sterkir sigrar og fínt jafntefli í fyrsta leik, nokkurn veginn á pari við væntingar.“ „Ömurlegt að sjá þær meiðast“ Í tveimur af þremur leikjum hefur FH misst miðvörð meiddan af velli í fyrri hálfleik. Vigdís Edda Friðriksdóttir sleit krossband gegn Val. Íris Una Þórðardóttir leysti hana af í næsta leik en þurfti að víkja snemma af velli í dag vegna meiðsla, sem virtust einnig alvarleg en ekki er hægt að slá neinu föstu strax. „Það er náttúrulega alltaf vont að þurfa að hrófla við vörninni og ömurlegt fyrir þær að meiðast svona snemma á tímabilinu. En þær sem hafa komið inn, eins og Íris kom inn fyrir Vigdísi, gerði það ótrúlega vel og Vala [Valgerður Ósk Valsdóttir] stóð sig ótrúlega vel í dag. Þannig að við erum alveg með breiddina til að leysa svona en ömurlegt að sjá þær meiðast“ sagði Arna að lokum.
Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira