Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 11:32 Estevao Willian skoraði fyrir Palmeiras en þurfti seina að yfirgefa völlinn. Getty/Gaston Brito Miserocchi Chelsea vonarstjarnan Estevao hélt upp á átján ára afmælisdaginn sinn með eftirminnilegum hætti þegar hann hjálpaði brasilíska liðinu Palmeiras að vinna mikilvægan útisigur í Suðurameríkukeppni félagsliða, Copa Libertadores . Palmeiras vann þarna 3-2 sigur á bólivíska liðinu Bolivar og skoraði strákurinn annað mark liðsins í leiknum. Chelsea er búið að kaupa Estevao en mátti ekki koma til Englands fyrr en eftir átján ára afmælið sitt. Hann hélt einmitt upp á átján ára afmælið sitt með frammistöðunni á móti Bolivar, Strákurinn entist þó ekki allan leikinn. Estevão, aniversariante do dia, amplia no Hernando Siles: Bolívar 0x2 Palmeiras🔥 Quer ver os gols da #Libertadores? Então, segue a gente e não perca nenhum lance! 📲⚽pic.twitter.com/FDeIUSLRCw— Papo de Boleiros 🇧🇷 (@_papoboleiros) April 24, 2025 Hann skoraði markið sitt undir lok fyrri hálfleiks en fljótlega í þeim seinni dundi ógæfan yfir. Estevao lagðist í grasið og ældi í miðjum leik en hann réð ekki lengur við þunna loftið í Laz Paz í Bólívíu sem er í 3650 metra hæð yfir sjávarmáli. Estevao var fluttur af velli á börum og leið greinilega mjög illa á bekknum. Einhverjir óttuðust meiðsli en svo kom í ljós að þetta var bara líkaminn að kvarta undan súrefnisleysi. „Mér var farið að líða illa strax í hálfleik. Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila í svo þunnu lofti og það tók mig nokkurn tíma að venjast því. Því miður gat ég ekki haldið áfram en ég gat treyst á liðsfélagna að landa sigrinum,“ sagði Estevao eftir leikinn. Varamaður Estevao, Mauricio, skoraði sigurmarkið í leiknum og Palmeiras hefur nú unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlakeppninni. Chelsea keypti Estevao fyrir 29 milljónir punda og það er búist við því að hann mæti á Stamford Bridge í sumar. Hann hefur raðað inn mörkum með Palmeiras og er greinilega alvöru leikmaður. 🚨🇧🇷 Estêvão is the FIRST PLAYER IN THIS CENTURY TO HAVE +10 GOALS and +10 ASSISTS in the Brasileirão before turning 18!🏟 37 Matches⚽️ 13 goals 🅰️ 10 assists (@DataFutebol) #CFC 🔜 🧨 pic.twitter.com/Zx1ptH4I2y— Chelsea Dodgers (@TheBlueDodger) April 20, 2025 Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Sjá meira
Palmeiras vann þarna 3-2 sigur á bólivíska liðinu Bolivar og skoraði strákurinn annað mark liðsins í leiknum. Chelsea er búið að kaupa Estevao en mátti ekki koma til Englands fyrr en eftir átján ára afmælið sitt. Hann hélt einmitt upp á átján ára afmælið sitt með frammistöðunni á móti Bolivar, Strákurinn entist þó ekki allan leikinn. Estevão, aniversariante do dia, amplia no Hernando Siles: Bolívar 0x2 Palmeiras🔥 Quer ver os gols da #Libertadores? Então, segue a gente e não perca nenhum lance! 📲⚽pic.twitter.com/FDeIUSLRCw— Papo de Boleiros 🇧🇷 (@_papoboleiros) April 24, 2025 Hann skoraði markið sitt undir lok fyrri hálfleiks en fljótlega í þeim seinni dundi ógæfan yfir. Estevao lagðist í grasið og ældi í miðjum leik en hann réð ekki lengur við þunna loftið í Laz Paz í Bólívíu sem er í 3650 metra hæð yfir sjávarmáli. Estevao var fluttur af velli á börum og leið greinilega mjög illa á bekknum. Einhverjir óttuðust meiðsli en svo kom í ljós að þetta var bara líkaminn að kvarta undan súrefnisleysi. „Mér var farið að líða illa strax í hálfleik. Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila í svo þunnu lofti og það tók mig nokkurn tíma að venjast því. Því miður gat ég ekki haldið áfram en ég gat treyst á liðsfélagna að landa sigrinum,“ sagði Estevao eftir leikinn. Varamaður Estevao, Mauricio, skoraði sigurmarkið í leiknum og Palmeiras hefur nú unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlakeppninni. Chelsea keypti Estevao fyrir 29 milljónir punda og það er búist við því að hann mæti á Stamford Bridge í sumar. Hann hefur raðað inn mörkum með Palmeiras og er greinilega alvöru leikmaður. 🚨🇧🇷 Estêvão is the FIRST PLAYER IN THIS CENTURY TO HAVE +10 GOALS and +10 ASSISTS in the Brasileirão before turning 18!🏟 37 Matches⚽️ 13 goals 🅰️ 10 assists (@DataFutebol) #CFC 🔜 🧨 pic.twitter.com/Zx1ptH4I2y— Chelsea Dodgers (@TheBlueDodger) April 20, 2025
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Sjá meira