Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2025 20:40 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjórI Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Ívar Fannar Ríkisstjórnin þarf að þrefalda aflaheimildir til strandveiðisjómanna ætli hún sér að standa við loforð úr stjórnarsáttmálanum. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur ríkið baka sér skaðabótaskyldu verði heimildirnar þrefaldaðar. Rúmlega níu hundruð eigendur strandveiðibáta sóttu um strandveiðileyfi fyrir sumarið. Ríkisstjórnin lofaði í stjórnarsáttmála sínum að tryggt yrði að þeir sem fengju úthlutað leyfi myndu fá 48 daga til strandveiða, en undanfarin ár hafa veiðarnar verið stöðvaðar áður en tímabilið kláraðist þar sem kvótinn var uppurinn. Samkvæmt gildandi lögum getur ríkið einungis veitt heimildir fyrir veiðar á tíu þúsund tonnum af þorski en samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins þyrftu tonnin að vera þrefalt fleiri, eða 29 þúsund. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir grafalvarlegt ef ríkið ætli að úthluta svo miklum heimildum til strandveiða. „Það eru tonn sem ráðherra hefur ekki til ráðstöfunar. Þannig ráðherra er þá að fara að horfa fram hjá öllum fiskifræðilegum sjónarmiðum um að við séum að stunda sjálfbærar veiðar, og úthluta langt umfram það sem ráðgjöf Hafró segir til um,“ segir Heiðrún. Skaðabótaskylda möguleg Þá gæti ríkið bakað sér skaðabótaskyldu. „Þessu er þá úthlutað í andstöðu við lög. Lögin kveða á um hvernig beri að úthluta og ef öllu er úthlutað til strandveiða er ljóst að ráðherra er þar með að baka sér skaðabótaskyldu gagnvart öðrum sem hefðu átt að fá þá úthlutun þessara tonna,“ segir Heiðrún. Kerfið gert til að stækka og stækka Það þurfi að breyta kerfinu. „Auðvitað er alltaf þannig að þegar þú býrð til kerfi þar sem er kapphlaup um fiskinn, er það hannað til þess að það muni stækka og stækka og stækka. Við því var varað strax þegar strandveiðikerfið var sett á. Þá voru þetta þrjú til fjögur þúsund tonn, nú eru þetta 25 til þrjátíu þúsund tonn. Þannig við sjáum að það sem var varað við í upphafi, það hefur ræst. Og þetta er áhyggjuefni,“ segir Heiðrún. Athugasemd ritstjórnar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn sem er eigandi Vísis. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Rúmlega níu hundruð eigendur strandveiðibáta sóttu um strandveiðileyfi fyrir sumarið. Ríkisstjórnin lofaði í stjórnarsáttmála sínum að tryggt yrði að þeir sem fengju úthlutað leyfi myndu fá 48 daga til strandveiða, en undanfarin ár hafa veiðarnar verið stöðvaðar áður en tímabilið kláraðist þar sem kvótinn var uppurinn. Samkvæmt gildandi lögum getur ríkið einungis veitt heimildir fyrir veiðar á tíu þúsund tonnum af þorski en samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins þyrftu tonnin að vera þrefalt fleiri, eða 29 þúsund. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir grafalvarlegt ef ríkið ætli að úthluta svo miklum heimildum til strandveiða. „Það eru tonn sem ráðherra hefur ekki til ráðstöfunar. Þannig ráðherra er þá að fara að horfa fram hjá öllum fiskifræðilegum sjónarmiðum um að við séum að stunda sjálfbærar veiðar, og úthluta langt umfram það sem ráðgjöf Hafró segir til um,“ segir Heiðrún. Skaðabótaskylda möguleg Þá gæti ríkið bakað sér skaðabótaskyldu. „Þessu er þá úthlutað í andstöðu við lög. Lögin kveða á um hvernig beri að úthluta og ef öllu er úthlutað til strandveiða er ljóst að ráðherra er þar með að baka sér skaðabótaskyldu gagnvart öðrum sem hefðu átt að fá þá úthlutun þessara tonna,“ segir Heiðrún. Kerfið gert til að stækka og stækka Það þurfi að breyta kerfinu. „Auðvitað er alltaf þannig að þegar þú býrð til kerfi þar sem er kapphlaup um fiskinn, er það hannað til þess að það muni stækka og stækka og stækka. Við því var varað strax þegar strandveiðikerfið var sett á. Þá voru þetta þrjú til fjögur þúsund tonn, nú eru þetta 25 til þrjátíu þúsund tonn. Þannig við sjáum að það sem var varað við í upphafi, það hefur ræst. Og þetta er áhyggjuefni,“ segir Heiðrún. Athugasemd ritstjórnar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn sem er eigandi Vísis.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira