„Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 14:47 Mist Edvarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru ekki hrifnar af þeirri ákvörðun að heimaleikur Þórs/KA við Tindastól skyldi fara fram inni í Boganum í stað Greifavallarins. Stöð 2 Sport Tveir leikir af fimm í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fóru fram innanhúss, í Boganum á Akureyri og Fjarðabyggðarhöllinni. Þetta var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að horfa á leiki inni í þessum höllum, bæði Boganum og Fjarðabyggðarhöllinni,“ sagði Mist Edvardsdóttir umbúðalaust í síðasta þætti en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um hallirnar Fjarðabyggðarhöllin verður heimavöllur nýliða FHL fyrir austan í sumar á meðan að ekki er fullnægjandi aðstaða á öðrum völlum. Þór/KA ákvað svo að byrja tímabil sitt í Boganum á meðan að grasvöllur Þórs er að ná sér eftir veturinn en sérfræðingarnir í Bestu mörkunum furðuðu sig á að leikur liðsins við Tindastól skyldi ekki frekar fara fram á gervigrasvellinum sem karlalið KA spilar sína heimaleiki á. Í þættinum voru sýnd dæmi um það þegar boltinn fór upp í þakið á Boganum svo að stöðva þurfti leik og hefja hann að nýju. „Þetta er bara fáránlegt. Þær fá gott færi af því að boltinn fór upp í loftið í einhverri höll. Mér finnst bara leiðinlegt að horfa á fótbolta svona. Í Fjarðabyggðarhöllinni er þetta líka svo þétt að maður sá ekki hvað var að gerast þegar boltinn var úti við hliðarlínu,“ sagði Mist. Á það var bent að Þór/KA hefði lokið síðasta tímabili á Greifavellinum á KA-svæðinu og velt vöngum yfir því af hverju Akureyringar spiluðu ekki þar núna: „Þetta hlýtur að vera þeirra val. Þau hljóta að hugsa með sér að þeim líði best þarna, með sinn klefa. Eitthvað umhverfi sem leikmenn vilja. Við hin verðum þá bara að bíta í það súra epli,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist greip þá inn í: „Ég skil alveg að þær vilji þetta en ég skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta. Mér finnst þurfa að vera ákveðinn standard á höllunum til að það sé hægt að spila þar.“ Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
„Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að horfa á leiki inni í þessum höllum, bæði Boganum og Fjarðabyggðarhöllinni,“ sagði Mist Edvardsdóttir umbúðalaust í síðasta þætti en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um hallirnar Fjarðabyggðarhöllin verður heimavöllur nýliða FHL fyrir austan í sumar á meðan að ekki er fullnægjandi aðstaða á öðrum völlum. Þór/KA ákvað svo að byrja tímabil sitt í Boganum á meðan að grasvöllur Þórs er að ná sér eftir veturinn en sérfræðingarnir í Bestu mörkunum furðuðu sig á að leikur liðsins við Tindastól skyldi ekki frekar fara fram á gervigrasvellinum sem karlalið KA spilar sína heimaleiki á. Í þættinum voru sýnd dæmi um það þegar boltinn fór upp í þakið á Boganum svo að stöðva þurfti leik og hefja hann að nýju. „Þetta er bara fáránlegt. Þær fá gott færi af því að boltinn fór upp í loftið í einhverri höll. Mér finnst bara leiðinlegt að horfa á fótbolta svona. Í Fjarðabyggðarhöllinni er þetta líka svo þétt að maður sá ekki hvað var að gerast þegar boltinn var úti við hliðarlínu,“ sagði Mist. Á það var bent að Þór/KA hefði lokið síðasta tímabili á Greifavellinum á KA-svæðinu og velt vöngum yfir því af hverju Akureyringar spiluðu ekki þar núna: „Þetta hlýtur að vera þeirra val. Þau hljóta að hugsa með sér að þeim líði best þarna, með sinn klefa. Eitthvað umhverfi sem leikmenn vilja. Við hin verðum þá bara að bíta í það súra epli,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist greip þá inn í: „Ég skil alveg að þær vilji þetta en ég skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta. Mér finnst þurfa að vera ákveðinn standard á höllunum til að það sé hægt að spila þar.“
Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira