Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. apríl 2025 20:25 Arngunnur Ýr Gylfadóttir hlaut nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar á síðasta degir vetrar. REC media Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlistarkona er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2025. Hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í Hafnarfirði með vali á bæjarlistamanni ársins og tók Arngunnur Ýr við nafnbótinni við hátíðlega athöfn fyrr í kvöld. „Ég er svo sannarlega stolt. Virkilega heiðruð, glöð og þakklát. Ég vil gefa af mér og finnst frábært að fá til baka,“ sagði Arngunnur Ýr um nafnbótina. Arngunnur á vinnustofu sinni í Sléttuhlíð.Hafnarfjarðarbær Arngunnur útskrifaðist með BFA-gráðu í málaralist frá San Francisco Art Institute árið 1986. Hún var síðar gestanemi við Gerrit Rietveld-akademíuna í Amsterdam, Hollandi, 1989 til 1990 en sneri aftur til Kaliforníu og lauk meistaragráðu í málaralist frá Mills-háskólanum í Oakland árið 1992. Hún hefur skapað sér feril til áratuga, haldið einka- og samsýningar hérlendis, í Bandaríkjunum og meginlandi Evróp og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. „Ég hef þurft á myndlist að halda alveg síðan ég var eins árs segja foreldrar mínir. Það er satt. Ég var alltaf að teikna. Sterkasti krafturinn í mér er þessi þörf fyrir að tjá það sem ég upplifi. Þá er það yfirleitt á blaði, striga eða viðarplötu. Þannig hefur það verið alla mína tíð,“ sagði hún þegar hún hlaut nafnbótina. Mun aldrei selja húsið í Hafnarfirði „Aðdráttaraflið hefur togað mig út í heim en ég alltaf leitað heim,“ sagði Arngunnur við athöfnina. Hún hefur búið víða, á Hawaii, í Kaliforníu og í Nova Scotia en hún kom ein heim með Goðafossi þegar fjölskyldan varð eftir ytra. Hún segist hafa fundið sér samastað í Sléttuhlíð í Hafnarfirði en þar er hún einnig með vinnustofu. „Við maðurinn minn búum hér og ég nýt þess að ganga þær mörgu dásamlegu gönguleiðir í nágrenninu. Hann fer í Suðurbæjarlaug og spjallar þar við fólkið. Ég er ekkert að fara og mun aldrei selja húsið mitt hér enda kann ég svo vel við bæjarbraginn,“ sagði Arngunnur á athöfninni. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, veitti Arngunni nafnbótina.REC media Þau sem hlotið hafa nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar eru: 2024 – Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona 2023 – Pétur Gautur, myndlistamaður 2022 – Björn Thoroddsen, gítarleikari 2021 – Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður 2020 – Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari 2019 – Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri 2018 – Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður 2017 – Steingrímur Eyfjörð, myndlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2015 til 2016 2014 – Andrés Þór Gunnlaugsson, tónlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2010 til 2013 2009 – Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona 2008 – Sigurður Sigurjónsson, leikari 2007 – Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður 2006 – Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona 2005 – Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), myndlistarmaður Hafnarfjörður Myndlist Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í Hafnarfirði með vali á bæjarlistamanni ársins og tók Arngunnur Ýr við nafnbótinni við hátíðlega athöfn fyrr í kvöld. „Ég er svo sannarlega stolt. Virkilega heiðruð, glöð og þakklát. Ég vil gefa af mér og finnst frábært að fá til baka,“ sagði Arngunnur Ýr um nafnbótina. Arngunnur á vinnustofu sinni í Sléttuhlíð.Hafnarfjarðarbær Arngunnur útskrifaðist með BFA-gráðu í málaralist frá San Francisco Art Institute árið 1986. Hún var síðar gestanemi við Gerrit Rietveld-akademíuna í Amsterdam, Hollandi, 1989 til 1990 en sneri aftur til Kaliforníu og lauk meistaragráðu í málaralist frá Mills-háskólanum í Oakland árið 1992. Hún hefur skapað sér feril til áratuga, haldið einka- og samsýningar hérlendis, í Bandaríkjunum og meginlandi Evróp og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. „Ég hef þurft á myndlist að halda alveg síðan ég var eins árs segja foreldrar mínir. Það er satt. Ég var alltaf að teikna. Sterkasti krafturinn í mér er þessi þörf fyrir að tjá það sem ég upplifi. Þá er það yfirleitt á blaði, striga eða viðarplötu. Þannig hefur það verið alla mína tíð,“ sagði hún þegar hún hlaut nafnbótina. Mun aldrei selja húsið í Hafnarfirði „Aðdráttaraflið hefur togað mig út í heim en ég alltaf leitað heim,“ sagði Arngunnur við athöfnina. Hún hefur búið víða, á Hawaii, í Kaliforníu og í Nova Scotia en hún kom ein heim með Goðafossi þegar fjölskyldan varð eftir ytra. Hún segist hafa fundið sér samastað í Sléttuhlíð í Hafnarfirði en þar er hún einnig með vinnustofu. „Við maðurinn minn búum hér og ég nýt þess að ganga þær mörgu dásamlegu gönguleiðir í nágrenninu. Hann fer í Suðurbæjarlaug og spjallar þar við fólkið. Ég er ekkert að fara og mun aldrei selja húsið mitt hér enda kann ég svo vel við bæjarbraginn,“ sagði Arngunnur á athöfninni. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, veitti Arngunni nafnbótina.REC media Þau sem hlotið hafa nafnbótina bæjarlistamaður Hafnarfjarðar eru: 2024 – Ebba Katrín Finnsdóttir, leikkona 2023 – Pétur Gautur, myndlistamaður 2022 – Björn Thoroddsen, gítarleikari 2021 – Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður 2020 – Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari 2019 – Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri 2018 – Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður 2017 – Steingrímur Eyfjörð, myndlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2015 til 2016 2014 – Andrés Þór Gunnlaugsson, tónlistarmaður Ekki voru útnefndir bæjarlistamenn á árunum 2010 til 2013 2009 – Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, söngkona 2008 – Sigurður Sigurjónsson, leikari 2007 – Jónína Guðnadóttir, myndlistarmaður 2006 – Elín Ósk Óskarsdóttir, söngkona 2005 – Sigrún Guðjónsdóttir (Rúna), myndlistarmaður
Hafnarfjörður Myndlist Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“