„Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. apríl 2025 22:03 Sólveig Anna fékk sig fullsadda eftir svívirðingar Maríu Pétursdóttur fyrr í dag og sagði sig úr Sósíalistaflokknum. Sanna María sér á eftir henni og vonar að hún komi aftur. Vísir/Arnar/Vilhelm Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði sig úr flokknum í dag. Sanna fagnar gagnrýni en segir engan árangur nást fari allur tíminn í naflaskoðun. Sanna skrifaði færslu í Rauða þráðinn, umræðuhóp Sósíalistaflokksins, fyrr í kvöld. Hún fór þar yfir af hverju flokkurinn var stofnaður og hvernig hann megi ná markmiðum sínum. Hún segir fólk þurfa að muna af hverju Sósíalistaflokkurinn var stofnaður og hvað það er sem hann er að reyna að ná fram í íslensku samfélagi. Hún hafi farið út í baráttuna svo engin börn þurfi að upplifa „svengd, hungur og fátækt.“ „Því er ekki náð með því að horfa sífellt inn á við, á aðra félaga og hvað þeir gera eða gera ekki. Auðvitað er gagnrýnin umræða af hinu góða en engum árangri er náð ef allur tíminn fer í innri naflaskoðun án þess að starfa út á við fyrir fólkið,“ skrifar hún svo. Þar vísar hún í ólgu innan flokksins sem hefur brotist út á Rauða þræðinum og á fundum flokksins. Þar hafa spjótin aðallega beinst að Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdastjórnar flokksins og ritstjóra Samstöðvarinnar, sem hefur verið sakaður um þöggun og ofríki. Sér á eftir Sólveigu Önnu Undir lok færslunnar skrifar Sanna síðan: „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki sem ég vona að komi aftur. Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við.“ Án efa er Sanna þar að vísa í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, sem sagði sig úr Sósíalistaflokknum eftir ummæli Maríu Pétursdóttur, sem var þangað til nýverið formaður málefnastjórnar flokksins, sem hún skrifaði um Sólveigu fyrr í dag. María skrifaði þar að Sólveig talaði inn í fasisma og öfga-hægristefnu og talaði gegn mannréttindum. Sólveig sagði að við það að lesa svívirðingar Maríu væri henni ljóst að hún ætti ekki lengur heima í Sósíalistaflokknum. Fjöldi fólks hefur skrifaði ummæli við færslu Sönnu, þar á meðal Viðar Þorsteinsson, fræðslustjóri Eflingar og einn nánasti samstarfsfélgi Sólveigar Önnu, sem skrifar: „Hefði verið gott ef forystan hefði stigið inn fyrr til að tempra ofstækið.“ Sósíalistaflokkurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að takmarka virkni meðlima í Rauða þræðinum við eina færslu á dag og ein ummæli á klukkustund. Forysta flokksins hefur verið sökuð um ólýðræðisleg vinnubrögð en Gunnar Smári segir ákveðinn hóp stefna að Maóískri menningarbyltingu innan flokksins. 5. apríl 2025 13:37 Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, segist ekki aðeins hafa hætt í borgarstjórn vegna veikinda heldur hafi flokksforystan ráðskast með hann. Hann hafi til að mynda gefið þrjár milljónir af borgarstjórnarlaunum sínum til styrktarsjóðsins Vorstjörnunnar en engar þakkir fengið fyrir. 13. mars 2025 14:48 Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Sanna skrifaði færslu í Rauða þráðinn, umræðuhóp Sósíalistaflokksins, fyrr í kvöld. Hún fór þar yfir af hverju flokkurinn var stofnaður og hvernig hann megi ná markmiðum sínum. Hún segir fólk þurfa að muna af hverju Sósíalistaflokkurinn var stofnaður og hvað það er sem hann er að reyna að ná fram í íslensku samfélagi. Hún hafi farið út í baráttuna svo engin börn þurfi að upplifa „svengd, hungur og fátækt.“ „Því er ekki náð með því að horfa sífellt inn á við, á aðra félaga og hvað þeir gera eða gera ekki. Auðvitað er gagnrýnin umræða af hinu góða en engum árangri er náð ef allur tíminn fer í innri naflaskoðun án þess að starfa út á við fyrir fólkið,“ skrifar hún svo. Þar vísar hún í ólgu innan flokksins sem hefur brotist út á Rauða þræðinum og á fundum flokksins. Þar hafa spjótin aðallega beinst að Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdastjórnar flokksins og ritstjóra Samstöðvarinnar, sem hefur verið sakaður um þöggun og ofríki. Sér á eftir Sólveigu Önnu Undir lok færslunnar skrifar Sanna síðan: „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki sem ég vona að komi aftur. Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við.“ Án efa er Sanna þar að vísa í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, sem sagði sig úr Sósíalistaflokknum eftir ummæli Maríu Pétursdóttur, sem var þangað til nýverið formaður málefnastjórnar flokksins, sem hún skrifaði um Sólveigu fyrr í dag. María skrifaði þar að Sólveig talaði inn í fasisma og öfga-hægristefnu og talaði gegn mannréttindum. Sólveig sagði að við það að lesa svívirðingar Maríu væri henni ljóst að hún ætti ekki lengur heima í Sósíalistaflokknum. Fjöldi fólks hefur skrifaði ummæli við færslu Sönnu, þar á meðal Viðar Þorsteinsson, fræðslustjóri Eflingar og einn nánasti samstarfsfélgi Sólveigar Önnu, sem skrifar: „Hefði verið gott ef forystan hefði stigið inn fyrr til að tempra ofstækið.“
Sósíalistaflokkurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að takmarka virkni meðlima í Rauða þræðinum við eina færslu á dag og ein ummæli á klukkustund. Forysta flokksins hefur verið sökuð um ólýðræðisleg vinnubrögð en Gunnar Smári segir ákveðinn hóp stefna að Maóískri menningarbyltingu innan flokksins. 5. apríl 2025 13:37 Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, segist ekki aðeins hafa hætt í borgarstjórn vegna veikinda heldur hafi flokksforystan ráðskast með hann. Hann hafi til að mynda gefið þrjár milljónir af borgarstjórnarlaunum sínum til styrktarsjóðsins Vorstjörnunnar en engar þakkir fengið fyrir. 13. mars 2025 14:48 Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að takmarka virkni meðlima í Rauða þræðinum við eina færslu á dag og ein ummæli á klukkustund. Forysta flokksins hefur verið sökuð um ólýðræðisleg vinnubrögð en Gunnar Smári segir ákveðinn hóp stefna að Maóískri menningarbyltingu innan flokksins. 5. apríl 2025 13:37
Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16
Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, segist ekki aðeins hafa hætt í borgarstjórn vegna veikinda heldur hafi flokksforystan ráðskast með hann. Hann hafi til að mynda gefið þrjár milljónir af borgarstjórnarlaunum sínum til styrktarsjóðsins Vorstjörnunnar en engar þakkir fengið fyrir. 13. mars 2025 14:48
Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45