Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jean-Philippe Mateta fagnar eftir að hafa jafnað í 2-2.
Jean-Philippe Mateta fagnar eftir að hafa jafnað í 2-2. getty/Marc Atkins

Arsenal og Crystal Palace skildu jöfn, 2-2, á Emirates í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Ef Palace hefði unnið leikinn hefði Liverpool orðið Englandsmeistari.

Jean-Philippe Mateta skoraði jöfnunarmark Palace á 83. mínútu, þremur mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann nýtti sér þá mistök Williams Saliba og vippaði boltanum yfir David Raya í marki Skyttanna.

Arsenal komst tvisvar yfir í leiknum en tókst ekki að landa sigri. Liðið er með 67 stig í 2. sæti deildarinnar, tólf stigum á eftir Liverpool sem þarf aðeins eitt stig í viðbót til að verða meistari.

Jakub Kiwior kom Arsenal yfir á 3. mínútu þegar hann skallaði aukaspyrnu Martins Ødegaard í netið.

Eberechi Eze jafnaði metin á 27. mínútu þegar hann skoraði með laglegu skoti yfir sendingu frá Adam Wharton.

Leandro Trossard kom Arsenal aftur yfir þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks en Mateta jafnaði svo metin undir lokin eins og áður sagði.

Palace, sem hefur aðeins fengið tvö stig í síðustu fjórum leikjum, er í 12. sæti deildarinnar með 45 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira