Fótbolti

Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez spilaði Lionel með Messi í argentínska landsliðinu en með Cristiano Ronaldo hjá Manchester United.
Carlos Tevez spilaði Lionel með Messi í argentínska landsliðinu en með Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. Getty/Lars Baron/Tom Purslow

Argentínumaðurinn Carlos Tevez hefur verið liðfélagi bæði Cristiano Ronaldo og Lionel Messi á ferlinum. Nú vill hann að þeir taki þátt í kveðjuleiknum hans.

Tevez, setti fótboltaskóna upp á hilluna árið 2022, en hann á enn eftir að fá sérstakan kveðjuleik.

Tevez átti farsælan feril í bæði ensku úrvalsdeildinni og í Seríu A og hefur spilað með mörgum frábærum leikmönnum.

Tevez ræddi þennan mögulega kveðjuleik sinn á Olgu hlaðvarpsveitunni.

„Já ég ætla að skipuleggja kveðjuleik. Ég mun líklega gera það. Við verðum að finna út hvenær. Það er ekki auðvelt,“ sagði Carlos Tevez. ESPN segir frá.

Tevez var þá spurður um möguleikann á því að þeir Ronaldo og Messi tækju þátt í leiknum.

„Við munum fá þá til að spila saman,“ sagði Tevez bjartsýnn. Hann spilaði með Messi í argentínska landsliðinu frá 2005 til 2015 en með Ronaldo hjá Manchester United.

Tevez vann sex titla með Ronaldo hjá United þar af ensku úrvalsdeildina tvisvar. Hinn 41 árs gamli Tevez segist hafa haldið sambandinu við bæði Ronaldo og Messi. „Ég mun í versta falli bara ná í hann sjálfur,“ sagði Tevez um Ronaldo.

Tevez reyndi fyrir sér sem þjálfari hjá bæði Rosario Central og Independiente en er nú atvinnulaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×