Jónas Ingimundarson er látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2025 19:07 Jónas í Salnum í Kópavogi þar sem hann spilaði oftsisnnis. Hann var heiðursborgari Kópavogs. Kópavogsbær Jónas Ingimundarson píanóleikari er látinn áttræður að aldri. Sonur Jónasar greinir frá andláti föður síns sem lést mánudaginn 14. apríl. Jónas fæddist á Bergþórshvoli en ólst upp á Selfossi og í Þorlákshöfn. Þar hófst tónlistarferill hans, sem spannar yfir fimmtíu ár og markaði djúp spor í íslensku tónlistarlífi. Hann var ekki aðeins virtur píanóleikari heldur einnig kórstjóri, kennari og ötull kynningarfulltrúi tónlistar. Með einlægri hugsjón og kímnigáfu náði hann að laða að sér áheyrendur og skapa hlýlegt andrúmsloft í kringum sig. Jónas spilar og eiginkonan Ágústa til taks að fletta. Jónas hélt á ferli sínum fjölda tónleika um allt land og vann með mörgum af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Samstarf hans við Kristinn Sigmundsson óperusöngvara var sérstaklega farsælt en Jónas spilaði með fjölmörgum af bestu söngvurum Íslands svo sem Gunnari Guðbjörnssyni, Hallveigu Rúnarsdóttur og Bergþóri Pálssyni svo nokkur séu nefnd til sögunnar. Jónas og Kristinn á góðri stundu. Jónas var heiðursfélagi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi og heiðursborgari Kópavogs. Hann var einnig heiðraður af menningarnefnd Ölfuss fyrir framlag sitt til menningarlífsins þar. Haukur Ingi Jónasson, sonur Jónasar, segir í færslu á Facebook að faðir hans hafi látist saddur lífsdaga í faðmi eiginkonu Jónasar og móður Hauks, Ágústu Hauksdóttur. Útför Jónasar verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík þann 23. apríl klukkan 15. Jónas og Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari.Gunnar Guðbjörnsson „Innilegar þakkir til allra vina, vanda- og velgjörðarfólks okkar; og alveg sérstakar þakkir til starfsfólks heilsugæslunnar, Landspítalans og heimahjúkrunar fyrir einstaka áratuga langa þjónustu! Við búum við einstök lífskjör, samfélagslega fegurð og listfengi í þessu landi! Höldum okkur við það!“ segir Haukur Ingi. Andlát Tónlist Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Sjá meira
Jónas fæddist á Bergþórshvoli en ólst upp á Selfossi og í Þorlákshöfn. Þar hófst tónlistarferill hans, sem spannar yfir fimmtíu ár og markaði djúp spor í íslensku tónlistarlífi. Hann var ekki aðeins virtur píanóleikari heldur einnig kórstjóri, kennari og ötull kynningarfulltrúi tónlistar. Með einlægri hugsjón og kímnigáfu náði hann að laða að sér áheyrendur og skapa hlýlegt andrúmsloft í kringum sig. Jónas spilar og eiginkonan Ágústa til taks að fletta. Jónas hélt á ferli sínum fjölda tónleika um allt land og vann með mörgum af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Samstarf hans við Kristinn Sigmundsson óperusöngvara var sérstaklega farsælt en Jónas spilaði með fjölmörgum af bestu söngvurum Íslands svo sem Gunnari Guðbjörnssyni, Hallveigu Rúnarsdóttur og Bergþóri Pálssyni svo nokkur séu nefnd til sögunnar. Jónas og Kristinn á góðri stundu. Jónas var heiðursfélagi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi og heiðursborgari Kópavogs. Hann var einnig heiðraður af menningarnefnd Ölfuss fyrir framlag sitt til menningarlífsins þar. Haukur Ingi Jónasson, sonur Jónasar, segir í færslu á Facebook að faðir hans hafi látist saddur lífsdaga í faðmi eiginkonu Jónasar og móður Hauks, Ágústu Hauksdóttur. Útför Jónasar verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík þann 23. apríl klukkan 15. Jónas og Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari.Gunnar Guðbjörnsson „Innilegar þakkir til allra vina, vanda- og velgjörðarfólks okkar; og alveg sérstakar þakkir til starfsfólks heilsugæslunnar, Landspítalans og heimahjúkrunar fyrir einstaka áratuga langa þjónustu! Við búum við einstök lífskjör, samfélagslega fegurð og listfengi í þessu landi! Höldum okkur við það!“ segir Haukur Ingi.
Andlát Tónlist Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Sjá meira