Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2025 16:03 Watkins kom Villa yfir nánast í sömu andrá og leikurinn var flautaður á. EPA-EFE/TIM KEETON Aston Villa lét vonbrigði vikunnar gegn París Saint-Germain ekki á sig fá og rúllaði yfir Newcastle United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Lokatölur á Villa Park 4-1 og baráttan um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð galopin. Í miðri viku var Villa nálægt því að eiga eina af endurkomum aldarinnar eftir að vera um tíma 5-1 undir í einvígi sínu gegn París Saint-Germain. Þrátt fyrir magnaða frammistöðu tókst Villa ekki að knýja fram framlengingu né sigur og er því úr leik í Evrópu í ár. Það var ekki að sjá að úrslitin sætu í leikmönnum Villa sem virðast staðráðnir í að komast í Meistaradeildina á nýjan leik. Það var varla hálf mínúta liðin af leiknum þegar Youri Tielemans var búinn að gefa á Ollie Watkins sem kom Villa yfir. Fabian Schär jafnaði metin með umdeildu marki á 18. mínútu og staðan 1-1 í hálfleik. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum. Vinstri bakvörðurinn Ian Maatsen skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark eftir að Watkins lagði boltann fyrir Hollendinginn þegar 64 mínútur voru liðnar af leiknum. Heimamenn gerðu svo út um leikinn með tveimur mörkum með stuttu millibili í kjölfar tvöfaldrar skiptingar Unai Emery. Fyrst setti Dan Burn boltann í eigið net eftir að reyna hindra fyrirgjöf. Stuttu síðar skoraði varamaðurinn Amadou Onana frábært mark og leiknum svo gott sem lokið. Veisla hjá Villa.EPA-EFE/TIM KEETON Leiknum lauk með 4-1 sigri Villa sem er nú með 57 stig í 6. sæti. Eru það jafn mörg stig og Nottingham Forest er með í 5. sætinu en Forest á þó leik til góða. Englandsmeistarar Manchester City eru með 58 stig í 4. sæti og Newcastle United er með 59 stig í 3. sæti. Chelsea er svo í 7. sæti með 54 stig og leik til góða á Villa. Enski boltinn Fótbolti
Aston Villa lét vonbrigði vikunnar gegn París Saint-Germain ekki á sig fá og rúllaði yfir Newcastle United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Lokatölur á Villa Park 4-1 og baráttan um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð galopin. Í miðri viku var Villa nálægt því að eiga eina af endurkomum aldarinnar eftir að vera um tíma 5-1 undir í einvígi sínu gegn París Saint-Germain. Þrátt fyrir magnaða frammistöðu tókst Villa ekki að knýja fram framlengingu né sigur og er því úr leik í Evrópu í ár. Það var ekki að sjá að úrslitin sætu í leikmönnum Villa sem virðast staðráðnir í að komast í Meistaradeildina á nýjan leik. Það var varla hálf mínúta liðin af leiknum þegar Youri Tielemans var búinn að gefa á Ollie Watkins sem kom Villa yfir. Fabian Schär jafnaði metin með umdeildu marki á 18. mínútu og staðan 1-1 í hálfleik. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum. Vinstri bakvörðurinn Ian Maatsen skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark eftir að Watkins lagði boltann fyrir Hollendinginn þegar 64 mínútur voru liðnar af leiknum. Heimamenn gerðu svo út um leikinn með tveimur mörkum með stuttu millibili í kjölfar tvöfaldrar skiptingar Unai Emery. Fyrst setti Dan Burn boltann í eigið net eftir að reyna hindra fyrirgjöf. Stuttu síðar skoraði varamaðurinn Amadou Onana frábært mark og leiknum svo gott sem lokið. Veisla hjá Villa.EPA-EFE/TIM KEETON Leiknum lauk með 4-1 sigri Villa sem er nú með 57 stig í 6. sæti. Eru það jafn mörg stig og Nottingham Forest er með í 5. sætinu en Forest á þó leik til góða. Englandsmeistarar Manchester City eru með 58 stig í 4. sæti og Newcastle United er með 59 stig í 3. sæti. Chelsea er svo í 7. sæti með 54 stig og leik til góða á Villa.