Lífið

Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Sandra Barilli er viðmælandi í Einkalífinu.
Sandra Barilli er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Einar

„Ég er rosa fegin að ég sé ekki sautján ára og þetta er að gerast. Þannig maður getur tekið þessu með meira æðruleysi,“ segir stórstjarnan Sandra Barilli sem er góðkunnug landsmönnum bæði af skjánum og úr hinum ýmsu partýjum. Sandra er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir á einlægum nótum um skrautlegt líf sitt.

Hér má sjá viðtalið við Söndru í heild sinni:

Klippa: Einkalífið - Sandra Barilli

Sandra, sem er fædd árið 1986, fer yfir ár sín í London þar sem hún lærði leiklist en komst svo að þeirri niðurstöðu að hana langaði ekki að verða leikkona. Örlögin áttu þó eftir að troða henni fyrir framan myndavélina því einhverjum árum síðar var hún orðin ein þekktasta sjónvarpsleikkona landsins.

Sandra talar reiprennandi ítölsku og tók upp nafn fjölskyldu sem hún dvaldi hjá þegar hún var skiptinemi þar. Hún segist fyrst og fremst hafa gert það því hún taldi hættulegt að gefa upp sitt rétta nafn á Internetinu. Nú þekkja hana allir sem Sandra Barilli, hún er þó Gísladóttir, en nafnið fer lítið fyrir brjóstið á föður hennar.

Sjálfstæði hefur alla tíð einkennd karakter Söndru og hefur uppeldið þar haft mótandi áhrif. Hún á í góðu sambandi við sjálfa sig, líður vel einhleypri og segist ekki ætla að byrja með einhverjum bara út af því samfélagið segir það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.