Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Lovísa Arnardóttir skrifar 15. apríl 2025 15:19 Veðurstofan segir að á meðan kvikusöfnun haldi áfram megi gera ráð fyrir endurteknum kvikuhlaupum og eldgosum. Vísir/Rax Nýtt hættumatskort Veðurstofunnar tekur gildi í dag. Kortinu er ætlað að gera betur skil hættu sem getur átt sér stað utan þeirra svæða sem áður var lögð áhersla á. Nýtt hættumatskort gildir til 22. apríl. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar kemur einnig fram að landris í Svartsengi haldi áfram en að dregið hafi úr hraðanum frá síðustu viku. Hraðinn nú er um tvöfalt meiri en hann var rétt fyrir síðasta gos eða svipaður hraðanum sem var í upphafi þessarar goshrinu sem hófst 2024. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að Veðurstofan vakti svæðið áfram og meti mögulegar sviðsmyndir. Enn landris og skjálftar Á meðan kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsendi segir Veðurstofan að reikna verði með endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Í tilkynningu segir að áfram mælist nokkur smáskjálftavirkni í kringum kvikuganginn sem myndaðist 1. apríl. Enn mælist tugir skjálfta á hverjum degi á svæðinu og að stærsti skjálftinn síðustu vikuna hafi mælst í fyrradag. Sá var 3.3 að stærð og var staðsettur yfir norðurhluta kvikugangsins um tæpa 4 kílómetra ANA við Keili. Langflestir skjálftanna eru undir tveimur að stærð og mælast á milli tveggja til sex kílómetra dýpi. Nýtt hættumat Veðurstofan tekur í notkun í dag nýja útgáfu af hættumatskorti fyrir umbrotasvæði á Reykjanesskaga. Kortið gildir til 22. apríl að öllu óbreyttu. Svona lítur nýja hættumatskortið út. Það gildir til 22. apríl. Veðurstofan Nýja útgáfan kemur í stað fyrra hættumatskorts sem hefur verið notað og birt síðan í nóvember 2023 og sýndi hættumat sjö vel skilgreindra svæða í næsta nágrenni umbrotasvæðisins á Sundhnúksgígaröðinni. Sjö-svæða kortið hefur verið uppfært og gefið út 108 sinnum síðan 20. nóvember 2023. Í tilkynningu segir að kortið hafi haft sína kosti en að annmarkar þess hafi helst verið hve erfitt hafi verið að gera hættu utan skilgreindu svæðanna sjö skil. Gamla hættumatskortið tók aðeins fyrir Grindavík og svæðið í kring. Veðurstofan Nýleg þróun atburða á skaganum, þar sem kvikugangur myndaðist og náði í norðaustur hluta eldstöðvarkerfis Svartsengis þann 1. apríl 2025 og gosupptök urðu vestur af nyrsta hluta Fagradalsfjalls í ágúst 2024, undirstriki þörf á hættumati fyrir stærra svæði. „Því hefur nýtt kort verið þróað til að yfirstíga takmarkanir fyrra korts. Nýja kortið nýtist ekki eingöngu við hættumat á Reykjanesskaga heldur hefur verið þróuð aðferðafræði sem hægt er að beita á öll önnur virk eldstöðvakerfi á Íslandi,“ segir að lokum í tilkynningu Veðurstofunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur frá því að jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021, mældist í morgun, 3,7 að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar skjálftavirkni jókst til muna. 15. apríl 2025 12:30 Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52 Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. 9. apríl 2025 19:02 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar kemur einnig fram að landris í Svartsengi haldi áfram en að dregið hafi úr hraðanum frá síðustu viku. Hraðinn nú er um tvöfalt meiri en hann var rétt fyrir síðasta gos eða svipaður hraðanum sem var í upphafi þessarar goshrinu sem hófst 2024. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að Veðurstofan vakti svæðið áfram og meti mögulegar sviðsmyndir. Enn landris og skjálftar Á meðan kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsendi segir Veðurstofan að reikna verði með endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Í tilkynningu segir að áfram mælist nokkur smáskjálftavirkni í kringum kvikuganginn sem myndaðist 1. apríl. Enn mælist tugir skjálfta á hverjum degi á svæðinu og að stærsti skjálftinn síðustu vikuna hafi mælst í fyrradag. Sá var 3.3 að stærð og var staðsettur yfir norðurhluta kvikugangsins um tæpa 4 kílómetra ANA við Keili. Langflestir skjálftanna eru undir tveimur að stærð og mælast á milli tveggja til sex kílómetra dýpi. Nýtt hættumat Veðurstofan tekur í notkun í dag nýja útgáfu af hættumatskorti fyrir umbrotasvæði á Reykjanesskaga. Kortið gildir til 22. apríl að öllu óbreyttu. Svona lítur nýja hættumatskortið út. Það gildir til 22. apríl. Veðurstofan Nýja útgáfan kemur í stað fyrra hættumatskorts sem hefur verið notað og birt síðan í nóvember 2023 og sýndi hættumat sjö vel skilgreindra svæða í næsta nágrenni umbrotasvæðisins á Sundhnúksgígaröðinni. Sjö-svæða kortið hefur verið uppfært og gefið út 108 sinnum síðan 20. nóvember 2023. Í tilkynningu segir að kortið hafi haft sína kosti en að annmarkar þess hafi helst verið hve erfitt hafi verið að gera hættu utan skilgreindu svæðanna sjö skil. Gamla hættumatskortið tók aðeins fyrir Grindavík og svæðið í kring. Veðurstofan Nýleg þróun atburða á skaganum, þar sem kvikugangur myndaðist og náði í norðaustur hluta eldstöðvarkerfis Svartsengis þann 1. apríl 2025 og gosupptök urðu vestur af nyrsta hluta Fagradalsfjalls í ágúst 2024, undirstriki þörf á hættumati fyrir stærra svæði. „Því hefur nýtt kort verið þróað til að yfirstíga takmarkanir fyrra korts. Nýja kortið nýtist ekki eingöngu við hættumat á Reykjanesskaga heldur hefur verið þróuð aðferðafræði sem hægt er að beita á öll önnur virk eldstöðvakerfi á Íslandi,“ segir að lokum í tilkynningu Veðurstofunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur frá því að jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021, mældist í morgun, 3,7 að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar skjálftavirkni jókst til muna. 15. apríl 2025 12:30 Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52 Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. 9. apríl 2025 19:02 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur frá því að jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021, mældist í morgun, 3,7 að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar skjálftavirkni jókst til muna. 15. apríl 2025 12:30
Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52
Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. 9. apríl 2025 19:02