Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 11:32 Rory McIlroy og Bryson DeChambeau voru saman í lokahollinu á Mastersmótinu en töluðu ekkert saman á öllum hringnum. getty/Richard Heathcote Rory McIlroy og Bryson DeChambeau voru saman í síðasta hollinu á Mastersmótinu í golfi á lokadeginum en annar þeirra sá til þess að samskiptin þeirra á milli voru engin. DeChambeau náði forskotinu af McIlroy eftir fyrstu tvær holurnar á sunnudaginn en gaf svo eftir á meðan McIlroy fór alla leið og tryggði sér sinn fyrsta græna jakka. DeChambeau átti ekki góðan dag og endaði í fimmta sæti fjórum höggum á eftir McIlroy. Eftir mótið var DeChambeau spurður út í samskiptin við McIlroy á lokahringnum. Þá kom í ljós að McIlroy lokaði á öll samskipti milli þeirra. Hvernig var McIlroy á lokahringnum var spurningin sem DeChambeau fékk. „Ekki hugmynd. Hann talaði ekki eitt orð við mig allan daginn,“ sagði Bryson DeChambeau. „Hann var líklega bara svona einbeittur ef ég á að giska. Það er samt ekki fyrir mig,“ sagði DeChambeau. DeChambeau byrjaði lokadaginn mjög vel eins og áður kom fram en fékk skolla á bæði þriðju og fjórðu. Hann fékk síðan skramba á elleftu, skolla á tólftu og fékk enn einn skollann á sautjándu. DeChambeau lék lokahringinn á 75 höggum eða þremur höggum yfir par. DeChambeau viðurkenndi að hafa fundið til með McIlroy þegar hann setti kúluna í vatnið á þrettándu. „Ég vildi gráta fyrir hans hönd. Sem atvinnumaður þá lá beint fyrir að slá hann inn á miðja flöt og ég trúi því ekki að hann hafi reynt þetta. Það voru tímar þar sem hann hafði fulla stjórn en á öðrum spurði maður sig hvað væri eiginlega í gangi hjá honum,“ sagði DeChambeau. Rory McIlroy tókst síðan að tryggja sér sigurinn í umspilinu þökk sé frábæru innáhöggi á átjándu. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Masters-mótið Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
DeChambeau náði forskotinu af McIlroy eftir fyrstu tvær holurnar á sunnudaginn en gaf svo eftir á meðan McIlroy fór alla leið og tryggði sér sinn fyrsta græna jakka. DeChambeau átti ekki góðan dag og endaði í fimmta sæti fjórum höggum á eftir McIlroy. Eftir mótið var DeChambeau spurður út í samskiptin við McIlroy á lokahringnum. Þá kom í ljós að McIlroy lokaði á öll samskipti milli þeirra. Hvernig var McIlroy á lokahringnum var spurningin sem DeChambeau fékk. „Ekki hugmynd. Hann talaði ekki eitt orð við mig allan daginn,“ sagði Bryson DeChambeau. „Hann var líklega bara svona einbeittur ef ég á að giska. Það er samt ekki fyrir mig,“ sagði DeChambeau. DeChambeau byrjaði lokadaginn mjög vel eins og áður kom fram en fékk skolla á bæði þriðju og fjórðu. Hann fékk síðan skramba á elleftu, skolla á tólftu og fékk enn einn skollann á sautjándu. DeChambeau lék lokahringinn á 75 höggum eða þremur höggum yfir par. DeChambeau viðurkenndi að hafa fundið til með McIlroy þegar hann setti kúluna í vatnið á þrettándu. „Ég vildi gráta fyrir hans hönd. Sem atvinnumaður þá lá beint fyrir að slá hann inn á miðja flöt og ég trúi því ekki að hann hafi reynt þetta. Það voru tímar þar sem hann hafði fulla stjórn en á öðrum spurði maður sig hvað væri eiginlega í gangi hjá honum,“ sagði DeChambeau. Rory McIlroy tókst síðan að tryggja sér sigurinn í umspilinu þökk sé frábæru innáhöggi á átjándu. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Masters-mótið Golf Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira