Innlent

Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðar­bungu

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftar af þessari stærð eru algengir í Bárðarbungu.
Skjálftar af þessari stærð eru algengir í Bárðarbungu. Vísir/RAX

Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð urðu í Bárðarbungu í nótt.

Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar. Þar segir að fyrri skjálftinn hafi mælst 4,1 og orðið klukkan 1:41 og sá seinni verið 4,3 að stærð klukkan 1:43.

Ennfremur segir að skjálftar af þessari stærð séu algengir í Bárðarbungu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×