Andriy Shevchenko á leið til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 09:32 Andrei Shevchenko var leikmaður ítalska félagsins AC Milan þegar hann fékk Gullknöttinn fyrir árið 2004. Getty/New Press Knattspyrnusamband Íslands fær góðan gest í heimsókn til landsins í næsta mánuði en þar er á ferðinni einn besti knattspyrnumaður heims á sínum tíma. Andriy Shevchenko, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Úkraínu, verður sérstakur gestur á Norrænu knattspyrnuráðstefnunni (Nordic Football Research Conference 2025). Shevchenko er núverandi formaður knattspyrnusambands Úkraínu. Ráðstefnan fer í Háskólanum í Reykjavík (HR) dagana 21.-22. maí næstkomandi í samstarfi KSÍ og HR. Þetta er í annað sinn sem þessi ráðstefna er haldin, en knattspyrnusambönd á Norðurlöndum skiptast á að halda þessa ráðstefnu í samstarfi við háskóla í sínu landi. Shevchenko átti glæstan feril sem leikmaður og hlaut meðal annars hin eftirsóttu verðlaun Gullknöttinn, Ballon d´Or, árið 2004, sem eru veitt besta leikmanni fótboltans á hverju ári. Úkraínumaðurinn lék með Dynamo Kiev í heimalandinu, ítalska liðinu AC Milan og enska liðinu Chelsea, auk þess að leika 111 leiki og skora 48 mörk fyrir A landslið þjóðar sinnar. Hann þjálfaði síðan úkraínska landsliðið á árunum 2016 til 2021, auk þess að vera þjálfari Genoa í ítölsku deildinni um skeið tímabilið 2021-2022. Í janúar 2024 var hann kjörinn forseti Knattspyrnusambands Úkraínu. Shevchenko var í framboði til framkvæmdastjórnar UEFA fyrr í þessum mánuði ásamt fjórum öðrum frambjóðendum sem kepptu um tvö sæti, en náði ekki kjöri. Ráðstefnan fer fram dagana 21.til 22. maí en kvöldið áður, þann 20. maí kl. 19:00-21:00 verður haldinn sérstakur opnunarviðburður í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli (3. hæð). Þetta verður spurt og svarað viðburður (Q&A) með Andriy Shevchenko þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Einungis þau sem hafa keypt sér miða á ráðstefnuna geta sótt þann viðburð. Á ráðstefnunni koma saman sérfræðingar á sviði þjálfunar, frammistöðu, greininga og sálfræði fyrir knattspyrnu. Markmiðið er að hjálpa knattspyrnusamböndum, félögum og þjálfurum að ná árangri á vellinum með hagnýtingu þessara fræða. Þjálfarar með UEFA/KSÍ þjálfararéttindi fá 15 endurmenntunarstig fyrir að sitja ráðstefnuna. Samkvæmt reglum UEFA um þjálfaramenntun þá þurfa þjálfarar að sækja 15 endurmenntunarstig yfir þriggja ára tímabil, til að endurnýja þjálfararéttindi. KSÍ Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Andriy Shevchenko, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Úkraínu, verður sérstakur gestur á Norrænu knattspyrnuráðstefnunni (Nordic Football Research Conference 2025). Shevchenko er núverandi formaður knattspyrnusambands Úkraínu. Ráðstefnan fer í Háskólanum í Reykjavík (HR) dagana 21.-22. maí næstkomandi í samstarfi KSÍ og HR. Þetta er í annað sinn sem þessi ráðstefna er haldin, en knattspyrnusambönd á Norðurlöndum skiptast á að halda þessa ráðstefnu í samstarfi við háskóla í sínu landi. Shevchenko átti glæstan feril sem leikmaður og hlaut meðal annars hin eftirsóttu verðlaun Gullknöttinn, Ballon d´Or, árið 2004, sem eru veitt besta leikmanni fótboltans á hverju ári. Úkraínumaðurinn lék með Dynamo Kiev í heimalandinu, ítalska liðinu AC Milan og enska liðinu Chelsea, auk þess að leika 111 leiki og skora 48 mörk fyrir A landslið þjóðar sinnar. Hann þjálfaði síðan úkraínska landsliðið á árunum 2016 til 2021, auk þess að vera þjálfari Genoa í ítölsku deildinni um skeið tímabilið 2021-2022. Í janúar 2024 var hann kjörinn forseti Knattspyrnusambands Úkraínu. Shevchenko var í framboði til framkvæmdastjórnar UEFA fyrr í þessum mánuði ásamt fjórum öðrum frambjóðendum sem kepptu um tvö sæti, en náði ekki kjöri. Ráðstefnan fer fram dagana 21.til 22. maí en kvöldið áður, þann 20. maí kl. 19:00-21:00 verður haldinn sérstakur opnunarviðburður í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli (3. hæð). Þetta verður spurt og svarað viðburður (Q&A) með Andriy Shevchenko þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Einungis þau sem hafa keypt sér miða á ráðstefnuna geta sótt þann viðburð. Á ráðstefnunni koma saman sérfræðingar á sviði þjálfunar, frammistöðu, greininga og sálfræði fyrir knattspyrnu. Markmiðið er að hjálpa knattspyrnusamböndum, félögum og þjálfurum að ná árangri á vellinum með hagnýtingu þessara fræða. Þjálfarar með UEFA/KSÍ þjálfararéttindi fá 15 endurmenntunarstig fyrir að sitja ráðstefnuna. Samkvæmt reglum UEFA um þjálfaramenntun þá þurfa þjálfarar að sækja 15 endurmenntunarstig yfir þriggja ára tímabil, til að endurnýja þjálfararéttindi.
KSÍ Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira