Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. apríl 2025 13:48 Vetrarfærð verður líklega á fjallvegum í hríðarveðri sem gengur yfir landið. Vísir/Vilhelm Vegfarendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir vaxandi hríðarveðri norðaustan lands og einnig á Norðurlandi og á Vestfjörðum þegar líða tekur á daginn. Viðbúið er að einhverjir vegir verði ófærir eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur í kvöld og fram eftir morgni í fyrramálið. Þó er útlit fyrir „ekta páskaveður“ um næstu helgi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir veður geta spillt færð víða þar til á morgun. „Það er hríðarveður sem gengur yfir Norðurland. Þetta er nú sennilega fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði, svona ekta hríðarveður. En sem betur fer eru aðrar aðstæður hagstæðar, mestallan snjó hafði tekið upp og það er ekki lengur frost í vegi. En engu að síður, sérstaklega í kvöld eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur og í nótt þá er hætt við því að vegir, sérstaklega fjallvegir teppist,“ segir Einar. Hann nefnir sem dæmi Mývatns- og Möðrdalsöræfin, Þverárfjall og Vatnsskarð auk fjallvega vestur á fjörðum þar sem vetrarástand er einna helst á Steingrímsfjarðarheiði og Dynjandisheiði. „Það þarf að huga að því fyrir þá sem ætla að vera á ferðinni í dag að bíða ekki með það fram yfir myrkur. Eins er norðanáttin það hvöss í fyrramálið að það má gera ráð fyrir því að það verði vindkviður snarpar á sunnanverðu Snæfellsnesi.“ Einar gerir ráð fyrir að veðrið muni ganga yfir hægt og rólega með morgundeginum. „En það er ennþá hríðarhraglandi í honum fram í dymbilvikuna, alveg fram á skírdag. Það skiptir miklu núna að það er þá kominn nýr snjór sem getur farið af stað og skafið og vetrarástand að nýju.“ Er eitthvað hægt að segja til um páskaveðrið, hvernig er útlitið þá? „Það lítur út fyrir að þessi norðanátt gangi niður um páskana og fyrir páskana. Nú er spáð bara ágætasta veðri, ekta páskaveðri með svölu veðri en hæglátu. Sól á daginn en næturfrost,“ svarar Einar. Veður Færð á vegum Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir veður geta spillt færð víða þar til á morgun. „Það er hríðarveður sem gengur yfir Norðurland. Þetta er nú sennilega fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði, svona ekta hríðarveður. En sem betur fer eru aðrar aðstæður hagstæðar, mestallan snjó hafði tekið upp og það er ekki lengur frost í vegi. En engu að síður, sérstaklega í kvöld eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur og í nótt þá er hætt við því að vegir, sérstaklega fjallvegir teppist,“ segir Einar. Hann nefnir sem dæmi Mývatns- og Möðrdalsöræfin, Þverárfjall og Vatnsskarð auk fjallvega vestur á fjörðum þar sem vetrarástand er einna helst á Steingrímsfjarðarheiði og Dynjandisheiði. „Það þarf að huga að því fyrir þá sem ætla að vera á ferðinni í dag að bíða ekki með það fram yfir myrkur. Eins er norðanáttin það hvöss í fyrramálið að það má gera ráð fyrir því að það verði vindkviður snarpar á sunnanverðu Snæfellsnesi.“ Einar gerir ráð fyrir að veðrið muni ganga yfir hægt og rólega með morgundeginum. „En það er ennþá hríðarhraglandi í honum fram í dymbilvikuna, alveg fram á skírdag. Það skiptir miklu núna að það er þá kominn nýr snjór sem getur farið af stað og skafið og vetrarástand að nýju.“ Er eitthvað hægt að segja til um páskaveðrið, hvernig er útlitið þá? „Það lítur út fyrir að þessi norðanátt gangi niður um páskana og fyrir páskana. Nú er spáð bara ágætasta veðri, ekta páskaveðri með svölu veðri en hæglátu. Sól á daginn en næturfrost,“ svarar Einar.
Veður Færð á vegum Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira