„Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2025 20:46 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að tilraunir til þess að endurvekja ógnarúlfinn svokallaða séu ósmekklegar. Útkoman sé ófyrirsjáanleg og feli í sér mikla grimmd gagnvart dýrunum. Vísindamenn á vegum bandaríska líftæknifyrirtækisins Colossal Biosciences fullyrtu á dögunum að þeim hefði tekist með genatilraun að endurlífga ógnarúlfinn, dýrategund sem dó út fyrir tíu þúsund árum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir málið ekki alveg svo einfalt. „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg. Það er verið að taka nokkra erfðavísa sem voru einangraðir úr steingervingum og koma þeim fyrir í erfðamengi venjulegra úlfa í þeirri von að það breyti útliti þeirra, breyti þeim í eitthvað sem þeir eru ekki. Í fyrsta lagi þá verður ekkert úr þessu ógnarúlfur. Þetta verður úlfur sem er búið að breyta svolítið og er ívið stærri heldur en hinir óbreyttu úlfar.“ Óska þess eða óska þess ekki að úlfarnir éti skapara sína Kári segir að margar siðferðislegar spurningar vakni. Forsvarsmenn líftæknifyrirtækisins hafa sagst ætla að endurvekja fleiri tegundir líkt og loðfílinn, svo minnir á tilraunir sem gerðar voru í Hollywood myndunum Jurassic Park þar sem risaeðlur vöknuðu aftur til lífsins. „Ég held það verði nú líklega ekki neitt skelfilegt eins og Jurassic Park sem kemur út úr þessu en hætta er á því að það verði til illa fötluð dýr. Dýr þar sem er búið að fikta í erfðamenginu og langoftast þegar farið er út í svona lagað þá er útkoman ófyrirsjáanleg. Það er miklu fleira sem gerist en menn ætla sér og mér finnst það ósmekklegt. Mér finnst það grimmdarlegt og mér finnst það ljótt því úr þessu verður skepna sem er með meðvitund, tilfinningar og að öllum líkindum sjálfsvitund.“ Tilraunir til að endurvekja dýrategundir eða breyta erfðamengi mannsins eru í huga Kára ekki erfðavísindi. Markmiðið sé að skilja manninn betur, takast á við sjúkdóma og búa til ný lyf. „Síðan eru menn líka dálítið að reyna að skilja sögu mannsins á grundvelli þess hvernig erfðamengi hefur breyst á hundruði þúsunda ára en það eru fæstir í því að reyna að búa til ófreskjur eins og þessir.“ Kári segir í gríni að aðeins eitt sé í stöðunni. „Það eina sem við getum gert er annað hvort að óska þess eða óska þess ekki að þessir úlfar éti skapara sinn.“ Dýr Vísindi Íslensk erfðagreining Bandaríkin Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Vísindamenn á vegum bandaríska líftæknifyrirtækisins Colossal Biosciences fullyrtu á dögunum að þeim hefði tekist með genatilraun að endurlífga ógnarúlfinn, dýrategund sem dó út fyrir tíu þúsund árum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir málið ekki alveg svo einfalt. „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg. Það er verið að taka nokkra erfðavísa sem voru einangraðir úr steingervingum og koma þeim fyrir í erfðamengi venjulegra úlfa í þeirri von að það breyti útliti þeirra, breyti þeim í eitthvað sem þeir eru ekki. Í fyrsta lagi þá verður ekkert úr þessu ógnarúlfur. Þetta verður úlfur sem er búið að breyta svolítið og er ívið stærri heldur en hinir óbreyttu úlfar.“ Óska þess eða óska þess ekki að úlfarnir éti skapara sína Kári segir að margar siðferðislegar spurningar vakni. Forsvarsmenn líftæknifyrirtækisins hafa sagst ætla að endurvekja fleiri tegundir líkt og loðfílinn, svo minnir á tilraunir sem gerðar voru í Hollywood myndunum Jurassic Park þar sem risaeðlur vöknuðu aftur til lífsins. „Ég held það verði nú líklega ekki neitt skelfilegt eins og Jurassic Park sem kemur út úr þessu en hætta er á því að það verði til illa fötluð dýr. Dýr þar sem er búið að fikta í erfðamenginu og langoftast þegar farið er út í svona lagað þá er útkoman ófyrirsjáanleg. Það er miklu fleira sem gerist en menn ætla sér og mér finnst það ósmekklegt. Mér finnst það grimmdarlegt og mér finnst það ljótt því úr þessu verður skepna sem er með meðvitund, tilfinningar og að öllum líkindum sjálfsvitund.“ Tilraunir til að endurvekja dýrategundir eða breyta erfðamengi mannsins eru í huga Kára ekki erfðavísindi. Markmiðið sé að skilja manninn betur, takast á við sjúkdóma og búa til ný lyf. „Síðan eru menn líka dálítið að reyna að skilja sögu mannsins á grundvelli þess hvernig erfðamengi hefur breyst á hundruði þúsunda ára en það eru fæstir í því að reyna að búa til ófreskjur eins og þessir.“ Kári segir í gríni að aðeins eitt sé í stöðunni. „Það eina sem við getum gert er annað hvort að óska þess eða óska þess ekki að þessir úlfar éti skapara sinn.“
Dýr Vísindi Íslensk erfðagreining Bandaríkin Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira