„Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2025 20:46 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að tilraunir til þess að endurvekja ógnarúlfinn svokallaða séu ósmekklegar. Útkoman sé ófyrirsjáanleg og feli í sér mikla grimmd gagnvart dýrunum. Vísindamenn á vegum bandaríska líftæknifyrirtækisins Colossal Biosciences fullyrtu á dögunum að þeim hefði tekist með genatilraun að endurlífga ógnarúlfinn, dýrategund sem dó út fyrir tíu þúsund árum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir málið ekki alveg svo einfalt. „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg. Það er verið að taka nokkra erfðavísa sem voru einangraðir úr steingervingum og koma þeim fyrir í erfðamengi venjulegra úlfa í þeirri von að það breyti útliti þeirra, breyti þeim í eitthvað sem þeir eru ekki. Í fyrsta lagi þá verður ekkert úr þessu ógnarúlfur. Þetta verður úlfur sem er búið að breyta svolítið og er ívið stærri heldur en hinir óbreyttu úlfar.“ Óska þess eða óska þess ekki að úlfarnir éti skapara sína Kári segir að margar siðferðislegar spurningar vakni. Forsvarsmenn líftæknifyrirtækisins hafa sagst ætla að endurvekja fleiri tegundir líkt og loðfílinn, svo minnir á tilraunir sem gerðar voru í Hollywood myndunum Jurassic Park þar sem risaeðlur vöknuðu aftur til lífsins. „Ég held það verði nú líklega ekki neitt skelfilegt eins og Jurassic Park sem kemur út úr þessu en hætta er á því að það verði til illa fötluð dýr. Dýr þar sem er búið að fikta í erfðamenginu og langoftast þegar farið er út í svona lagað þá er útkoman ófyrirsjáanleg. Það er miklu fleira sem gerist en menn ætla sér og mér finnst það ósmekklegt. Mér finnst það grimmdarlegt og mér finnst það ljótt því úr þessu verður skepna sem er með meðvitund, tilfinningar og að öllum líkindum sjálfsvitund.“ Tilraunir til að endurvekja dýrategundir eða breyta erfðamengi mannsins eru í huga Kára ekki erfðavísindi. Markmiðið sé að skilja manninn betur, takast á við sjúkdóma og búa til ný lyf. „Síðan eru menn líka dálítið að reyna að skilja sögu mannsins á grundvelli þess hvernig erfðamengi hefur breyst á hundruði þúsunda ára en það eru fæstir í því að reyna að búa til ófreskjur eins og þessir.“ Kári segir í gríni að aðeins eitt sé í stöðunni. „Það eina sem við getum gert er annað hvort að óska þess eða óska þess ekki að þessir úlfar éti skapara sinn.“ Dýr Vísindi Íslensk erfðagreining Bandaríkin Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Vísindamenn á vegum bandaríska líftæknifyrirtækisins Colossal Biosciences fullyrtu á dögunum að þeim hefði tekist með genatilraun að endurlífga ógnarúlfinn, dýrategund sem dó út fyrir tíu þúsund árum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir málið ekki alveg svo einfalt. „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg. Það er verið að taka nokkra erfðavísa sem voru einangraðir úr steingervingum og koma þeim fyrir í erfðamengi venjulegra úlfa í þeirri von að það breyti útliti þeirra, breyti þeim í eitthvað sem þeir eru ekki. Í fyrsta lagi þá verður ekkert úr þessu ógnarúlfur. Þetta verður úlfur sem er búið að breyta svolítið og er ívið stærri heldur en hinir óbreyttu úlfar.“ Óska þess eða óska þess ekki að úlfarnir éti skapara sína Kári segir að margar siðferðislegar spurningar vakni. Forsvarsmenn líftæknifyrirtækisins hafa sagst ætla að endurvekja fleiri tegundir líkt og loðfílinn, svo minnir á tilraunir sem gerðar voru í Hollywood myndunum Jurassic Park þar sem risaeðlur vöknuðu aftur til lífsins. „Ég held það verði nú líklega ekki neitt skelfilegt eins og Jurassic Park sem kemur út úr þessu en hætta er á því að það verði til illa fötluð dýr. Dýr þar sem er búið að fikta í erfðamenginu og langoftast þegar farið er út í svona lagað þá er útkoman ófyrirsjáanleg. Það er miklu fleira sem gerist en menn ætla sér og mér finnst það ósmekklegt. Mér finnst það grimmdarlegt og mér finnst það ljótt því úr þessu verður skepna sem er með meðvitund, tilfinningar og að öllum líkindum sjálfsvitund.“ Tilraunir til að endurvekja dýrategundir eða breyta erfðamengi mannsins eru í huga Kára ekki erfðavísindi. Markmiðið sé að skilja manninn betur, takast á við sjúkdóma og búa til ný lyf. „Síðan eru menn líka dálítið að reyna að skilja sögu mannsins á grundvelli þess hvernig erfðamengi hefur breyst á hundruði þúsunda ára en það eru fæstir í því að reyna að búa til ófreskjur eins og þessir.“ Kári segir í gríni að aðeins eitt sé í stöðunni. „Það eina sem við getum gert er annað hvort að óska þess eða óska þess ekki að þessir úlfar éti skapara sinn.“
Dýr Vísindi Íslensk erfðagreining Bandaríkin Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira