Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2025 16:10 Kylian Mbappé fékk sitt fyrsta rauða spjald í búningi Real Madrid í dag. getty/Juan Manuel Serrano Arce Kylian Mbappé var rekinn af velli þegar Real Madrid bar sigurorð af Alavés, 0-1, í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Eduardo Camavinga kom Real Madrid yfir með góðu skoti yfir utan vítateig á 34. mínútu. Fjórum mínútum síðar fékk Mbappé rautt spjald fyrir gróft brot á Antonio Blanco, miðjumanni Alavés. Þrátt fyrir að vera manni færri í rúman hálfleik hélt Real Madrid út og fagnaði mikilvægum sigri. Real Madrid er með 66 stig í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona. Bæði lið eiga eftir að leika sjö leiki. Spænski boltinn
Kylian Mbappé var rekinn af velli þegar Real Madrid bar sigurorð af Alavés, 0-1, í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Eduardo Camavinga kom Real Madrid yfir með góðu skoti yfir utan vítateig á 34. mínútu. Fjórum mínútum síðar fékk Mbappé rautt spjald fyrir gróft brot á Antonio Blanco, miðjumanni Alavés. Þrátt fyrir að vera manni færri í rúman hálfleik hélt Real Madrid út og fagnaði mikilvægum sigri. Real Madrid er með 66 stig í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona. Bæði lið eiga eftir að leika sjö leiki.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn