Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. apríl 2025 18:54 Tveir hvolpar sem líkjast tegundinni Dire wolf, eða því sem hefur verið nefnt ógnarúlfur á íslensku. Þeir voru búnir voru til á rannsóknarstofu í Bandaríkjunum. vísir/AP Ógnarúlfur sem dó út fyrir um tíu þúsund árum er sagður risinn upp frá dauðum. Vísindamenn líftæknifyrirtækisins Colossal Biosciences frá Dallas segja þetta í fyrsta sinn sem útrýmingu tegundar er snúið við með góðum árangri. Þrír hvolpar eru komnir í heiminn eftir genatilraun sem byggði á rannsókn á árþúsunda gömlu erfðaefni úlfsins sem fannst í tönn og höfuðkúpu. Sama fyrirtæki skoðar sambærilegar tilraunir með loðfíl, dúdú-fugl og fleiri tegundir. Hvolparnir eru nú þriggja til sex mánaða gamlir og sagðir við góða heilsu. Hér eru þeir Romulus og Remus sem eru þriggja mánaða gamlir. Úlfar sem líkjast þeim gengu síðast um jörðina fyrir yfir tíu þúsund árum.vísir/AP Beth Shapiro, vísindamaður hjá Colossal Biosciences, segir úlfinn útdauða náskyldan nútímaúlfi. Hægt hafi verið gera ákveðnar breytingar á erfðaefni þeirra til að líkja eftir ógnarúlfi í kjölfar rannsóknar á beinunum. „Ógnarúlfar eru stærri og vöðvameiri og hafa ljósan feld. Þetta og fleira sést af steingervingunum. Við leituðum að afbrigðum DNA-raða sem við teljum að hafi leitt til þessara einkenna. Síðan breyttum við gráúlfafrumum svo þær innihéldu þessi afbrigði ógnarúlfsins. Síðan klónuðum við þessar frumur og sköpuðum ógnarúlfana okkar,“ segir Beth og útskýrir ferlið í samtali við AP-fréttaveituna. View this post on Instagram A post shared by Ben Lamm (@benlamm) Vísindamennirnir notuðust við þrettán þúsund ára gamla tönn og sjötíu og tvö þúsund ára gamla hauskúpu við rannsókn á erfðaefni úlfsins. Einhverjir kannast eflaust við tegundina úr þáttunum Game of Thrones þar sem þeir spiluðu nokkuð stóra rullu. Einn hvolpurinn var enda nefndur Khaleesi, með vísan til persónu þáttanna. Ógnarúlfurinn svipar um margt til hefðbundins úlfs en er þó stærri, sterkari og með sterkbyggðan kjálka. Umsjónarmaður úlfanna segir veiðieðlið þegar komið í ljós. Dýr Vísindi Bandaríkin Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Þrír hvolpar eru komnir í heiminn eftir genatilraun sem byggði á rannsókn á árþúsunda gömlu erfðaefni úlfsins sem fannst í tönn og höfuðkúpu. Sama fyrirtæki skoðar sambærilegar tilraunir með loðfíl, dúdú-fugl og fleiri tegundir. Hvolparnir eru nú þriggja til sex mánaða gamlir og sagðir við góða heilsu. Hér eru þeir Romulus og Remus sem eru þriggja mánaða gamlir. Úlfar sem líkjast þeim gengu síðast um jörðina fyrir yfir tíu þúsund árum.vísir/AP Beth Shapiro, vísindamaður hjá Colossal Biosciences, segir úlfinn útdauða náskyldan nútímaúlfi. Hægt hafi verið gera ákveðnar breytingar á erfðaefni þeirra til að líkja eftir ógnarúlfi í kjölfar rannsóknar á beinunum. „Ógnarúlfar eru stærri og vöðvameiri og hafa ljósan feld. Þetta og fleira sést af steingervingunum. Við leituðum að afbrigðum DNA-raða sem við teljum að hafi leitt til þessara einkenna. Síðan breyttum við gráúlfafrumum svo þær innihéldu þessi afbrigði ógnarúlfsins. Síðan klónuðum við þessar frumur og sköpuðum ógnarúlfana okkar,“ segir Beth og útskýrir ferlið í samtali við AP-fréttaveituna. View this post on Instagram A post shared by Ben Lamm (@benlamm) Vísindamennirnir notuðust við þrettán þúsund ára gamla tönn og sjötíu og tvö þúsund ára gamla hauskúpu við rannsókn á erfðaefni úlfsins. Einhverjir kannast eflaust við tegundina úr þáttunum Game of Thrones þar sem þeir spiluðu nokkuð stóra rullu. Einn hvolpurinn var enda nefndur Khaleesi, með vísan til persónu þáttanna. Ógnarúlfurinn svipar um margt til hefðbundins úlfs en er þó stærri, sterkari og með sterkbyggðan kjálka. Umsjónarmaður úlfanna segir veiðieðlið þegar komið í ljós.
Dýr Vísindi Bandaríkin Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira