Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þór/KA 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni hefst með tveimur leikjum þann 15. apríl. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þór/KA 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og endi einu sæti neðar en á síðustu leiktíð. Þór/KA átti nokkuð gott sumar 2024 og var í 3. sæti þegar deildinni var skipt upp. Liðið hélt hins vegar ekki dampi og átti erfitt með að koma boltanum í netið í síðustu leikjum tímabilsins. Eftir að deildinni var skipt upp skoraði Þór/KA aðeins tvö mörk í fjórum leikjum, kostaði það Akureyringa 3. sætið og var 4. sætið niðurstaðan. Liðið átti jafnframt góðu gengi að fagna í bikarnum og komst alla leið í undanúrslit þar sem Breiðablik fór með 2-1 sigur af hólmi. Jóhann Kristinn er áfram með Þór/KA.Vísir/Diego Litlar sem engar breytingar eru á liðinu á milli ára. Helstu breytingarnar áttu sér stað áður en síðasta tímabili lauk svo Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari, hefur haft nægan tíma til að undirbúa leikmenn sína fyrir komandi verkefni. Aðeins einn erlendur leikmaður er í hópnum sem stendur og stóra spurningin hvort Akureyringar sæki liðsstyrk að utan eftir að mótið hefst. Þór/KA spilaði vel í Lengjubikarnum og komst alla leið í úrslit eftir að skora 22 mörk í aðeins fimm leikjum í riðlinum. Þar af skoraði Margrét Árnadóttir sex mörk. Hún og fleiri þurfa að stíga upp ef Sandra María - sem raðaði inn mörkum á síðustu leiktíð - hefur ekki reimað á sig markaskóna. Akureyringar komust alla leið í úrslit Lengjubikarsins en aftur var það Breiðablik sem stóð í vegi þeirra. Frá því að Þór/KA varð Íslandsmeistari 2017 hefur liðið reynt að endurskapa það sem skilaði þeim titli í hús. Það gekk næstum árið eftir þegar Þór/KA endaði í 2. sæti efstu deildar en síðan þá hefur liðið ekki verið hluti af bestu liðum landsins og ef eitthvað er nær því að blanda sér í fallbaráttuna heldur en að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Það er lítið sem bendir til þess að liðið taki það stökk í ár en mögulega lumar Jóhann Kristinn á ás í erminni. Stóra spurningin er hins vegar hvort Þór/KA þurfi að hrista almennilega upp í hlutunum líkt og það gerði 2017 þegar það stóð uppi sem Íslandsmeistari. Eitthvað þarf að gera til að stöðva einokun Vals og Breiðabliks. Jessica Berlin Agnes Birta - Hulda Björg - Angela Mary Eva Rut Kimberley Dóra - Karen María Margrét Árna Hulda Ósk - Sonja Björg - Sandra María (F) Nokkrar breytingar eru á liði Þórs/KA milli ára en stærsta breytingin var eflaust sú þegar tveir erlendir leikmenn liðsins yfirgáfu það áður en síðustu leiktíð lauk til að halda á vit ævintýranna í Asíu. Jessica Berlin er mætt í markið og Eva Rut Ásþórsdóttir á að tengja vörn og miðju saman. Svo virðist sem ungar og uppaldar eigi að fylla aðrar stöður sem vantar en nóg er af efnivið á Akureyri. Hvort liðið horfi til Reykjavíkur í leit að lánsmönnum á eftir að koma í ljós en sem stendur er fátt sem bendir til þess. Komnar Eva Rut Ásþórsdóttir frá Fylki Jessica Berlin frá Írlandi Farnar Bryndís Eiríksdóttir í Val (var á láni) Ísfold Marý Sigtryggsdóttir í Víking Lidija Kulis til Abu Dhabi Country Club Lara Ivanusa til Abu Dhabi Country Club Hvað segir sérfræðingurinn? Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar, hafði þetta að segja um Þór/KA: „Liðið kom með látum inn í síðasta tímabil eftir að hafa fundið smá stöðugleika 2023 eftir að Jóhann Kristinn kom aftur inn í þetta fyrir norðan. Þór/KA þétti varnarleikinn og náði stöðugleika það árið sem var nauðsynlegt eftir að hafa verið í smá jójó árin á undan.“ „Á síðasta ári misstu þær aðeins flugið og fjarlægðust titilbaráttuna þegar leið á sumarið. Það voru hins vegar augljós merki um aukna áherslu á sóknarleik í leik þeirra, það er spurning þetta verður nú í ár. Þær eru með mikið f sömu leikmönnum og hópurinn hefur ekki breyst mikið. Það getur bæði verið styrkleiki en að sama skapi veikleiki.“ „Styrkleikar: Þór/KA er með góðan þjálfara, einn besta leikmann og mesta markaskorara deildarinnar í Söndru Maríu. Svo eru þær sennilega eitt besta skyndisóknarlið deildarinnar. Þær voru mjög skeinuhættar í fyrra og voru gríðarlega fljótar upp með vel útfærðar skyndisóknir þegar lið töpuðu boltanum ofarlega á vellinum.“ „Veikleikar: Ég set spurningarmerki við það hvort að þær séu með næga breidd til að halda dampi allt sumarið og gera alvöru atlögu að titlinum. Ég held að Þór/KA verði að keppast um 3. til 4. sæti en bind vonir við það að þær verði nær titilbaráttunni og haldi spennu í þessu út sumarið. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin) Lykilmenn Sandra María Jessen, svo einfalt er það. Skoraði 24 mörk í 26 leikjum í deild og bikar á síðustu leiktíð. Það virðist sem Margrét Árnadóttir eigi að hjálpa til við markaskorun í ár því fær hún stöðu lykilmanns þar sem liðið var heldur bitlaust undir lok síðustu leiktíðar þegar það virtist sem Sandra María væri orðin bensínlaus eftir að bera sóknarleik liðsins uppi nær allt tímabilið. Fylgist með Bríet Fjóla Bjarnadóttir er fædd árið 2010 en kom samt sem áður við sögu í 16 leikjum hjá Þór/KA í deild og bikar á síðustu leiktíð. Var hún verðlaunuð með tveggja ára samning að tímabilinu loknu. Í besta/versta falli Það er heldur ólíklegt að Þór/KA fari að blanda sér í toppbaráttuna en liðið gæti blandað sér í baráttuna um 3. sætið og ef hlutirnir falla með Akureyringum gæti liðið alltaf farið langt í bikar. Ef allt fer í skrúfuna gæti liðið hins vegar endað í neðri hluta eftir tvískiptingu líkt og Stjarnan gerði á síðustu leiktíð. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 11. apríl 2025 10:02 Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 10. apríl 2025 11:01 Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Tindastól 8. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 10. apríl 2025 10:01 Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02 Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 10:02 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni hefst með tveimur leikjum þann 15. apríl. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þór/KA 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar og endi einu sæti neðar en á síðustu leiktíð. Þór/KA átti nokkuð gott sumar 2024 og var í 3. sæti þegar deildinni var skipt upp. Liðið hélt hins vegar ekki dampi og átti erfitt með að koma boltanum í netið í síðustu leikjum tímabilsins. Eftir að deildinni var skipt upp skoraði Þór/KA aðeins tvö mörk í fjórum leikjum, kostaði það Akureyringa 3. sætið og var 4. sætið niðurstaðan. Liðið átti jafnframt góðu gengi að fagna í bikarnum og komst alla leið í undanúrslit þar sem Breiðablik fór með 2-1 sigur af hólmi. Jóhann Kristinn er áfram með Þór/KA.Vísir/Diego Litlar sem engar breytingar eru á liðinu á milli ára. Helstu breytingarnar áttu sér stað áður en síðasta tímabili lauk svo Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari, hefur haft nægan tíma til að undirbúa leikmenn sína fyrir komandi verkefni. Aðeins einn erlendur leikmaður er í hópnum sem stendur og stóra spurningin hvort Akureyringar sæki liðsstyrk að utan eftir að mótið hefst. Þór/KA spilaði vel í Lengjubikarnum og komst alla leið í úrslit eftir að skora 22 mörk í aðeins fimm leikjum í riðlinum. Þar af skoraði Margrét Árnadóttir sex mörk. Hún og fleiri þurfa að stíga upp ef Sandra María - sem raðaði inn mörkum á síðustu leiktíð - hefur ekki reimað á sig markaskóna. Akureyringar komust alla leið í úrslit Lengjubikarsins en aftur var það Breiðablik sem stóð í vegi þeirra. Frá því að Þór/KA varð Íslandsmeistari 2017 hefur liðið reynt að endurskapa það sem skilaði þeim titli í hús. Það gekk næstum árið eftir þegar Þór/KA endaði í 2. sæti efstu deildar en síðan þá hefur liðið ekki verið hluti af bestu liðum landsins og ef eitthvað er nær því að blanda sér í fallbaráttuna heldur en að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Það er lítið sem bendir til þess að liðið taki það stökk í ár en mögulega lumar Jóhann Kristinn á ás í erminni. Stóra spurningin er hins vegar hvort Þór/KA þurfi að hrista almennilega upp í hlutunum líkt og það gerði 2017 þegar það stóð uppi sem Íslandsmeistari. Eitthvað þarf að gera til að stöðva einokun Vals og Breiðabliks. Jessica Berlin Agnes Birta - Hulda Björg - Angela Mary Eva Rut Kimberley Dóra - Karen María Margrét Árna Hulda Ósk - Sonja Björg - Sandra María (F) Nokkrar breytingar eru á liði Þórs/KA milli ára en stærsta breytingin var eflaust sú þegar tveir erlendir leikmenn liðsins yfirgáfu það áður en síðustu leiktíð lauk til að halda á vit ævintýranna í Asíu. Jessica Berlin er mætt í markið og Eva Rut Ásþórsdóttir á að tengja vörn og miðju saman. Svo virðist sem ungar og uppaldar eigi að fylla aðrar stöður sem vantar en nóg er af efnivið á Akureyri. Hvort liðið horfi til Reykjavíkur í leit að lánsmönnum á eftir að koma í ljós en sem stendur er fátt sem bendir til þess. Komnar Eva Rut Ásþórsdóttir frá Fylki Jessica Berlin frá Írlandi Farnar Bryndís Eiríksdóttir í Val (var á láni) Ísfold Marý Sigtryggsdóttir í Víking Lidija Kulis til Abu Dhabi Country Club Lara Ivanusa til Abu Dhabi Country Club Hvað segir sérfræðingurinn? Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn af sérfræðingum Bestu markanna í sumar, hafði þetta að segja um Þór/KA: „Liðið kom með látum inn í síðasta tímabil eftir að hafa fundið smá stöðugleika 2023 eftir að Jóhann Kristinn kom aftur inn í þetta fyrir norðan. Þór/KA þétti varnarleikinn og náði stöðugleika það árið sem var nauðsynlegt eftir að hafa verið í smá jójó árin á undan.“ „Á síðasta ári misstu þær aðeins flugið og fjarlægðust titilbaráttuna þegar leið á sumarið. Það voru hins vegar augljós merki um aukna áherslu á sóknarleik í leik þeirra, það er spurning þetta verður nú í ár. Þær eru með mikið f sömu leikmönnum og hópurinn hefur ekki breyst mikið. Það getur bæði verið styrkleiki en að sama skapi veikleiki.“ „Styrkleikar: Þór/KA er með góðan þjálfara, einn besta leikmann og mesta markaskorara deildarinnar í Söndru Maríu. Svo eru þær sennilega eitt besta skyndisóknarlið deildarinnar. Þær voru mjög skeinuhættar í fyrra og voru gríðarlega fljótar upp með vel útfærðar skyndisóknir þegar lið töpuðu boltanum ofarlega á vellinum.“ „Veikleikar: Ég set spurningarmerki við það hvort að þær séu með næga breidd til að halda dampi allt sumarið og gera alvöru atlögu að titlinum. Ég held að Þór/KA verði að keppast um 3. til 4. sæti en bind vonir við það að þær verði nær titilbaráttunni og haldi spennu í þessu út sumarið. View this post on Instagram A post shared by Besta deildin (@bestadeildin) Lykilmenn Sandra María Jessen, svo einfalt er það. Skoraði 24 mörk í 26 leikjum í deild og bikar á síðustu leiktíð. Það virðist sem Margrét Árnadóttir eigi að hjálpa til við markaskorun í ár því fær hún stöðu lykilmanns þar sem liðið var heldur bitlaust undir lok síðustu leiktíðar þegar það virtist sem Sandra María væri orðin bensínlaus eftir að bera sóknarleik liðsins uppi nær allt tímabilið. Fylgist með Bríet Fjóla Bjarnadóttir er fædd árið 2010 en kom samt sem áður við sögu í 16 leikjum hjá Þór/KA í deild og bikar á síðustu leiktíð. Var hún verðlaunuð með tveggja ára samning að tímabilinu loknu. Í besta/versta falli Það er heldur ólíklegt að Þór/KA fari að blanda sér í toppbaráttuna en liðið gæti blandað sér í baráttuna um 3. sætið og ef hlutirnir falla með Akureyringum gæti liðið alltaf farið langt í bikar. Ef allt fer í skrúfuna gæti liðið hins vegar endað í neðri hluta eftir tvískiptingu líkt og Stjarnan gerði á síðustu leiktíð.
Jessica Berlin Agnes Birta - Hulda Björg - Angela Mary Eva Rut Kimberley Dóra - Karen María Margrét Árna Hulda Ósk - Sonja Björg - Sandra María (F)
Komnar Eva Rut Ásþórsdóttir frá Fylki Jessica Berlin frá Írlandi Farnar Bryndís Eiríksdóttir í Val (var á láni) Ísfold Marý Sigtryggsdóttir í Víking Lidija Kulis til Abu Dhabi Country Club Lara Ivanusa til Abu Dhabi Country Club
Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 11. apríl 2025 10:02
Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 10. apríl 2025 11:01
Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Tindastól 8. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 10. apríl 2025 10:01
Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FHL 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 11:02
Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 9. apríl 2025 10:02
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti