Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. apríl 2025 15:11 Axel Hall er lektor við Háskólann í Reykjavík. Samsköttun hjóna og sambúðarfólks eykur í langflestum tilfellum ráðstöfunartekjur tekjuhærri heimila, og hefur áhrif á innan við fimm prósent skattgreiðenda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu þar sem einnig segir að ráðstöfunin stuðli að kynjamisrétti. Fyrirhuguð breyting á samsköttun mun að sögn sérfræðings í langflestum tilfellum hafa áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu en í mun minni mæli á barnafjölskyldur. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er í meðförum Alþingis er gert ráð fyrir að afnema samsköttun hjóna og sambýlisfólks sem heimilar samnýtingu skattþrepa að hluta. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt áformin harðlega sem feli í sér skattahækkun á heimili landsins, þvert á það sem stjórnarflokkarnir hafi lofað í aðdraganda kosninga. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á samnýtingu persónuafsláttar. Fréttastofa óskaði eftir gögnum frá fjármálaráðuneytinu um þær forsendur sem liggja að baki áformum um afnám samsköttunar. Í minnisblaði frá ráðuneytinu, sem dagsett er 6. desember í fyrra, kemur meðal annars fram að teknar hafi verið saman helstu upplýsingar um samsköttun vegna tekjuársins 2023. Ríkissjóður hafi orðið af 2,7 milljörðum króna á því ári og samsköttunin sé eftirgjöf af skatttekjum sem því nemi. Þá segir einnig um tekjudreifingu og ráðstöfunartekjur heimila í minnisblaðinu að aðgerð samsköttunar auki ráðstöfunartekjur tekjuhærri heimila. Samsköttunin stuðli að kynjamisrétti „Um er að ræða 4,3% einstaklinga í álagningar-gögnum Skattsins og eru 95% þeirra í efstu tekjutíund, af þeim eru karlar í 82% tilvika. Samsköttunin gengur því gegn almennu hlutverki hins opinbera að stuðla fremur að því að jafna tekjudreifinguna en auka hana. Með hliðsjón af jafnréttissjónarmiðum þá styður þessi aðgerð kynjamisrétti þar sem konur hafa að jafnaði lægri laun er karlar og bera að auki meiri ábyrgð á ólaunuðum heimilis- og umönnunar-störfum. Af þeim sem njóta samsköttunar fá álagðan 26% af öllum fjármagnstekjuskatti einstaklinga og er því einnig um að ræða eignamikla aðila,” segir ennfremur í minnisblaðinu. Axel Hall er lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík, og var formaður sérfræðihóps um endurskoðun á tekjuskattskerfinu í aðdraganda lífskjarasamninga árið 2019. „Í dag getur sambúðarfólk flutt á milli persónuafslátt annars vegar og síðan ef annar makinn er í efsta [skatt]þrepi og hinn makinn fullnýtir ekki næst efsta þrepið þá má tekjuhærri aðilinn nýta helming af ónýttum hluta næst efsta þrepsins. Það sem er núna til umræðu er að afnema þessa heimild en að láta áfram vera heimild til staðar til þess að millifæra persónuafslátt á milli sambúðarfólks,“ útskýrir Axel í samtali við fréttastofu. Axel var formaður sérfræðingahóps var formaður sérfræðihóps um endurskoðun á tekjuskattskerfinu í aðdraganda lífskjarasamninga árið 2019.Vísir/Egill „Til þess að geta nýtt þessa heimild í dag þá þarf annar aðilinn að vera tekjuhár og hinn aðilinn að vera tekjulægri. Það eru um sjö prósent framteljenda sem greiða skatt í efsta þrepi þannig þetta augljóslega beinist þá að þeim. Það eru um 6 prósent sambúðarfólks sem nýtir þessa heimild og í 80% tilfella er karlinn tekjuhærri og um 90% af fjárhæðinni rennur til karla,“ segir Axel. Ef horft sé til aldurshópa er það langalgengast að sögn Axels að ívilnunin renni til einstaklings innan sambúðar sem að er á aldrinum 45 til 54 ára en minnst renni ívilnunin fólks á aldrinum 25 til 34 ára. „Hér er algengasta tilfellið um að ræða tekjuháan karl yfir fertugu og ennfremur að þetta er ekki í ríkum mæli að renna til barnafjölskyldna,“ segir Axel. Þá bendir hann á að sambærileg ívilnun tíðkist almennt ekki annars staðar á Norðurlöndum. „Einstaklingsframtöl eru meginregla á hinum Norðurlöndunum. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er samsköttun af þessu tagi ekki í boði og í Danmörku er takmörkuð heimild til millifærslu persónuafsláttar en ekki deiling þrepa,“ útskýrir Axel. Innan við 1% tekjuskattshækkun á efstu tekjutíundina Í öðru minnisblaði dagsettu 18. desember 2024 sem fréttastofu barst frá ráðuneytinu er því svarað hvernig aukinn tekjuskattur vegna afnáms samsköttunar skiptist innan efstu tekjutíundarinnar, það er milli þeirra sem eru í 90-95% og þeirra sem eru á 95-100% bili efstu tekjutíundar. Svarið, sem tekið var saman í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður, byggir á álagningargögnum vegna tekjuársins 2023. Hlutfall samsköttunar í efstu tekjutíundinni skiptist þannig að 93,3% aukins tekjuskatts lendir á efri helmingi tíundarinnar en 6,7% á neðri helmingi. Þá kemur fram í minnisblaðinu að tekjuskattsgreiðslur efri helmings hækki um 0,62% og neðri helmings um 0,07% við afnám samsköttunarinnar. Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er í meðförum Alþingis er gert ráð fyrir að afnema samsköttun hjóna og sambýlisfólks sem heimilar samnýtingu skattþrepa að hluta. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt áformin harðlega sem feli í sér skattahækkun á heimili landsins, þvert á það sem stjórnarflokkarnir hafi lofað í aðdraganda kosninga. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á samnýtingu persónuafsláttar. Fréttastofa óskaði eftir gögnum frá fjármálaráðuneytinu um þær forsendur sem liggja að baki áformum um afnám samsköttunar. Í minnisblaði frá ráðuneytinu, sem dagsett er 6. desember í fyrra, kemur meðal annars fram að teknar hafi verið saman helstu upplýsingar um samsköttun vegna tekjuársins 2023. Ríkissjóður hafi orðið af 2,7 milljörðum króna á því ári og samsköttunin sé eftirgjöf af skatttekjum sem því nemi. Þá segir einnig um tekjudreifingu og ráðstöfunartekjur heimila í minnisblaðinu að aðgerð samsköttunar auki ráðstöfunartekjur tekjuhærri heimila. Samsköttunin stuðli að kynjamisrétti „Um er að ræða 4,3% einstaklinga í álagningar-gögnum Skattsins og eru 95% þeirra í efstu tekjutíund, af þeim eru karlar í 82% tilvika. Samsköttunin gengur því gegn almennu hlutverki hins opinbera að stuðla fremur að því að jafna tekjudreifinguna en auka hana. Með hliðsjón af jafnréttissjónarmiðum þá styður þessi aðgerð kynjamisrétti þar sem konur hafa að jafnaði lægri laun er karlar og bera að auki meiri ábyrgð á ólaunuðum heimilis- og umönnunar-störfum. Af þeim sem njóta samsköttunar fá álagðan 26% af öllum fjármagnstekjuskatti einstaklinga og er því einnig um að ræða eignamikla aðila,” segir ennfremur í minnisblaðinu. Axel Hall er lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík, og var formaður sérfræðihóps um endurskoðun á tekjuskattskerfinu í aðdraganda lífskjarasamninga árið 2019. „Í dag getur sambúðarfólk flutt á milli persónuafslátt annars vegar og síðan ef annar makinn er í efsta [skatt]þrepi og hinn makinn fullnýtir ekki næst efsta þrepið þá má tekjuhærri aðilinn nýta helming af ónýttum hluta næst efsta þrepsins. Það sem er núna til umræðu er að afnema þessa heimild en að láta áfram vera heimild til staðar til þess að millifæra persónuafslátt á milli sambúðarfólks,“ útskýrir Axel í samtali við fréttastofu. Axel var formaður sérfræðingahóps var formaður sérfræðihóps um endurskoðun á tekjuskattskerfinu í aðdraganda lífskjarasamninga árið 2019.Vísir/Egill „Til þess að geta nýtt þessa heimild í dag þá þarf annar aðilinn að vera tekjuhár og hinn aðilinn að vera tekjulægri. Það eru um sjö prósent framteljenda sem greiða skatt í efsta þrepi þannig þetta augljóslega beinist þá að þeim. Það eru um 6 prósent sambúðarfólks sem nýtir þessa heimild og í 80% tilfella er karlinn tekjuhærri og um 90% af fjárhæðinni rennur til karla,“ segir Axel. Ef horft sé til aldurshópa er það langalgengast að sögn Axels að ívilnunin renni til einstaklings innan sambúðar sem að er á aldrinum 45 til 54 ára en minnst renni ívilnunin fólks á aldrinum 25 til 34 ára. „Hér er algengasta tilfellið um að ræða tekjuháan karl yfir fertugu og ennfremur að þetta er ekki í ríkum mæli að renna til barnafjölskyldna,“ segir Axel. Þá bendir hann á að sambærileg ívilnun tíðkist almennt ekki annars staðar á Norðurlöndum. „Einstaklingsframtöl eru meginregla á hinum Norðurlöndunum. Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi er samsköttun af þessu tagi ekki í boði og í Danmörku er takmörkuð heimild til millifærslu persónuafsláttar en ekki deiling þrepa,“ útskýrir Axel. Innan við 1% tekjuskattshækkun á efstu tekjutíundina Í öðru minnisblaði dagsettu 18. desember 2024 sem fréttastofu barst frá ráðuneytinu er því svarað hvernig aukinn tekjuskattur vegna afnáms samsköttunar skiptist innan efstu tekjutíundarinnar, það er milli þeirra sem eru í 90-95% og þeirra sem eru á 95-100% bili efstu tekjutíundar. Svarið, sem tekið var saman í tengslum við stjórnarmyndunarviðræður, byggir á álagningargögnum vegna tekjuársins 2023. Hlutfall samsköttunar í efstu tekjutíundinni skiptist þannig að 93,3% aukins tekjuskatts lendir á efri helmingi tíundarinnar en 6,7% á neðri helmingi. Þá kemur fram í minnisblaðinu að tekjuskattsgreiðslur efri helmings hækki um 0,62% og neðri helmings um 0,07% við afnám samsköttunarinnar.
Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira