Íslenski boltinn

„Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Anna Svava fer á kostum í auglýsingunni.
Anna Svava fer á kostum í auglýsingunni.

Boltinn byrjaði að rúlla hjá strákunum í Bestu deildinni um síðustu helgi en nú fer að koma að stelpunum.

Þær hefja leik þann 15. apríl næstkomandi og næstu daga mun Besta deildin senda frá sér kynningarefni fyrir Bestu deild kvenna.

Klippa: Besta kvenna stikla: Gildin þrjú

Vísir frumsýnir fyrstu stikluna en þar má sjá nýjan „ráðgjafa“ Bestu deildar kvenna, Önnu Svövu Knútsdóttir, kynna nýjar áherslur deildarinnar fyrir nýliðunum í FHL.

Ekki er hægt að segja að Anna bindi bagga sína sömu hnútum og samferðarmenn sínir. Aðferðir hennar við auka veg Bestu deildar kvenna kunna eflaust að hljóma undarlega fyrir einhverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×