„Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. apríl 2025 09:01 Xander Schauffele fagnaði sigri á Opna breska meistaramótinu á síðasta ári. EPA-EFE/ROBERT PERRY Xander Schauffele segist klár í slaginn fyrir komandi Masters-mót í golfi sem fram fer um helgina. Eftir frábært síðasta ár hefur hann átt í meiðslavandræðum á nýju ári. Schauffele fór mikinn á árinu 2024. Hann fagnaði sigri á tveimur af fjórum risamótum. Það fyrra vann hann í maí á Valhalla-vellinum er hann stóð uppi sem sigurvegari á PGA-meistaramótinu og fylgdi því eftir með sigri á Opna breska meistaramótinu í júlí. Schauffele er þriðji á heimslistanum en rifjameiðsli hafa strítt honum það sem af er ári. Þrátt fyrir það hefur hann komist í gegnum niðurskurð á 60 mótum í röð á PGA-mótaröðinni. Æfingum var frestað á Augusta-vellinum í Georgíu í gær vegna þrumuveðurs og rigninga. Schauffele sagði í viðtali í gær: „Ég get algjörlega unnið mótið. Ég væri ekki hérna ef ég tryði því ekki. Ég veit hvað ég er fær um þegar mér líður vel, þegar ég hugsa ekki um annað en að koma boltanum í holuna,“ „Ég hef verið að vinna í því að komast aftur á þann stað. Mér finnst ég hafa snúið hlutum við síðasta mánuðinn,“ segir Schauffele um heilsuna. „Á síðasta ári gekk mjög vel. Ef ég er heilbrigður, hreyfi mig vel, sveifla vel og haga undirbúningnum á réttan hátt veit ég alveg hvert það getur skilað mér,“ segir Schauffele sem hefur verið á meðal 18 efstu á síðustu ellefu risamótum sem hann hefur tekið þátt í. Masters-mótið hefst á fimmtudag og verður sýnt beint frá því á Stöð 2 Sport 4 frá fimmtudegi fram á sunnudag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 19:00 á fimmtudagskvöld. Masters-mótið Golf Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Schauffele fór mikinn á árinu 2024. Hann fagnaði sigri á tveimur af fjórum risamótum. Það fyrra vann hann í maí á Valhalla-vellinum er hann stóð uppi sem sigurvegari á PGA-meistaramótinu og fylgdi því eftir með sigri á Opna breska meistaramótinu í júlí. Schauffele er þriðji á heimslistanum en rifjameiðsli hafa strítt honum það sem af er ári. Þrátt fyrir það hefur hann komist í gegnum niðurskurð á 60 mótum í röð á PGA-mótaröðinni. Æfingum var frestað á Augusta-vellinum í Georgíu í gær vegna þrumuveðurs og rigninga. Schauffele sagði í viðtali í gær: „Ég get algjörlega unnið mótið. Ég væri ekki hérna ef ég tryði því ekki. Ég veit hvað ég er fær um þegar mér líður vel, þegar ég hugsa ekki um annað en að koma boltanum í holuna,“ „Ég hef verið að vinna í því að komast aftur á þann stað. Mér finnst ég hafa snúið hlutum við síðasta mánuðinn,“ segir Schauffele um heilsuna. „Á síðasta ári gekk mjög vel. Ef ég er heilbrigður, hreyfi mig vel, sveifla vel og haga undirbúningnum á réttan hátt veit ég alveg hvert það getur skilað mér,“ segir Schauffele sem hefur verið á meðal 18 efstu á síðustu ellefu risamótum sem hann hefur tekið þátt í. Masters-mótið hefst á fimmtudag og verður sýnt beint frá því á Stöð 2 Sport 4 frá fimmtudegi fram á sunnudag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 19:00 á fimmtudagskvöld.
Masters-mótið Golf Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira