Fótbolti

Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans gengur illa að skora þessa dagana
Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans gengur illa að skora þessa dagana Getty/Ahmad Mora

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Al Orubah þurftu að sætta sig við tap á heimavelli í sádi-arabísku deildinni í kvöld.

Al Orubah tapaði þá 1-0 á móti Al Okhdood, liði sem sat í fallsæti fyrir leikinn. Sigurinn kom Al Okhdood hins vegar upp úr fallsætinu.

Þetta var þriðja deildatap Al Orubah í röð og liðið er dottið niður í þrettánda sæti deildarinnar. Liðið hefur ekki skorað í síðustu tveimur leikjum.

Jóhann Berg spilaði allar níutíu mínúturnar í leiknum inn á miðju Al Orubah.

Saviour Godwin skoraði eina mark leiksins strax á 24. mínútu.

Jóhann Berg átti fínan leik og skapaði fimm færi fyrir félaga sína sem voru því miður ekki á skotskónum í þessum leik. Liðið var með mun fleiri skot og miklu hærra xG en það dugði ekki.

Al Orubah hefur ekki unnið leik síðan 28. febrúar þegar Jóhann Berg skoraði sigurmark í 2-1 sigri á Cristiano Ronaldo og félögum í Al Nassr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×