Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. apríl 2025 22:04 Júlíus Þórir Stefánsson, þjálfari Gróttu, tókst ekki að halda liðinu í deildinni. Vísir/Vilhelm Grótta er fallin úr Olís-deild kvenna í handbolta eftir úrslit kvöldsins í lokaumferð deildarinnar. Liðið þurfti að sigra ÍR ásamt því að vonast eftir að Stjarnan næði í stig gegn Val og ÍBV myndi tapa. Ekkert af þessu gekk eftir. Júlíus Þórir Stefánsson, þjálfari Gróttu, var nokkuð sár eftir úrslit kvöldsins, en viðureigninni gegn ÍR lauk með fimm marka tapi, 31-26, eftir að Grótta hafi leitt með fimm mörkum í fyrri hálfleik. „Ofboðslega sérstakur leikur að mörgu leyti. ÍR kannski að koma svona inn í leikinn frekar pressulaust, en vilja að sjálfsögðu vinna áður en þær koma inn í úrslitakeppni. Mér fannst við mæta bara mjög vel til leiks í raun og veru og vorum bara í dauðafæri einhvern veginn að setja þennan leik í uppnám sko. Svo töpum við einhverjum boltum og ég geri einhver mistök á bekknum og svona rúlla bara einhverjir hlutir sem verða þess valdandi að leikar standa jafnt í hálfleik.“ Misstu leikinn frá sér í seinni Staðan var jöfn í hálfleik, 13-13, en Grótta var fljót að missa leikinn frá sér í upphafi síðari hálfleiks. Júlíus Þórir kennir að einhverju leyti aðstæðum fyrir leik um það. „Komandi inn í þennan leik þá var dálítið erfitt að mótivera sig. Við vissum að Valur væri að öllum líkindum ekki að fara að tapa á móti Stjörnunni, það er það sem þurfti að gerast fyrir okkur og við þurftum að vinna þennan leik hérna. Við lentum bara fljótlega í, ef maður slettir, reality-checki. Mér fannst við ekkert þannig séð lakari, jú jú við erum að klikka dauðafærum og gera ýmsa hluti sem við höfum verið að gera vel og erum ekki að gera þá nægilega vel. Ég svo sem nenni ekki að spá meira í þessum leik því hann skiptir ekki máli miðað við úrslit annarra leikja.“ Grótta lýkur tímabilinu í neðsta sæti, tveimur stigum á eftir Stjörnunni og ÍBV. Liðið komst einnig í undanúrslit Powerade bikarsins á þessu tímabili. Júlíus Þórir lítur stoltur til baka á tímabilið þar sem hann tók við þjálfun sem aðalþjálfari í fyrsta skipti og það í krefjandi aðstæðum. „Ég er í rauninni fyrst og fremst ofboðslega stoltur af hópnum, liðinu og félaginu, því að þær hafa þurft að ganga í gegnum ýmislegt á þessu tímabili. Þjálfarinn gengur hér út úr þessu sama húsi þegar við áttum í kappi hér við ÍR síðast og ég tek við, nýráðinn aðstoðarþjálfari og aldrei þjálfað lið. Þær tækla það eins og algjörir fagmenn og við erum búin að mér finnst að bæta okkur jafnt og þétt. Förum í þessa final-four helgi sem að gefur okkur náttúrulega ofboðslega mikið, ekki bara sem lið heldur líka sem félag.“ Það gerist samt ekki á einni nóttu Grótta á heima í efstu deild að mati Júlíusar Þóris. „Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað. Það gerist samt ekki á einni nóttu eða neitt slíkt en við erum allavegana að stefna að því að fara eitthvert í áttina að þessu aftur. Þannig að ég get ekki verið annað en ofboðslega stoltur af þessu tímabili.“ Í nokkrum jöfnum leikjum í vetur féllu atriði ekki með Gróttu á lokakafla leikja þar sem liðið tapaði stigum. Júlíus Þórir segir minni lið yfirleitt þurfa að glíma við slíkt. Heldur áfram með liðið „Mér finnst í rauninni, eins og þú segir, við föllum með tveimur stigum. Við eigum innbyrðis gegn liðinu í fjórða sæti, við vinnum öll liðin fyrir ofan okkur í þessum pakka nema ÍR, svo náttúrulega ekki Val, Fram og Hauka, en þessi baráttu lið í kringum okkur. Eins og þú segir, það eru atriði sem maður hefði þegið að hefðu fallið með okkur. En þannig er það bara stundum sem lítið lið og annað að maður þarf að hafa aðeins meira fyrir hlutunum.“ Að lokum staðfesti Júlíus Þórir að hann mun halda áfram að þjálfa lið Gróttu á næsta tímabili, þegar liðið mun leika í Grill-66 deildinni. Olís-deild kvenna Grótta ÍR Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Júlíus Þórir Stefánsson, þjálfari Gróttu, var nokkuð sár eftir úrslit kvöldsins, en viðureigninni gegn ÍR lauk með fimm marka tapi, 31-26, eftir að Grótta hafi leitt með fimm mörkum í fyrri hálfleik. „Ofboðslega sérstakur leikur að mörgu leyti. ÍR kannski að koma svona inn í leikinn frekar pressulaust, en vilja að sjálfsögðu vinna áður en þær koma inn í úrslitakeppni. Mér fannst við mæta bara mjög vel til leiks í raun og veru og vorum bara í dauðafæri einhvern veginn að setja þennan leik í uppnám sko. Svo töpum við einhverjum boltum og ég geri einhver mistök á bekknum og svona rúlla bara einhverjir hlutir sem verða þess valdandi að leikar standa jafnt í hálfleik.“ Misstu leikinn frá sér í seinni Staðan var jöfn í hálfleik, 13-13, en Grótta var fljót að missa leikinn frá sér í upphafi síðari hálfleiks. Júlíus Þórir kennir að einhverju leyti aðstæðum fyrir leik um það. „Komandi inn í þennan leik þá var dálítið erfitt að mótivera sig. Við vissum að Valur væri að öllum líkindum ekki að fara að tapa á móti Stjörnunni, það er það sem þurfti að gerast fyrir okkur og við þurftum að vinna þennan leik hérna. Við lentum bara fljótlega í, ef maður slettir, reality-checki. Mér fannst við ekkert þannig séð lakari, jú jú við erum að klikka dauðafærum og gera ýmsa hluti sem við höfum verið að gera vel og erum ekki að gera þá nægilega vel. Ég svo sem nenni ekki að spá meira í þessum leik því hann skiptir ekki máli miðað við úrslit annarra leikja.“ Grótta lýkur tímabilinu í neðsta sæti, tveimur stigum á eftir Stjörnunni og ÍBV. Liðið komst einnig í undanúrslit Powerade bikarsins á þessu tímabili. Júlíus Þórir lítur stoltur til baka á tímabilið þar sem hann tók við þjálfun sem aðalþjálfari í fyrsta skipti og það í krefjandi aðstæðum. „Ég er í rauninni fyrst og fremst ofboðslega stoltur af hópnum, liðinu og félaginu, því að þær hafa þurft að ganga í gegnum ýmislegt á þessu tímabili. Þjálfarinn gengur hér út úr þessu sama húsi þegar við áttum í kappi hér við ÍR síðast og ég tek við, nýráðinn aðstoðarþjálfari og aldrei þjálfað lið. Þær tækla það eins og algjörir fagmenn og við erum búin að mér finnst að bæta okkur jafnt og þétt. Förum í þessa final-four helgi sem að gefur okkur náttúrulega ofboðslega mikið, ekki bara sem lið heldur líka sem félag.“ Það gerist samt ekki á einni nóttu Grótta á heima í efstu deild að mati Júlíusar Þóris. „Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað. Það gerist samt ekki á einni nóttu eða neitt slíkt en við erum allavegana að stefna að því að fara eitthvert í áttina að þessu aftur. Þannig að ég get ekki verið annað en ofboðslega stoltur af þessu tímabili.“ Í nokkrum jöfnum leikjum í vetur féllu atriði ekki með Gróttu á lokakafla leikja þar sem liðið tapaði stigum. Júlíus Þórir segir minni lið yfirleitt þurfa að glíma við slíkt. Heldur áfram með liðið „Mér finnst í rauninni, eins og þú segir, við föllum með tveimur stigum. Við eigum innbyrðis gegn liðinu í fjórða sæti, við vinnum öll liðin fyrir ofan okkur í þessum pakka nema ÍR, svo náttúrulega ekki Val, Fram og Hauka, en þessi baráttu lið í kringum okkur. Eins og þú segir, það eru atriði sem maður hefði þegið að hefðu fallið með okkur. En þannig er það bara stundum sem lítið lið og annað að maður þarf að hafa aðeins meira fyrir hlutunum.“ Að lokum staðfesti Júlíus Þórir að hann mun halda áfram að þjálfa lið Gróttu á næsta tímabili, þegar liðið mun leika í Grill-66 deildinni.
Olís-deild kvenna Grótta ÍR Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira